Erlent Danska fótboltabullan mokar inn seðlunum Danska fótboltabullan sem reyndi að kýla dómarann í leik Dana og Svía í Parken í júní hefur selt danskri sjónvarpsstöð einkarétt á sögu sinni og græðir nú á tá og fingri. Hann bætir svo gráu ofan á svart með því að heimta eina milljón króna af öðrum fjölmiðlum fyrir að veita viðtöl -eftir að búið er að sýna þáttinn á dönsku stöðinni. Í danska og sænska knattspyrnusambandinu eru menn æfir af reiði. Erlent 5.9.2007 11:37 Varnarmálaráðherra Svíþjóðar fór í fússi Varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur sagt af sér vegna deilna við fjármálaráðherrann um framlög til landvarna. Ráðherrarnir eru flokksbræður í hægriflokknum Moderatarna. Svíþjóð heldur úti vel þjálfuðum her búnum hátæknivopnum. Framlög til varnarmála hafa hinsvegar verið skorin verulega niður undanfarin ár. Erlent 5.9.2007 11:07 Sprengdi hjákonuna í loft upp Háttsettur kínverskur embættismaður var tekinn af lífi í dag fyrir að myrða hjákonu sína með bílsprengju. Aðeins liði tveir mánuðir á milli morðsins og aftökunnar. Vitorðsmaður hans var einnig tekinn af lífi og annar dæmdur í lífstíðar fangelsi. Málið hefur vakið mikla hneykslan í Kína þar sem spilling embættismanna hefur mjög verið til umræðu undanfarin misseri. Erlent 5.9.2007 10:42 Meintar galdranornir brenndar lifandi Nemendur við menntaskóla í Suður-Afríku brenndu lifandi tvær fullorðnar konur sem þeir grunuðu um að hafa lagt bölvun á skóla þeirra. Nemendurnir ruddust inn á heimili kvennanna í Natal héraði að drógu þær út á nærliggjandi íþróttaleikvang. Þar helltu þeir yfir þær bensíni og kveiktu í þeim. Erlent 5.9.2007 09:53 Yahoo styrkir stöðuna gegn Google Bandaríska netveitan Yahoo hefur keypt fyrirtækið BlueLithium, sem einbeitir sér að markaðssetningu á netinu. Kaupverð nemur 300 milljónum bandaríkjadala, tæpum 19,5 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum hyggst fyrirtækið styrkja stöðu sína í samkeppninni við netrisann Google. Viðskipti erlent 5.9.2007 09:10 Komið í veg fyrir hryðjuverk Komið var í veg fyrir hryðjuverk þegar danska leyniþjónustan handtók í nótt átta grunaða hryðjuverkamenn í Kaupmannahöfn. Mennirnir eru allir sagðir tengjast al Qaeda. Erlent 4.9.2007 19:08 Finnar rífast um norrænt samstarf Framtíð norræns samstarfs hefur verið margumrætt efni í Finnlandi. Í sumar birti dagblaðið Helsingin Sanomat greinaflokk um efnið. Umræðan hófst með grein sem Sampsa Saralehti skrifaði og staðhæfði að leggja mætti Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina niður. Erlent 4.9.2007 16:17 Hérna eru geiturnar -fljúgum svo Forstöðumenn ríkisflugfélagsins í Nepal fórnuðu tveim geitum síðastliðinn sunnudag til þess að friða skýjaguðinn Akash Bairab. Ástæðan fyrir fórninni var sú að önnur Boeing þota flugfélagsins hafði verið biluð í nokkrar vikur og því þurft að aflýsa mörgum áætlunarferðum. Erlent 4.9.2007 16:05 Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir að nýbirtar tölur bentu til að dregið hafi úr framleiðslu og fjárfestingum fyrirtækja. Greinendur segja fjárfesta enn bjartsýna eftir yfirlýsingu Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, frá því á föstudag að bankinn muni bregðast við þrengingum á bandarískum fasteignalánamarkaði. Viðskipti erlent 4.9.2007 14:54 Stóri bróðir vaktaði höfund stóra bróður Breski rithöfundurinn George Orwell, sem bjó til hugtakið "Stóri bróðir," var sjálfur undir eftirliti þessa bróður án þess að hafa um það hugynd. Orwell skrifaði hina frægu bók 1984 um einræðisríki þar sem allir þegnarnir voru undir stöðugu eftirliti. Sumir þeirra voru reyndar jafnari en aðrir. Erlent 4.9.2007 14:38 Felix nær fullum styrk Fellibylurinn Felxi sem fer nú yfir Mið-Ameríku hefur náð fullum styrk. Hann stefnir hraðbyr á Hondúras og Níkaragva. Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í nótt og 15 þúsund manns komast hvorki lönd né strönd. Erlent 4.9.2007 12:23 Efnavopna Ali hengdur innan mánaðar Hæstiréttur í Írak hefur staðfest dauðadóm yfir Ali Hassan al-Majid frænda Saddams Hussein. Yfirsaksóknari í Írak segir að hann verði hengdur innan þrjátíu daga. Ali Hassan er þekktur undir nafninu Efnavopna Ali. Hann er fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi í íraska hernum. Það voru Kúrdar sem gáfu honum nafnið Efnavopna Ali fyrir fjöldamorð á Kúrdum og sjía múslimum meðan Saddam var við völd. Erlent 4.9.2007 10:25 Þorskurinn að hverfa úr Eystrasalti Fiskimenn á Eystrasalti verða að minnka þorskveiðar sínar um þriðjung á þessu ári ef stofninn á ekki að hverfa, að sögn Evrópusambandsins. Vísindamenn hafa lengi varað við því að ofveiði sé að útrýma þorskstofninum í austurhluta Eystrasaltsins og hafa viljað setja algert veiðibann. Þeir hafa einnig viljað minnka veiðarnar í vesturhlutanum um helming. Erlent 3.9.2007 15:42 Bandarískur almenningur óánægður með þingið Bandarískur almenningur er ekki hrifinn af stjórn demokrata á þingi landsins. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun er aðeins einn af hverjum fimm ánægður. Það er jafnvel verri einkunn en George Bush fær hjá þjóðinni. Demokratar unnu meirihluta í báðum deildum í janúar síðastliðnum og hafa síðan gert hvað þeir hafa getað til þess að þvælast fyrir forsetanum. Erlent 3.9.2007 14:48 Bush í óvæntri heimsókn í Írak George Bush forseti Bandaríkjanna kom í óvænta heimsókn til Íraks, í dag. Robert Gates, varnarmálaráðherra landsins er með honum í ferðinni. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að forsetinn og ráðherrann muni eiga fundi með æðstu foringjum hersins í Írak. Erlent 3.9.2007 13:08 Það er þetta með hann séra Jón Mikil heræfing var haldin á Íslandi í síðasta mánuði. Meðal annars voru sendar hingað þrjár orrustuþotur....gott ef þær voru ekki fjórar. Í dag hófst heræfing NATO í Noregi. Norska blaðið Aftenposten upplýsir að yfir eitthundrað herflugvélar verði á lofti yfir Noregi dag og nótt til fimmtánda september. Erlent 3.9.2007 10:58 Á skilið að deyja fyrir að eyðileggja orðstír Tælands Tælenskur maður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að myrða tvær rússneskar konur sem sátu á Pattaya ströndinni og fylgdust með sólarupprásinni. Morðin voru framin í febrúar síðastliðnum. Ekki hefur verið gefin ástæða fyrir ódæðinu, ef hún var þá einhver. Ofursti í Tælensku lögreglunni sagði að morðinginn ætti dauðadóminn skilið fyrir að hafa eyðilagt orðstír landsins. Erlent 3.9.2007 10:36 Nýr stjóri yfir bjórbrugginu Jørgen Buhl Rasmussen hefur ráðinn forstjóri danska bjórframleiðandans Carlsberg. Hann tekur við af Nils Smedegaard Andersen í byrjun næsta mánaðar en í júní var Andersen ráðinn yfir danska skiparisanum A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Jess