Erlent

Mótmælendur kröfðust afsagnar Olmerts

Frá mótmælunum í gærkvöldi.
Frá mótmælunum í gærkvöldi. MYND/AFP
Hundrað þúsund manns komu saman í miðborg Tel Aviv í Ísrael í gærkvöldi til að krefjast afsagnar Ehuds Olmerts, forsætisráðherra landsins, vegna stríðsins í Líbanon í fyrra. Svört skýrsla um stríðsreksturinn var rædd á Ísraelsþingi í gær.

Þrátt fyrir mikinn þrýsting hefur Olmert neitað að segja af sér og segist hann ætla að fara að tilmælum skýrslunnar. Hann nýtur enn stuðnings flokksmanna sinna og lifði af vantrauststillögu í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×