Erlent

Fréttamynd

Rauði dregillinn of stuttur fyrir Elísabet II

Fyrsta opinbera heimsókn Elísabetar Bretadrottningar til Bandaríkjanna í 16 ár dróst um tæpan hálftíma þar sem rauði dregillinn var fimm metrum of stuttur. Flugvél drottningarinnar lenti í Virginíu ríki á áætluðum tíma í gær. Þá kom í ljós að fimm metra vantaði upp á að dregillinn næði að langanginum. Heiðursvörðurinn og annað starfsfólk var 25 mínútur að kippa því í liðinn, á meðan fimm þúsund manns biðu eftir að bera heiðursgestinn augum.

Erlent
Fréttamynd

Dönsk fermingarbörn fá áfengisfræðslu

Dönsk fermingarbörn fá nú fræðslu um áfengismál í fermingarfræðslunni. Danskir vínframleiðendur og innflytjendur hafa tekið höndum saman við kirkjuna um málið og eru unglingar varaðir við að þótt þeir teljist í fullorðinna manna tölu eftir fermingu, sé heili þeirra ekki fullþroskaður fyrr en um tvítugt. Áfengisdrykkja á unglingsárum geti tafið og truflað þann þroska.

Erlent
Fréttamynd

Forskot Sarko eykst

Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Nicolas Sarkozy aukið forskot sitt á Segolene Royal fyrir síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Íhaldsflokkurinn sigraði

Verkamannaflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi þegar kosið var til sveitarstjórna í Bretlandi og til velska og skoska þingsins í gær en íhaldsmönnum vegnaði vel. Framkvæmd kosninganna í Skotlandi virðist hafa verið mjög ábótavant.

Erlent
Fréttamynd

Chavez hótar að þjóðnýta banka

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hótaði því í gær að þjóðnýta banka landsins sem og stærsta stálframleiðanda þess. Hann sakaði þau um óeðlilega viðskiptahætti.

Erlent
Fréttamynd

Einn af fyrstu geimförum Bandaríkjanna látinn

Bandaríski geimfarinn Walter Schirra er látinn, 84 ára að aldri. Hann var einn af hinum fyrstu sjö Mercury geimförum, sem fóru í fyrstu geimferðir Bandaríkjamanna. Schirra var eini geimfarinn sem flaug bæði Mercury, Gemini og Apollo geimförum. Hann var tilraunaflugmaður hjá Bandaríska flotanum áður en hann gekk til liðs við NASA árið 1959.

Erlent
Fréttamynd

Hræddur við konu í rauðum kjól

Utanríkisráðherra Írans gekk í gær út úr kvöldverðarboði sem haldið var við lok ráðstefnu um málefni Íraks, í Egyptalandi. Íranar segja að ástæðan hafi verið sú að rússnesk kona sem lék á fiðlu fyrir gestina hafi verið í of flegnum rauðum kjól. Bandarískir embættismenn halda því fram að rauði kjóllinn hafi ekki verið ástæðan, heldur hafi Manouchehr Mottaki fyllst skelfingu þegar hann sá að hann átti að sitja andspænis Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboð gert í Reuters

Gengi bréfa í Reuters, einni stærstu fréttastofu í heimi, hækkaði um 24 prósent við opnun markaða í Lundúnum í Bretlandi í dag eftir að stjórn fyrirtækisins greindi frá því að henni hefði borist óformlegt yfirtökutilboð í félagið. Ekki liggur fyrir frá hverjum tilboðið er.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ferfætta brúðurin fallin frá

Frægasta geit Súdans hefur safnast til feðra sinna. Hún hét Rósa. Rósa varð fræg fyrir það að maður að nafni Charles Tombe var neyddur til að kvænast henni. Tombe var gripinn þar sem hann var í áköfum samförum við Rósu. Svo áköfum að eigandi hennar vaknaði af værum blundi og stóð hann að verki. BBC fréttastofan sagði fyrst frá þessu á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð óbreytt

