Erlent

Fréttamynd

Bush svarar fyrir sig -harkalega

George Bush hefur loksins svarað sífellt harkalegri gagnrýni Jimmys Carter fyrrverandi forseta á sig og forsetatíð sína. Carter sem er demókrati hefur meðal annars sagt að Bush sé versti forseti sem Bandaríkin hafi nokkrusinni átt. Carter húðskammaði einnig Tony Blair fyrir stuðning hans við Bush.

Erlent
Fréttamynd

Mikið mannfall í Líbanon

Yfir fimmtíu manns hafa fallið og tugir særst í átökum líbanska hersins og skæruliðasamtaka sem tengjast al-Kæda. Þetta eru mestu átök sem orðið hafa í landinu síðan í borgarastríðinu á seinni hluta síðustu aldar. Herinn beitti bæði skriðdrekum og sprengjuvörpum til þess að skjóta á vígi Fatah -al Islam samtakanna sem halda til í 40 þúsund manna flóttamannabúðum Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Háar stunur á svölunum

Hjón í Middelfart á Fjóni í Danmörku vöknuðu við einhvern undarlegan hávaða síðastliðna nótt. Eftir að hafa hlustað nokkra stund fóru þau framúr til þess að kanna hvaða hljóð þetta væru og hvaðan þau kæmu. Þau gengu á hljóðið og sú ganga leiddi þau að svaladyrunum. Þau kíktu út.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelskir skriðdrekar komnir inn á Gaza

Ísraelska ríkisstjórnin ákvað í dag að herða hernaðaraðgerðir á Gaza ströndinni til þess að stöðva eldflaugaárásir Hamas liða á Ísrael. Palestínumenn óttast að þetta þýði að ísraelski herinn ráðist inn á svæðið, með fyrirsjáanlegum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Elskar ennþá górilluna

Fimmtíu og sjö ára gömul hollensk kona sem górilla beit í dýragarðinum í Rotterdam í gær, segir að hún elski ennþá górilluna Bokito. Konan segir í viðtali við hollenska dagblaðið Telegraaf að hún fari nær daglega í dýragarðinn ásamt eiginmanni sínum. Þau hafi tekið ástfóstri við Bokito og eigi meira að segja myndir af honum frá því hann var fjögurra mánaða gamall.

Erlent
Fréttamynd

Forseti í megrunarleiðangur

Jalal Talabani forseti Íraks er farinn til Bandaríkjanna í nokkurra vikna megrunarkúr. Forsetinn sem losar sjötugt ætlar að nota tækifærið til þess að hvíla sig. Talabani lagði áherslu á að hann væri ekki haldinn neinum sjúkdómi. Heilsa hans væri góð, en hann væri of feitur. Ef Guð lofaði myndi hann ráða bót á því í ferðinni.

Erlent
Fréttamynd

Harry fer til Afganistans

Harry bretaprins verður sendur til herþjónustu í Afganistans, að sögn breska blaðsins News of The World. Breska herstjórnin tók í síðustu viku þá ákvörðun að senda hann ekki til Íraks, eins og til stóð. Áhættan var talin of mikil þar sem fjölmörg samtök hryðjuverkamanna höfðu lýst því yfir að það yrði forgangsverkefni að ræna honum og myrða.

Erlent
Fréttamynd

Líbanski herinn berst við al-Kæda

Að minnsta kosti ellefu manns féllu í bardögum milli líbanska hersins og hryðjverkasveita tengdum al-Kæda í norðurhluta landsins í dag. Bardagarnir hófust, eftir að líbanskar öryggissveitir réðust inn í hús í Trípólí til þess að handtaka menn sem grunaðir eru um bankarán í höfuðborginni í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tugþúsundir mótmæla Chavez

Tugþúsundir manna mótmæltu því í dag á götum úti að Hugo Chavez forseti Venesúela ætlar að loka elstu einareknu sjónvarpsstöð landsins. Chavez telur stöðina ekki holla sér og sakar hana um að hafa átt þátt í að reyna að steypa sér af stóli árið 2000. Chavez hefur löngum átt í útistöðum við einkareknar sjónvarpsstöðvar.

