Erlent

Alræmdur fjöldamorðingi tekinn af lífi í Flórída

Líkbíll flytur líkið af Rolling úr fangelsinu í Flórída í gær.
Líkbíll flytur líkið af Rolling úr fangelsinu í Flórída í gær. MYND/AP

Danny Harold Rolling, einn alræmdasti fjöldamorðingi Flórídaríkis var tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Flórída í gærkvöld. Rolling var árið 1994 dæmdur til dauða eftir að hann viðurkenndi að hafa myrt fimm nemendur í háskólabænum Gainsville í Flórída á hrottalegan hátt árið 1990, en hann notaði veiðihníf við morðin.

Fram kemur í frétt AP-fréttastofunnar að Rolling hafi sagt að ofbeldi í æsku og ill meðferð í fangelsi hafi leitt til þess að hann myrti nemendurna fimm en hann bar einnig við klofnum persónuleika. Haft er eftir fangelsisyfirvöldum í Flórída að Rolling hafi brostið í söng á síðustu mínútum lífs síns í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×