Erlent

Fréttamynd

Kjarreldar ógna stóru svæði nærri Los Angeles

Rúmlega 200 íbúum í tveimur smábæjum nærri Palm Springs í Los Angeles hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín vegna mikilla kjarrelda sem breiðast hratt út á svæðinu. Heitir vindar blása á svæðinu og hraða því að eldarnir breiði úr sér. Þeir kviknuðu skömmu eftir miðnætti og 6 klukkustundum síðar höfðu þeir læst sig í 324 hektara landsvæði.

Erlent
Fréttamynd

Rútslys í Pakistan

12 týndu lífi og 60 særðust þegar rúta skall á bíl í Suður-Pakistan. Áreksturinn var svo harður að rútan og bíllinn köstuðust í nærliggjandi gil. Slysið varð nærri bænum Rohri, um 360 kílómetra norð-austur af hafnarborginni Karachi.

Erlent
Fréttamynd

Útlit fyrir að Hillary nái endurkjöri

Allt stefnir í að Hillary Rodham Clinton nái endurkjöri sem öldugadeildarþingmaður fyrir New York í næsta mánuði. Ástand mála mun gott í New York, hún vinsæl meðal flestra, jafnvel þeirra sem kusu hana ekki fyrir 6 árum. Kjósendur í New York segjast flestir ætla að kjósa hana í forsetakosningunum 2008 verði hún í kjöri.

Erlent
Fréttamynd

Virgin Atlantic setur Airbus á salt

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að fresta kaupum á A380 risaþotum frá Airbus. Flugfélagið ætlaði upphaflega að kaupa sex nýja risaþotur, sem eru þær stærstu í heimi, og fá þær afhentar árið 2009. Í dag var hins vegar greint frá því að afhending frestist fram til 2013.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Valgerður fundaði með Ivanov

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með rússneskum starfsbróður sínum, Sergei Lavrov, í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurskautsráðsins í Salekhard í Rússlandi.

Innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármörkuðum í dag í kjölfar minni olíubirgða í Bandaríkjunum en búist hafði verið við og ákvörðunar samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, að draga úr olíuframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ýjaði að hækkun stýrivaxta

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, gaf í skyn í dag að bankinn gæti hækkað stýrivexti á evrusvæðinu á næstunni verði áframhaldandi hagvöxtur á svæðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Léttklæddar konur biðja um að þeim sé nauðgað

Æðsti klerkur múslima, í Ástralíu, hefur vakið mikla reiði með því að segja að léttklæddar konur biðji um að þeim sé nauðgað. Jafnréttisráðgjafi ríkisstjórnarinnar vill að klerkurinn verði rekinn úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Alræmdur fjöldamorðingi tekinn af lífi í Flórída

Danny Harold Rolling, einn alræmdasti fjöldamorðingi Flórídaríkis, var tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Flórída í gærkvöld. Rolling var árið 1994 dæmdur til dauða eftir að hann viðurkenndi að hafa myrt fimm nemendur í háskólabænum Gainsville í Flórída á hrottalegan hátt árið 1990, en hann notaði veiðihníf við morðin.

Erlent
Fréttamynd

Haraldur krónprins hótaði að hefja óvígða sambúð með Sonju

Haraldur konungur Noregs verður sjötugur 21. febrúar næstkomandi og í tilefni af því hefur ævisaga hans verið skráð. Í henni kemur meðal annars fram að það vakti litla hrifningu hjá bæði hirðinni og þjóðinni þegar hann hóf samband sitt við Sonju Haraldsen.

Erlent
Fréttamynd

Loftlagsbreytingar geti leitt til heimskreppu

Ef ríki heimsins grípa ekki til aðgerða gegn loftlagsbreytingum er hætta á mikilli heimskreppu á öldinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans hefur unnið fyrir bresk yfirvöld um áhrif loftlagsbreytinga á efnahagkerfi heimsins.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Shell umfram væntingar

Olíufélagið Shell skilaði 6,9 milljörðum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 471 milljarðs íslenskra króna og talsvert meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Til samanburðar nam hagnaðurinn 7,2 milljörðum dala eða 491,5 milljörðum dala á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bretar að taka til í kjarnorkuverum sínum

Bresk nefnd sem var sett á laggirnar í apríl 2005 og sér um úreldingu gamalla kjarnorkuvera, sagði í morgun að það myndi kosta um 65 milljarða punda, sem samsvarar 8.300 milljörðum íslenskra króna, að hreinsa svæðin sem kjarnorkuverin hefðu verið á.

Erlent
Fréttamynd

Lokaumferð forsetakosninga í Brasilíu fer fram um um næstu helgi

Lokaumferð forsetakosninga í Brasilíu fer fram um næstkomandi helgi. Forseti Brasilíu, Lula da Silva, sem er að reyna að ná kjöri í annað sinn og mótframbjóðandi hans, Geraldo Alckmin, gagnrýndu stefnu hvors annars í efnahagsmálum Brasilíu er þeir héldu sína síðustu kjörfundi fyrir kosningar.

Erlent
Fréttamynd

Ofurfyrirsæta handtekin

Breska lögreglan handtók í dag ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Lögregla handtók hin 36 ára gömlu fyrirsætu þar sem hún var stödd í húsi í Westminster í Lundúnum. Hún var þegar færð til yfirheyrslu. Ekki er vitað hver ástæðan er fyrir handtökunni.

Erlent
Fréttamynd

Samkynhneigð pör fá rétt á við gagnkynhneigð í New Jersey

Dómstóll í New Jersey í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að samkynhneigðum pörum yrðu veitt sömu réttindi og giftum, gagnkynhneigðu fólki. Dómstóllinn lætur það svo í hendur löggjafans í ríkinu að ákveða hvort leyfa eigi samkynhneigðum að ganga í hjónaband.

Erlent
Fréttamynd

Samkomulag um annað ríki en Gvatemala og Venesúela

Fulltrúar Gvatemala og Venesúela hafa komist að samkomulagi um að binda enda á baráttu landanna um sæti til 2 ára í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Eftir er þó að semja um hvaða ríki fái að sækja eitt um sætið sem er annað tvegjga sem tekin eru frá fyrir lönd rómönsku Ameríku. Atkvæða greiðslur á Allsherjarþingi SÞ hófust á ný í dag og engin niðurstaða fengin enda þarf 2/3 atkvæða til að hreppa sætið.

Erlent