Erlent

Norskur hvalfangari sökk við bryggju

Óli Tynes skrifar
Norskt hvalveiðiskip.
Norskt hvalveiðiskip.

Þrjátíu metra norskur hvalbátur sökk við bryggju i Svolvær í Lofoten síðastliðna nótt. Enginn var um borð. Lögreglan útilokar ekki að unnið hafi verið skemmdarverk. Tilkynning barst um það um hálf þrjú í nótt að Willassen Senior væri að sökkva. Björgunarlið var sent á vettvang.

Fljótlega eftir að menn komu á staðinn lagðist skipið á hafsbotninn. Aðeins stýrishúsið stóð uppúr. Lögreglan segir að kafarar eigi eftir að skoða skipið. Á þessari stundu geti þeir ekkert sagt um hvað gerðist. Skemmdarverk sé eins líklegt og hvað annað.

Það hafa oft verið unnin skemmdarverk á norskum hvalföngurum á undanförnum árum. Það hefur kostað útgerðirnar tugi milljóna króna. Íslenskir hvalbátar hafa einnig orðið fyrir árásum skemmdarverkamanna, eins og menn muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×