Erlent
Fréttamynd

Carter úthúðar Blair

Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gagnrýndi Tony Blair óvægilega í viðtali við BBC útvarpsstöðina í dag. Carter sagði að óbilandi stuðningur Blairs við innrásina í Írak hefði verið harmleikur. Carter var frá upphafi á móti innrásinni og hefur alla tíð talað gegn stríðsrekstrinum í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Hver tekur við af Wolfowitz ?

Ólíklegt er að Evrópuríki sem tóku höndum saman um að hrekja Paul Wolfowitz úr starfi bankastjóra Alþjóðabankans leggi í átök við Bandaríkin um hver verður næsti bankastjóri. Hefð er fyrir því að bankastjórinn sé Bandaríkjamaður þar sem Bandaríkin leggja langmest fé til bankans.

Erlent
Fréttamynd

Ráðist á þýska hermenn í Afganistan

Þrír þýskir hermenn og sex óbreyttir borgarar féllu í sprengjuárás í Afganistan í dag. Hermennirnir höfðu stigið út úr jeppa sínum og voru að fara inn í verslun þegar sprengjan sprakk. Talibanar hafa lýst tilræðinu á hendur sér. Talibanar eru nú óðum að skríða úr vetrarhíði sínu og segjast hafa þjálfað hundruð

Erlent
Fréttamynd

Svíar leystir úr prísund

Þrem Svíum hefur verið sleppt úr haldi í Eþíópíu. Þeir höfðu verið þar í haldi síðan í janúar. Svíarnir voru meðal tuga manna sem voru handteknir þegar þeir flúðu bardagana í Sómalíu. Sænska ríkisstjórnin hafði krafist þess að mönnunum yrði sleppt, nema stjórnvöld í Eþíópíu tilgreindu lagaleg rök fyrir að halda þeim.

Erlent
Fréttamynd

Ísrael verður ekki þurrkað út af landakaortinu -Íran

Utanríkisráðherra Írans sagði í dag að ekki sé hægt að þurrka neitt land út af landakortinu. Manouchehr Mottaki sagði að ekki ætti að skilja orð forseta Írans í þá veru sem hótun gagnvart Ísrael. Mottaki lét þessi orð falla á blaðamannafundi í Jórdaníu.

Erlent
Fréttamynd

Þegar Emma varð reið

Það hafa verið sagðar sögur af konum sem hafa farið með skærin í fataskáp eiginmannsins í skilnaðardeilum. Ekki hún Emma Thomason. Hún gerði gott betur. Emma býr í Whitehaven í Bretlandi. Hún var að fara að ganga að eiga Jason Wilson, kærastann sinn til margra ára. Þau eru bæði rúmlega tvítug og voru farin að búa saman.

Erlent
Fréttamynd

Michael Moore sló í gegn í Cannes

Hinum dáða og hataða kvikmyndagerðarmanni Michael Moore var fagnað gríðarlega eftir að kvikmynd hans "Sicko" hafði verið frumsýnd í Cannes í dag. Í þessari nýjustu mynd sinni tekur hann fyrir heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Þar finnst honum ýmsu ábótavant. Svo ekki sé meira sagt.

Erlent
Fréttamynd

37 milljónir til atvinnulausra ungmenna

Tilkynnt var um stofnun Fjölsmiðju á Akureyri á aðalfundi Rauða kross Íslands í dag. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ungmennum er hjálpað við að finna sér stað í vinnu eða námi.

Innlent
Fréttamynd

Risavaxnar öldur fletja út hús í Indónesíu

Risavaxnar öldur hafa eyðilagt hundruð húsa meðfram ströndum Indónesíu í dag. Baðströndum hefur verið lokað fyrir ferðamönnum og fiskimenn halda sig heima. Veðurfræðingar segja að þetta séu hvorki flóðbylgjur vegna jarðskjálfta né árlegra veðurfarsbreytinga. Líklegast sé þetta vegna mikilla vinda á hafi úti.