Lítil breytinga varð á heimsmarkaðsverði á hráolíu við lokun markaða í Asíu í dag. Fjárfestar töldu verðhækkanir í farvatninu í kjölfar þess að skæruliðar myrtu einn mann og rændu 21 einum starfsmanni erlends olíufélags í Nígeríu í gær. Skærur við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu eru tíðar og hafa dregið mjög úr olíuframleiðslu Afríkuríkisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Geta ekki unnið fyrir hið opinbera

Atvinnumálaráðherra Danmerkur, Claus Hjort Frederiksen, segir að konur sem neiti að taka í hönd karlmanns eða hylji andlit sitt geti ekki unnið fyrir hið opinbera. Umræðan um konur í múslimskum klæðnaði hefur farið hátt í Danmörkun undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Breski verkamannaflokkurinn tapar miklu fylgi

Verkamannaflokkurinn breski hefur tapað miklu fylgi í sveitastjórnarkosningum í Englandi sem fram fóru í gær. Þá tapaði hann einnig fylgi í þingkosningum í Skotlandi og Wales. Engu að síður tapaði hann ekki jafn miklu fylgi og stjórnmálaskýrendur höfðu spáð.

Erlent
Fréttamynd

Tveir hermenn reyndu flugrán á Kúbu

Tveir kúbverskir hermenn reyndu í nótt að ræna flugvél á flugvellinum í Havana á Kúbu. Þeir tóku foringja úr hernum í gíslingu og tóku hann af lífi stuttu síðar. Mennirnir tveir voru að reyna að flýja úr hernum. Lögregla reyndi þá að frelsa gísla sem hermennirnir höfðu í haldi og eftir langan skotbardaga náði lögregla að yfirbuga þá.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur kröfðust afsagnar Olmerts

Hundrað þúsund manns komu saman í miðborg Tel Aviv í Ísrael í gærkvöldi til að krefjast afsagnar Ehuds Olmerts, forsætisráðherra landsins, vegna stríðsins í Líbanon í fyrra. Svört skýrsla um stríðsreksturinn var rædd á Ísraelsþingi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Frambjóðendur repúblikana taka þátt í kappræðum

Fyrstu kappræður frambjóðenda repúblikana fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Stríðið í Írak og réttindi til fóstureyðingar voru á meðal þeirra efna sem mest var rætt um. Kappræðunum lauk með almennum stuðningi við stríðið í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Rætt um öryggisástandið í Írak í Egyptalandi í dag

Í dag fara fram í Egyptalandi umræður um öryggisástandið í Írak. Í Egyptalandi er nú alþjóðleg ráðstefna um málefni Íraks og er þetta síðari dagurinn. Nágrannar Íraks, Sýrland og Íran, munu ræða við fulltrúa Evrópusambandsins og þjóða í G8 hópnum.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan farin að sekta vegna nagladekkja

Lögreglumenn eru farnir að sekta ökumenn, sem enn aka á nagladekkjum, en frestur til að skipta yfir á sumardekk rann út um miðjan síðasta mánuð. Sektin er fimm þúsund krónur á dekk, eða tuttugu þúsund ef dekkin eru öll negld. Tíu ökumenn voru sektaðir í Hveragerði og á Selfossi í gærkvöldi og voru margir þeirra á öllum dekkjum negldum.

Innlent
Fréttamynd

100 tonna risaeðla í Ástralíu

Steingervingar af tveim risastórum risaeðlum hafa fundist í Ástralíu. Eðlurnar eru af tegundinni Titanosaurus og langstærsta tegund sem fundist hefur í landinu til þessa. Þær hafa verið um 100 tonn að þyngd og milli 26 og 35 metra langar. Þær reikuðu um sléttur Ástralíu fyrir 98 milljónum ára.

Erlent
Fréttamynd

Myndin sem hneykslaði Íran

Strangtrúaðir í Íran eru í uppnámi vegna þess að forseti landsins Mahmoud Ahmadinejad faðmaði að sér gamla kennslukonu sína og kyssti á hönd hennar. Dagblaðið Hizbolla segir að annað eins hafi ekki sést síðan á dögum keisaratímabilsins.

