Erlent

Kjarreldar ógna stóru svæði nærri Los Angeles

MYND/AP

Rúmlega 200 íbúum í tveimur smábæjum nærri Palm Springs í Los Angeles hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín vegna mikilla kjarrelda sem breiðast hratt út á svæðinu. Heitir vindar blása á svæðinu og hraða því að eldarnir breiði úr sér. Þeir kviknuðu skömmu eftir miðnætti og 6 klukkustundum síðar höfðu þeir læst sig í 324 hektara landsvæði.

Eldarnir loga um 145 kílómetra austur af Los Angeles og 27 kílómetra norð-vestur af Palm Springs.

Eitt heimili mun hafa brunnið til grunna og hefur einn maður verið fluttur á sjúkrahús vegna brunasára þegar hann slapp við illan leik úr eldinum.

Fregnir hafa borist af því að slökkviliðsbíls, með um 20 slökkviliðsmönnum innanborðs, sé saknað. Fulltrúar slökkviliðsins á svæðinu hafa ekki viljað staðfesta það.

Búið er að reisa bráðabirgðaskýli fyrir íbúa í bæjunum Twin Pines og Poppet Ranceh en fólki þar hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna eldanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×