Søderberg, fráfarandi forstjóri skipafélagsins, ætlar hins vegar að setjast í helgan stein. Viðskipti erlent 3.9.2007 10:22 Sjálfsvíg í Páfagarði Tuttugu og fimm ára gamall lögreglumaður í Páfagarði lést í dag af skotsárum og er talið að hann hafi framið sjálfsvíg. Lögreglusveit Páfagarðs er talin til úrvalssveita og meðlimir hennar vandlega valdir og þjálfaðir. Ekki síst er fylgst með andlegri heilsu þeirra eftir mikið ofbeldisverk sem var framið í Páfagarði árið 1998. Erlent 3.9.2007 09:51 Yfirtökur hafnar í Zimbabwe Ríkisstjórn Zimbabwes hefur yfirtekið 49 prósenta hlut bandaríska matvælarisans Heinz í stærsta matarolíuframleiðanda landsins. Fyrir þennan hlut voru greiddar 6,8 milljónir dollara. Þetta er fyrsta stóra yfirtakan í Zimbabwe eftir að Robert Mugabe lýsti því yfir að heimamenn myndu fá meiri stjórn á erlendum fyrirtækjum sem starfa í landinu. Erlent 3.9.2007 09:38 Storebrand kaupir líftryggingahluta Handelsbanken Norska tryggingafélagið Storebrand hefur keypt líftryggingahluta sænska bankans Handelsbanken. Kaupverð nemur 18 milljörðum sænskra króna, tæplega 166 milljörðum íslenskra króna. Kaupþing og Exista saman rúman fjórðungshlut í Storebrand.Storebrand stefnir að því að veita líftryggingar sænska bankans í Noregi. Viðskipti erlent 3.9.2007 09:32 Chavez gerist sáttasemjari Hugo Chavez forseti Venesúela hefur ákveðið að taka að sér hlutverk sáttasemjara milli kólumbískra uppreisnarmanna og stjórnvalda þar í landi. Samið verður um lausn gísla sem uppreisnarmenn hafa undir höndum. Chavez tilkynnti áformin eftir samræður við Alvaro Uribe, forseta Kólumbíu. Erlent 1.9.2007 09:53 Mínar túttur eru ekta -Keira Knightley Breska smástirnið Keira Knightley hefur tekið illa vangaveltum fjölmiðla um að brjóst hennar og aðrir mikilvægir líkamshlutar hafi verið stækkaðir í tölvu til þess að gera hana kynþokkafyllri. Knightley er líklega frægust fyrir leik sinn í sjóræningjamyndunum Pirates of the Caribbean með þeim Johnny Depp og Orlando Bloom. Lífið 31.8.2007 16:11 Foreldrar Madeleine í mál við portúgalska fjölmiðla Foreldrar Madeleine McCann ætla að höfða meiðyrða mál gegn portúgölsku blaði sem hélt því fram að þau hafi myrt dóttur sína. Samskipti Gerrys og Kate McCann við fjölmiðla hafa versnað stöðugt undanfarnar vikur. Margir portúgalskir fjölmiðlar vilja gera þau ábyrg fyrir hvarfi dótturinnar. Annaðhvort vegna vanrækslu eða vegna þess að þau hafi hreinlega sjálf orðið henni að bana. Erlent 31.8.2007 15:22 Fjárfestar vongóðir um stýrivaxtalækkun vestra Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hækkaði við opnun fjármálamarkaða þar í landi eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast gegn því að hræringar á hlutabréfamörkuðum muni smita frá sér út í hagkerfið. Þótt Bernanke hafi ekki sagt til um hvort bankinn ætli að lækka stýrivexti segja fjármálaskýrendur flest benda til þess. Viðskipti erlent 31.8.2007 14:56 Ég er svo ánægður að vera hérna uppá konunni minni Stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar þurfa að tjá sig í mörgum löndum. Það eru auðvitað töluð misjöfn tungumál í þessum löndum og það kemur fyrir að boðskapurinn brenglast í þýðingunni. Richard Woolcott sem stýrði ástralska utanríkisráðuneytinu í mörg ár rifjar upp skemmtilegar þýðingarvillur í endurminningum sem hann hefur skrifað um þetta