Bresk nefnd sem var sett á laggirnar í apríl 2005 og sér um úreldingu gamalla kjarnorkuvera, sagði í morgun að það myndi kosta um 65 milljarða punda, sem samsvarar 8,300 milljörðum íslenskra króna, að hreinsa svæðin sem kjarnorkuverin hefðu verið á.
Breska kjarnorkuverið Sellafield, sem löngum hefur verið þyrnir í augum íslenskra stjórnvalda, er á meðal þeirra kjarnorkuvera sem á að taka fyrir. Breska ríkið, sem á fyrirtækið sem sér um úreldingu og endurnýjun breskra kjarnorkuvera, ætlar sér að selja það í fjórum áföngum. Tvö bandarísk fyrirtæki hafa þegar gert tilboð í hlutina.