Viðskipti erlent

Hlutabréf vestanhafs jöfnuðu sig lítillega

Gengi hlutabréfa hækkkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir skell í gær og fyrrihluta dagsins en alda lækkunar reið yfir á meðan Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins og Sheila Bair, stjórnarformaður Innlánastofnunarinarinn (FDIC) deildu um björgunarpakkann stóra sem bandaríkjaþing samþykkti fyrir nokkru.

Bair velti upp hugmyndum á föstudag í síðustu viku að nýta 24,4 milljarða dala, af þeim 700 milljörðum sem lofað var að setja í björgunarstarfsemina til að hjálpa fasteignaeigendum og koma þannig í veg fyrir að þeir lendi í vanskilum með afborganir og eigi á hættu að missa ofan af sér. Paulson var hins vegar á móti öllum slíkum ráðagerðum. Fjármunina skuli nota á þann hátt sem lagt var upp með, til bjargar fjármálageiranum.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,83 prósent og Nasdaq-vísitalan stóð næsta óbreytt, hækkaði um 0,08 prósent.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×