tímabil. Erlent 31.8.2007 14:26 Norskur hvalfangari sökk við bryggju Þrjátíu metra norskur hvalbátur sökk við bryggju i Svolvær í Lofoten síðastliðna nótt. Enginn var um borð. Lögreglan útilokar ekki að unnið hafi verið skemmdarverk. Tilkynning barst um það um hálf þrjú í nótt að Willassen Senior væri að sökkva. Björgunarlið var sent á vettvang. Erlent 31.8.2007 13:25 Bandarísk einkaneysla jókst umfram spár Einkaneysla í Bandaríkjunum jókst um 0,4 prósent á milli mánaða í júlí samanborið við 0,2 prósent í mánuðinum á undan. Þetta er nokkru yfir væntingum. Á sama tíma benda tölur viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna til þess að verðbólga hafi hjaðnað. Greinendur segja greinilegt að bandarískt efnahagslíf hafi verið í hröðum vexti þegar samdráttur varð á bandarískum fasteignalánamarkaði í seinni hluta júlí. Viðskipti erlent 31.8.2007 13:15 Vona að hundkvikindið drepist fljótlega Fyrrverandi þjónustustúlka hjá hóteldrottningunni Leonu Helmsley er ákaflega glöð yfir að hún skuli nú hafa safnast til feðra sinna. Hún segir að nú verði Leona að svara til saka hjá Guði. Og þjónustustúlkan vonar að hundkvikindið Trouble drepist líka sem allra fyrst. Trouble erfði mörghundruð milljónir króna eftir húsmóður sína. Erlent 31.8.2007 11:39 Bremsulausir Færeyingar Flugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways fór út af brautinni í flugtaki frá Færeyjum í morgun. Engan sakaði. Vélin var á leið frá Þórshöfn til Lundúna. Flugmennirnir hættu við flugtak þegar þeir uppgötvuðu að hemlabúnaður virkaði ekki sem skyldi. Hemlabilanir virðast vera viðvarandi vandamál hjá þessu flugfélagi. Erlent 31.8.2007 11:21 « ‹ 59 60 61 62 63 64 65 66 67 … 334 ›
Danska fótboltabullan mokar inn seðlunum Danska fótboltabullan sem reyndi að kýla dómarann í leik Dana og Svía í Parken í júní hefur selt danskri sjónvarpsstöð einkarétt á sögu sinni og græðir nú á tá og fingri. Hann bætir svo gráu ofan á svart með því að heimta eina milljón króna af öðrum fjölmiðlum fyrir að veita viðtöl -eftir að búið er að sýna þáttinn á dönsku stöðinni. Í danska og sænska knattspyrnusambandinu eru menn æfir af reiði. Erlent 5.9.2007 11:37
Varnarmálaráðherra Svíþjóðar fór í fússi Varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur sagt af sér vegna deilna við fjármálaráðherrann um framlög til landvarna. Ráðherrarnir eru flokksbræður í hægriflokknum Moderatarna. Svíþjóð heldur úti vel þjálfuðum her búnum hátæknivopnum. Framlög til varnarmála hafa hinsvegar verið skorin verulega niður undanfarin ár. Erlent 5.9.2007 11:07
Sprengdi hjákonuna í loft upp Háttsettur kínverskur embættismaður var tekinn af lífi í dag fyrir að myrða hjákonu sína með bílsprengju. Aðeins liði tveir mánuðir á milli morðsins og aftökunnar. Vitorðsmaður hans var einnig tekinn af lífi og annar dæmdur í lífstíðar fangelsi. Málið hefur vakið mikla hneykslan í Kína þar sem spilling embættismanna hefur mjög verið til umræðu undanfarin misseri. Erlent 5.9.2007 10:42
Meintar galdranornir brenndar lifandi Nemendur við menntaskóla í Suður-Afríku brenndu lifandi tvær fullorðnar konur sem þeir grunuðu um að hafa lagt bölvun á skóla þeirra. Nemendurnir ruddust inn á heimili kvennanna í Natal héraði að drógu þær út á nærliggjandi íþróttaleikvang. Þar helltu þeir yfir þær bensíni og kveiktu í þeim. Erlent 5.9.2007 09:53
