Erlent

Tveir handteknir í Kína fyrir að reyna að selja efni til kjarnorkuvopnagerðar

Kínverski utanríkisráðherrann skýrði frá því í morgun að tveir kínverskir Kóreumenn hefðu verið handteknir fyrr í mánuðinum við að reyna að selja auðgað úran, en það er efnið sem notað til þess að búa til kjarnorkusprengjur.

Þeir voru handteknir þann 16. október síðastliðinn á hóteli í úthverfi Peking. Þessar handtökur eiga sér stað stuttu eftir að refsiaðgerðir, vegna kjarorkuprófana Norður-Kóreu, tóku gildi. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði nýlega að Norður-Kóreumenn megi búast við alvarlegum afleiðingum ef þeir reyni að selja efni til kjarnorkuvopnagerðar og að Bandaríkin muni beyta öllum mögulegum aðferðum til þess að koma í veg fyrir slík viðskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×