Bandaríska fréttatímaritið Time hefur valið Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, sem mann ársins 2008. Það var ákveðið eftir að hann varði fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri í embætti forseta Bandaríkjanna. Í umsögn segir að hann hafi náð kjöri þrátt fyrir reynsluleys og lagt tvö þrautreynda andstæðinga.
Þeir sem næst komu í vali Time voru Hank Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, Sarah Palin, varaforsetaefni Repúblíkanaflokksins, og kínverski kvikmyndaleikstjórinn Zhan Yimou.
Í fyrra varð Valdimír Pútín, þáverandi Rússlandsforseti og núverandi forsætisráðherra, fyrir valinu og 2006 var það almenningur í heiminum fyrir að hafa gerbyult allri fjölmiðlun í heiminum með hjálp netsins.
Valið hefur oft verið umdeilt enda fá þeir titilinn sem mest hafa haft áhrif á heiminn hverju sinni, til góðs eða ills. Meðal titilhafa eru Adolf Hitler árið 1938, Jósef Stalín 1939 og 1942 og Khomeini erkiklerkur 1979.
Umfjöllun Time um mann ársins 2008.