Yahoo styrkir stöðuna gegn Google Bandaríska netveitan Yahoo hefur keypt fyrirtækið BlueLithium, sem einbeitir sér að markaðssetningu á netinu. Kaupverð nemur 300 milljónum bandaríkjadala, tæpum 19,5 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum hyggst fyrirtækið styrkja stöðu sína í samkeppninni við netrisann Google. Viðskipti erlent 5.9.2007 09:10
Komið í veg fyrir hryðjuverk Komið var í veg fyrir hryðjuverk þegar danska leyniþjónustan handtók í nótt átta grunaða hryðjuverkamenn í Kaupmannahöfn. Mennirnir eru allir sagðir tengjast al Qaeda. Erlent 4.9.2007 19:08
Finnar rífast um norrænt samstarf Framtíð norræns samstarfs hefur verið margumrætt efni í Finnlandi. Í sumar birti dagblaðið Helsingin Sanomat greinaflokk um efnið. Umræðan hófst með grein sem Sampsa Saralehti skrifaði og staðhæfði að leggja mætti Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina niður. Erlent 4.9.2007 16:17
Hérna eru geiturnar -fljúgum svo Forstöðumenn ríkisflugfélagsins í Nepal fórnuðu tveim geitum síðastliðinn sunnudag til þess að friða skýjaguðinn Akash Bairab. Ástæðan fyrir fórninni var sú að önnur Boeing þota flugfélagsins hafði verið biluð í nokkrar vikur og því þurft að aflýsa mörgum áætlunarferðum. Erlent 4.9.2007 16:05
Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir að nýbirtar tölur bentu til að dregið hafi úr framleiðslu og fjárfestingum fyrirtækja. Greinendur segja fjárfesta enn bjartsýna eftir yfirlýsingu Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, frá því á föstudag að bankinn muni bregðast við þrengingum á bandarískum fasteignalánamarkaði. Viðskipti erlent 4.9.2007 14:54
Stóri bróðir vaktaði höfund stóra bróður Breski rithöfundurinn George Orwell, sem bjó til hugtakið "Stóri bróðir," var sjálfur undir eftirliti þessa bróður án þess að hafa um það hugynd. Orwell skrifaði hina frægu bók 1984 um einræðisríki þar sem allir þegnarnir voru undir stöðugu eftirliti. Sumir þeirra voru reyndar jafnari en aðrir. Erlent 4.9.2007 14:38
Felix nær fullum styrk Fellibylurinn Felxi sem fer nú yfir Mið-Ameríku hefur náð fullum styrk. Hann stefnir hraðbyr á Hondúras og Níkaragva. Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í nótt og 15 þúsund manns komast hvorki lönd né strönd. Erlent 4.9.2007 12:23
Efnavopna Ali hengdur innan mánaðar Hæstiréttur í Írak hefur staðfest dauðadóm yfir Ali Hassan al-Majid frænda Saddams Hussein. Yfirsaksóknari í Írak segir að hann verði hengdur innan þrjátíu daga. Ali Hassan er þekktur undir nafninu Efnavopna Ali. Hann er fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi í íraska hernum. Það voru Kúrdar sem gáfu honum nafnið Efnavopna Ali fyrir fjöldamorð á Kúrdum og sjía múslimum meðan Saddam var við völd. Erlent 4.9.2007 10:25
Þorskurinn að hverfa úr Eystrasalti Fiskimenn á Eystrasalti verða að minnka þorskveiðar sínar um þriðjung á þessu ári ef stofninn á ekki að hverfa, að sögn Evrópusambandsins. Vísindamenn hafa lengi varað við því að ofveiði sé að útrýma þorskstofninum í austurhluta Eystrasaltsins og hafa viljað setja algert veiðibann. Þeir hafa einnig viljað minnka veiðarnar í vesturhlutanum um helming. Erlent 3.9.2007 15:42
