Erlent

Berrassaðir nágrannar

Í Svíþjóð er leyfilegt að mynda nágranna sína berrassaða, jafnvel í ástarleikjum, bara ef þeir vita ekki af því. Þetta er niðurstaða sem kemur eftir tveggja ára vangaveltur.

Maður í Malmö varð uppvís að því að mynda nágranna sína með leynd, út um glugga á húsi sínu. Kona sem sá hann við þá iðju kærði til lögreglunnar, sem handtók manninn og lagði hald á myndasafn hans. Í því voru engar myndir af konunni sem kærði, og hún gat því ekkert mál höfðað.

Hinsvegar voru myndir af einum tuttugu öðrum nágrönnum. Þar voru þeir að elda mat, horfa á sjónvarp og jafnvel að elskast. Niðurstaðan eftir langa ígrundun var sú að blygðunarkennd þeirra hefði ekki verið særð, þar sem þeir hafi ekki vitað af myndatökunni. Málinu var því vísað frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×