Erlent

Stóri bróðir vaktaði höfund stóra bróður

Óli Tynes skrifar
George Orwell.
George Orwell.

Breski rithöfundurinn George Orwell, sem bjó til hugtakið "Stóri bróðir," var sjálfur undir eftirliti þessa bróður án þess að hafa um það hugynd. Orwell skrifaði hina frægu bók 1984 um einræðisríki þar sem allir þegnarnir voru undir stöðugu eftirliti. Sumir þeirra voru reyndar jafnari en aðrir.

Nýfundin skjöl í breska þjóðskjalasafninu hafa leitt í ljós að Orwell, sem raunar hét Eric Blair, var sjálfur undir eftirliti Scotland Yard á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Líf hanns var skoðað í smáatriðum og það var einnig fylgst með eiginkonu hans.

Ástæðan fyrir þessu eftirliti var fortíð rithöfundarins sem anarkisti á öðrum áratug aldarinnar, tengsl hans við kommúnista og bóhemskur klæðaburður hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×