Erlent

Fréttamynd

Berrassaðir nágrannar

Í Svíþjóð er leyfilegt að mynda nágranna sína berrassaða, jafnvel í ástarleikjum, bara ef þeir vita ekki af því. Þetta er niðurstaða sem kemur eftir tveggja ára vangaveltur.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Wal-Mart jókst um 11,5 prósent

Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á þriðja fjórðungi ársins nam 2,7 milljörðum dala eða tæpum 187 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 11,5 prósenta aukning á milli ára. Afkoman í Bandaríkjunum var slök en þeim mun betri í öðrum löndum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

"Jihad" er ekki heilagt stríð

Islamskur heimspekingur sem átti fund með Benedikt páfa segir að hann sé enginn sérfræðingur í trúfræðum múslima, en þyrsti í meiri fróðleik um trúna og vilji eiga einlægar viðræður við fylgjendur hennar.

Erlent
Fréttamynd

Danir vilja hermenn sína heim frá Írak

Meirihluti Dana er andvígur því að hafa danska hermenn áfram í Írak, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í Jótlandspóstinum í dag. Um 470 danskir hermenn eru í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Rúmlega 100 rænt

Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt.

Erlent
Fréttamynd

Óbreytt verðbólga í Bretlandi

Verðbólga í Bretlandi mældist 2,4 prósent í október sem er óbreytt frá mánuðinum á undan og lægra en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta er sagt auka líkurnar á því að stýrivaxtahækkunin í síðustu viku verði sú síðasta í bráð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íhuga að leyfa konum að kjósa

Stjórnvöld í Saudi-Arabíu eru að íhuga að leyfa konum að bjóða sig fram og kjósa í sveitastjórnarkosningum. Hinsvegar verður þeim ekki leyft að keyra bíl, í bráð, enda beri stjórnvöld ábyrgð á þeim.

Erlent
Fréttamynd

Tap hjá Vodafone Group í Evrópu

Farsímafélagið Vodafone Group, sem er ein stærsta farsímasamtæða í heimi, skilaði 5,1 milljarðs punda taprekstri á fyrri helmingi rekstrarársins, sem lauk í enda september. Þetta svarar til 664 milljarða íslenskra króna. Tapið er að mest tilkomið vegna vandræða í rekstri félagsins í Þýskalandi og á Ítalíu. Hagnaðurinn jókst á sama tíma um 31,5 prósent í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Palestínustjórn er að verða til

Mohammed Shabir, sextugur háskólamaður, verður að öllum líkindum forsætisráðherra í nýrri Palestínustjórn, sem nú er í fæðingu. Tvær helstu stjórnmálahreyfingar Palestínumanna, Hamas og Fatah, hafa komið sér saman um þetta, að því er AP fréttastofan hafði eftir Moussa Abu Marzouk, yfirmanni í höfuðstöðvum Hamas í Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

NATO-ríkin taki sig á

Framkvæmdastjóri NATO skorar á aðildarríkin að verja meiru til varnarmála. Sjö af 26 ríkjum ná lágmarkinu, tveimur prósentum af landsframleiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Meirihluti vill segja skilið við Georgíu

Kjósendur í Suður-Ossetíu samþykktu nánast einróma í atkvæðagreiðslu á sunnudaginn að lýsa yfir formlegu sjálfstæði héraðsins, sem tilheyrir Georgíu en hefur þó notið sjálfstæðis í reynd í meira en áratug.

Erlent
Fréttamynd

Lífskjör næstbest á Íslandi

Noregur, Ísland, Ástralía, Írland og Svíþjóð raða sér í efstu sæti lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (HDI), sem gefinn er út með þróunarskýrslu stofnunarinnar í ár (Human Development Report).

Erlent
Fréttamynd

Kókaín á þinghúsklósettum

Ummerki um að kókaín hafi verið haft um hönd fundust á þremur af 30 klósettum danska þinghússins í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn, að því er danska blaðið BT greindi frá í gær. Þingforsetinn, Christian Mejdahl, segist sleginn og að málið sé tilefni lögreglurannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Jafnaðarmenn auka fylgi sitt

Rúmlega þrjátíu prósent Dana myndu kjósa Jafnaðarmannaflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Er þetta mesta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í skoðanakönnun í meira en tvö ár samkvæmt frétt Jótlandspóstsins á sunnudag.

Erlent
Fréttamynd

Royal og Sarkozy hnífjöfn

Vart má á milli sjá hvort sósíalistinn Segolene Royal eða íhaldsmaðurinn Nicolas Sarkozy myndu hafa betur ef þau ettu kappi í forsetakosningunum í vor. Þetta sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana.

Erlent
Fréttamynd

Ákærðir fyrir að brjóta trúnað

Aðalritstjóri og tveir blaðamenn danska dagblaðsins Berlingske Tidende voru í gær kallaðir fyrir rétt í Kaupmannahöfn, ákærðir fyrir að hafa á árinu 2004 birt upplýsingar úr dönskum leyniþjónustuskýrslum.

Erlent
Fréttamynd

Scheffer brýnir NATO-þjóðir

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, skoraði í gær á aðildarþjóðirnar að taka sig á og verja meira fé til varnarmála. Aðeins sjö af 26 NATO-ríkjum verja í þau fullum tveimur prósentum af landsframleiðslu, eins og NATO ætlast til að hvert og eitt þeirra geri.

Erlent
Fréttamynd

Skógar að stækka á ný

Ný skýrsla heldur því fram að skógar séu aftur að sækja í sig veðrið. Skýrslan komst að því að aukning á skógum sé fyrir hendi í nærri öllum löndum þar sem einstaklingar hafa meira en 4.600 dollara, eða 318.000 krónur, í árstekjur hafi skógar stækkað.

Erlent
Fréttamynd

Minnismerki reist til heiðurs Martin Luthers King Jr.

Mannréttindafrömuðir í Bandaríkjunum tóku í dag fyrstu skóflustungu að minnismerki um Martin Luther King Jr. Alls höfðu um 5.000 manns safnast saman og voru þau hvött af fyrrum aðstoðarmanni Martin Luther Kings Jr. til þess að hafa hugsjónir hans í heiðri um ókomna tíð.

Erlent
Fréttamynd

Ítalska ríkisstjórnin slakar á lögum um eiturlyf

Ítalska ríkisstjórnin hækkaði í dag það magn af kannabisi sem löglegt er að vera með á sér án þess að vera handtekinn um helming. Samkvæmt nýju lögunum verður löglegt að vera með allt að 40 kannabisvindlinga á sér.

Erlent
Fréttamynd

Tony Blair hvetur til samvinnu í málefnum Mið-Austurlanda

Í mikilvægri ræðu um utanríkismál sagði Tony Blair að mikilvægt væri að vinna með öllum löndum í Mið-Austurlöndum að friði og að það þýddi samstarf með Írönum og Sýrlandi. Talsmaður Blairs sagði hins vegar eftir ræðuna að þetta þýddi ekki að gefið yrði eftir í stefnu Bretlands varðandi þessi tvö ríki.

Erlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra Georgíu líkir Rússum við nasista

Utanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Baramidze, bætti í dag olíu á eldinn í samskiptum þeirra við Rússa þegar hann bar meðferð Rússa á Georgíumönnum í Rússlandi við meðferð nasista á gyðingum á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar.

Erlent