Bandarískur almenningur óánægður með þingið Bandarískur almenningur er ekki hrifinn af stjórn demokrata á þingi landsins. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun er aðeins einn af hverjum fimm ánægður. Það er jafnvel verri einkunn en George Bush fær hjá þjóðinni. Demokratar unnu meirihluta í báðum deildum í janúar síðastliðnum og hafa síðan gert hvað þeir hafa getað til þess að þvælast fyrir forsetanum. Erlent 3.9.2007 14:48
Bush í óvæntri heimsókn í Írak George Bush forseti Bandaríkjanna kom í óvænta heimsókn til Íraks, í dag. Robert Gates, varnarmálaráðherra landsins er með honum í ferðinni. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að forsetinn og ráðherrann muni eiga fundi með æðstu foringjum hersins í Írak. Erlent 3.9.2007 13:08
Það er þetta með hann séra Jón Mikil heræfing var haldin á Íslandi í síðasta mánuði. Meðal annars voru sendar hingað þrjár orrustuþotur....gott ef þær voru ekki fjórar. Í dag hófst heræfing NATO í Noregi. Norska blaðið Aftenposten upplýsir að yfir eitthundrað herflugvélar verði á lofti yfir Noregi dag og nótt til fimmtánda september. Erlent 3.9.2007 10:58
Á skilið að deyja fyrir að eyðileggja orðstír Tælands Tælenskur maður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að myrða tvær rússneskar konur sem sátu á Pattaya ströndinni og fylgdust með sólarupprásinni. Morðin voru framin í febrúar síðastliðnum. Ekki hefur verið gefin ástæða fyrir ódæðinu, ef hún var þá einhver. Ofursti í Tælensku lögreglunni sagði að morðinginn ætti dauðadóminn skilið fyrir að hafa eyðilagt orðstír landsins. Erlent 3.9.2007 10:36
Nýr stjóri yfir bjórbrugginu Jørgen Buhl Rasmussen hefur ráðinn forstjóri danska bjórframleiðandans Carlsberg. Hann tekur við af Nils Smedegaard Andersen í byrjun næsta mánaðar en í júní var Andersen ráðinn yfir danska skiparisanum A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Jess Søderberg, fráfarandi forstjóri skipafélagsins, ætlar hins vegar að setjast í helgan stein. Viðskipti erlent 3.9.2007 10:22
Sjálfsvíg í Páfagarði Tuttugu og fimm ára gamall lögreglumaður í Páfagarði lést í dag af skotsárum og er talið að hann hafi framið sjálfsvíg. Lögreglusveit Páfagarðs er talin til úrvalssveita og meðlimir hennar vandlega valdir og þjálfaðir. Ekki síst er fylgst með andlegri heilsu þeirra eftir mikið ofbeldisverk sem var framið í Páfagarði árið 1998. Erlent 3.9.2007 09:51
Yfirtökur hafnar í Zimbabwe Ríkisstjórn Zimbabwes hefur yfirtekið 49 prósenta hlut bandaríska matvælarisans Heinz í stærsta matarolíuframleiðanda landsins. Fyrir þennan hlut voru greiddar 6,8 milljónir dollara. Þetta er fyrsta stóra yfirtakan í Zimbabwe eftir að Robert Mugabe lýsti því yfir að heimamenn myndu fá meiri stjórn á erlendum fyrirtækjum sem starfa í landinu. Erlent 3.9.2007 09:38
Storebrand kaupir líftryggingahluta Handelsbanken Norska tryggingafélagið Storebrand hefur keypt líftryggingahluta sænska bankans Handelsbanken. Kaupverð nemur 18 milljörðum sænskra króna, tæplega 166 milljörðum íslenskra króna. Kaupþing og Exista saman rúman fjórðungshlut í Storebrand.Storebrand stefnir að því að veita líftryggingar sænska bankans í Noregi. Viðskipti erlent 3.9.2007 09:32
Chavez gerist sáttasemjari Hugo Chavez forseti Venesúela hefur ákveðið að taka að sér hlutverk sáttasemjara milli kólumbískra uppreisnarmanna og stjórnvalda þar í landi. Samið verður um lausn gísla sem uppreisnarmenn hafa undir höndum. Chavez tilkynnti áformin eftir samræður við Alvaro Uribe, forseta Kólumbíu. Erlent 1.9.2007 09:53
