Erlent

Minnismerki reist til heiðurs Martin Luthers King Jr.

Athöfnin var tilfinningaþrungin og fékk margan harðnaðan karlmanninn til þess að tárast.
Athöfnin var tilfinningaþrungin og fékk margan harðnaðan karlmanninn til þess að tárast. MYND/AP

Mannréttindafrömuðir í Bandaríkjunum tóku í dag fyrstu skóflustungu að minnismerki um Martin Luther King Jr. Alls höfðu um 5.000 manns safnast saman og voru þau hvött af fyrrum aðstoðarmanni Martin Luther Kings Jr. til þess að hafa hugsjónir hans í heiðri um ókomna tíð.

Meðal gesta voru Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey sem og demókratinn Barack Obama, sem er eini svarti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna og hugsanlegur forsetaframbjóðandi árið 2008. Áætlað er að vinnu við minismerkið ljúki árið 2008 og verða þá 40 ár síðan Martin Luther King Jr. var myrtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×