Erlent
Fréttamynd

Neydd til að fæða dauðvona barn

Sautján ára gömul írsk stúlka berst nú fyrir því fyrir hæstarétti á Írlandi að fá að fara til Bretlands til þess að láta eyða fóstri sem á sér engar lífslíkur þótt hún fæði það. Fóstrið er svo vanþroskað á höfði að það vantar á það bæði stóran hluta af höfuðkúpunni og heilanum. Læknar telja það mest geta lifað í þrjá daga eftir fæðingu.

Erlent
Fréttamynd

Danir ætla að banna blæjur

Danska ríkisstjórnin vill setja lög sem gera atvinnurekendum kleift að banna múslimakonum að ganga með slæður eða búrka í vinnunni. Kveikjan að þessu er að barnfóstra í Óðinsvéum neitaði að taka af sér slæðuna við gæslu barna. Bæjarstjórnin þar leitaði til stjórnvalda þar sem hún var ekki viss um að hún hefði heimild til þess að úrskurða í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Banna sölu á LaSalle frá ABN Amro

Hollenskur dómsstóll hefur meinað hollenska bankanum ABN Amro að selja LaSalle-bankann, útibú ABN Amro í Bandaríkjunum. Til stóð að selja bankann til Bank of America fyrir 21 milljarð dala, jafnvirði 1.342 milljóna íslenskra króna, til að greiða fyrir yfirtöku breska bankans Barclays á ABN Amro.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

General Motors hagnast um fjóra milljarða

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, segir afkomuna engu að síður á réttu róli.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Felldu upplýsingafulltrúa al-Kaída í Írak

Bandaríski herinn í Írak skýrði frá því í dag að þeir hefðu fellt upplýsingafulltrúa al-Kaída í Írak. Talsmaður hersins sagði að hann hefði verið viðriðinn mannránið á bandarísku blaðakonunni Jill Carroll og fleiri útlendingum.

Erlent
Fréttamynd

Brjóst í pósti

Eins og margar danskar vændiskonur er Kirsten með heimasíðu. Þar er meðal annars að finna myndir af henni. Nýlega fékk Kirsten bréf frá fyrirtæki sem heitir "Helth Care Danmark." Þar segir meðal annars: "Með tilliti til líkamsbyggingar og hæðar yrðir þú gríðarlega flott með stærri barm, C 75, viljum við gera þér tilboð og ráðleggingar. Hringdu til okkar til að fá tíma."

Erlent
Fréttamynd

Telja Sarkozy hafa staðið sig betur

Franskir kjósendur telja að Nicolas Sarkozy hafi haft betur í baráttu sinni við Sególene Royal í kappræðum þeirra í frönsku sjónvarpi í gær. Þetta kemur fram í könnun sem birt var í dag. Hún var gerð eftir kappræðurnar sem voru líflegar og spennandi. Í henni sögðu 53% aðspurðra Sarkozy hafa staðið sig betur en aðeins 31% völdu Sególene.

Erlent
Fréttamynd

Færast nær friðarsamkomulagi

Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher drottins (Lord's Resistance Army) færðust í gærkvöldi einu skrefi nær því að binda endi á tveggja áratuga borgarastyrjöld í landinu. Báðir aðilar skrifuðu þá undir annan hluta friðarsamkomulags en þeir sættust á vopnahlé á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Heigullinn af Titanic fær uppreist æru

Hinn illræmdi skúrkur frá Titanic slysinu hefur nú fengið uppreist æru með bréfi sem einkaritari hans skrifaði skömmu eftir slysið. Sir Cosmo Duff Gordon var hataður og fyrirlitinn í Bretlandi eftir að Titanic sökk. Því var haldið fram að hann hefði borgað fyrir að komast um borð í björgunarbát, og mútað áhöfn hans til að snúa ekki aftur að skipinu til þess að bjarga fleiri farþegum.

Erlent