Mínar túttur eru ekta -Keira Knightley Breska smástirnið Keira Knightley hefur tekið illa vangaveltum fjölmiðla um að brjóst hennar og aðrir mikilvægir líkamshlutar hafi verið stækkaðir í tölvu til þess að gera hana kynþokkafyllri. Knightley er líklega frægust fyrir leik sinn í sjóræningjamyndunum Pirates of the Caribbean með þeim Johnny Depp og Orlando Bloom. Lífið 31.8.2007 16:11
Foreldrar Madeleine í mál við portúgalska fjölmiðla Foreldrar Madeleine McCann ætla að höfða meiðyrða mál gegn portúgölsku blaði sem hélt því fram að þau hafi myrt dóttur sína. Samskipti Gerrys og Kate McCann við fjölmiðla hafa versnað stöðugt undanfarnar vikur. Margir portúgalskir fjölmiðlar vilja gera þau ábyrg fyrir hvarfi dótturinnar. Annaðhvort vegna vanrækslu eða vegna þess að þau hafi hreinlega sjálf orðið henni að bana. Erlent 31.8.2007 15:22
Fjárfestar vongóðir um stýrivaxtalækkun vestra Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hækkaði við opnun fjármálamarkaða þar í landi eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast gegn því að hræringar á hlutabréfamörkuðum muni smita frá sér út í hagkerfið. Þótt Bernanke hafi ekki sagt til um hvort bankinn ætli að lækka stýrivexti segja fjármálaskýrendur flest benda til þess. Viðskipti erlent 31.8.2007 14:56
Ég er svo ánægður að vera hérna uppá konunni minni Stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar þurfa að tjá sig í mörgum löndum. Það eru auðvitað töluð misjöfn tungumál í þessum löndum og það kemur fyrir að boðskapurinn brenglast í þýðingunni. Richard Woolcott sem stýrði ástralska utanríkisráðuneytinu í mörg ár rifjar upp skemmtilegar þýðingarvillur í endurminningum sem hann hefur skrifað um þetta tímabil. Erlent 31.8.2007 14:26
Norskur hvalfangari sökk við bryggju Þrjátíu metra norskur hvalbátur sökk við bryggju i Svolvær í Lofoten síðastliðna nótt. Enginn var um borð. Lögreglan útilokar ekki að unnið hafi verið skemmdarverk. Tilkynning barst um það um hálf þrjú í nótt að Willassen Senior væri að sökkva. Björgunarlið var sent á vettvang. Erlent 31.8.2007 13:25
Bandarísk einkaneysla jókst umfram spár Einkaneysla í Bandaríkjunum jókst um 0,4 prósent á milli mánaða í júlí samanborið við 0,2 prósent í mánuðinum á undan. Þetta er nokkru yfir væntingum. Á sama tíma benda tölur viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna til þess að verðbólga hafi hjaðnað. Greinendur segja greinilegt að bandarískt efnahagslíf hafi verið í hröðum vexti þegar samdráttur varð á bandarískum fasteignalánamarkaði í seinni hluta júlí. Viðskipti erlent 31.8.2007 13:15
Vona að hundkvikindið drepist fljótlega Fyrrverandi þjónustustúlka hjá hóteldrottningunni Leonu Helmsley er ákaflega glöð yfir að hún skuli nú hafa safnast til feðra sinna. Hún segir að nú verði Leona að svara til saka hjá Guði. Og þjónustustúlkan vonar að hundkvikindið Trouble drepist líka sem allra fyrst. Trouble erfði mörghundruð milljónir króna eftir húsmóður sína. Erlent 31.8.2007 11:39
Bremsulausir Færeyingar Flugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways fór út af brautinni í flugtaki frá Færeyjum í morgun. Engan sakaði. Vélin var á leið frá Þórshöfn til Lundúna. Flugmennirnir hættu við flugtak þegar þeir uppgötvuðu að hemlabúnaður virkaði ekki sem skyldi. Hemlabilanir virðast vera viðvarandi vandamál hjá þessu flugfélagi. Erlent 31.8.2007 11:21