Erlent
Fréttamynd

Handteknir fyrir að grýta unglingsstúlku í hel

Fjórir menn hafa verið handteknir vegna morðsins á hinni 17 ára gömlu Dú'u Khalil Aswad sem var grýtt í hel í norðurhluta Íraks í byrjun apríl. Ástæðan fyrir morðinu var sú að Dú'a hafði orðið ástfangin af pilti af öðrum trúflokki. Dú'a tilheyrði trúflokknum Yezidi. Þeir tala kúrdisku en líta ekki á sig sem Kúrda. Þegar múgur hóf að leita hennar leitaði hún hælis hjá trúarleiðtoga. Þaðan var hún dregin út á götu.

Erlent
Fréttamynd

Irwing hent út af bókamessu

Breski sagnfræðingurinn David Irwing var rekinn út af alþjóðlegri bókamessu í Varsjá, höfuðborg Póllands í dag. Þar ætlaði hann að kynna bækir sínar. Irwing er einkum þekktur fyrir að neita því að helför Gyðinga hafi átt sér stað í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 2005 var hann handtekinn fyrir þær sakir í Austurríki og sat eitt ár í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Górilla slapp úr búri sínu

Skelfing greip um sig í dýragarði í Rotterdam í gær þegar górilluapinn Bokito slapp út úr búri sínu. Fólk flúði í allar áttir og varð af talsverður troðningur. Bokito sem er sagður alla jafna skapgóður og blíður kunni þessum látum illa og slæmdi höndunum í fjóra gesti, sem hlutu af einhver meiðsli.

Erlent
Fréttamynd

Paulson ekki á fundi iðnríkjanna

Fundur fjármálaráðherra átta stærstu iðnríkja heims hófst í Potsdam í Þýskalandi í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var hins vegar fjarri góðu gamni en hann sagðist hafa vera of önnum kafinn til að mæta á fundinn en þar verður meðal annars rætt um nauðsyn þess að setja fjárfestingasjóðum þrengri skorður.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fundur rússa og ESB endar í þykkju

Leiðtogar Evrópusambandsins og Rússlands skiptust á harðri gagnrýni vegna mannerttindarmála á ráðstefnu í Rússlandi í dag. Fundur leiðtoganna sýndi að aðilarnir skiptast í tvo andstæða hópa.

Erlent
Fréttamynd

Kínverskur háskóli skyldar nýnema í þungunarpróf

Skólastjórn tækniháskóla í vestur hluta Xinjiang héraðs í Kína segir þungunarpróf sem nemendur eru látnir taka sem hluta af inntökuprófi sýni samfélagslega ábyrgð. Tæplega 80 prósent nýnema heimavistarskólans eru stúlkur á aldrinum 17 til 18 ára. Prófið hefur verið framkvæmt í nokkur ár og þær sem reynast barnshafandi eru beðnar að hætta.

Erlent
Fréttamynd

Microsoft stefnir á aukna markaðshlutdeild

Bandaríski tölvurisinn Microsoft greindi frá því dag að hann ætli að kaupa bandaríska markaðsfyrirtækið Aquantive. Kaupverð nemur sex milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 380 milljarða íslenskra króna. Þetta eru umsvifamestu fyrirtækjakaup Microsoft til þessa sem verða að öllu leyti greidd út í beinhörðum peningum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam

Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Meinuðu Kasparov og fréttamönnum að komast á fundarstað

Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn.

Erlent
Fréttamynd

Karlmenn hættir að slá konum gullhamra

Karlmenn eru orðnir of meðvitaðir um rétta og viðeigandi háttsemi á vinnustöðum. Þeir eru þess vegna mikið til hættir að slá kvenkyns vinnufélögum sínum gullhamra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir framleiðanda Loire Valley hvítvínsins. Um 65 prósent kvenna grunar einnig að á bakvið jákvæða athugasemd karlkyns samstarfsfélaga, eða nýs kunningja, liggi alltaf eitthvað meira.

Erlent
Fréttamynd

Mikil spenna á fundi Rússa og ESB

Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum.

Erlent
Fréttamynd

EMI opnar sig fyrir fjárfestum

Breska útgáfufyrirtækið EMI er sagt hafa opnað bókhald sitt fyrir nokkrum bjóðendum sem hyggjast leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Fréttastofa Reuters segir nokkra aðila horfa til kaupa í félaginu. Þar á meðal eru nokkrir stórir fjárfestingasjóðir og bandaríski útgáfurisinn Warner Music.

Viðskipti erlent