Erlent

Scheffer brýnir NATO-þjóðir

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, skoraði í gær á aðildarþjóðirnar að taka sig á og verja meira fé til varnarmála. Aðeins sjö af 26 NATO-ríkjum verja í þau fullum tveimur prósentum af landsframleiðslu, eins og NATO ætlast til að hvert og eitt þeirra geri.

Ísland er eina NATO-ríkið sem hefur engin útgjöld til varnarmála á fjárlögum. Við brottför varnarliðsins hefur réttlæting Íslendinga fyrir því að þeir spari sér þennan útgjaldalið veikst til muna. Tvö prósent af landsframleiðslu Íslands samsvarar um tuttugu milljörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×