Erlent

Mikið mannfall í Líbanon

Óli Tynes skrifar

Yfir fimmtíu manns hafa fallið og tugir særst í átökum líbanska hersins og skæruliðasamtaka sem tengjast al-Kæda. Þetta eru mestu átök sem orðið hafa í landinu síðan í borgarastríðinu á seinni hluta síðustu aldar. Herinn beitti bæði skriðdrekum og sprengjuvörpum til þess að skjóta á vígi Fatah -al Islam samtakanna sem halda til í 40 þúsund manna flóttamannabúðum Palestínumanna.

Yfirvöld segja að tuttugu og þrír hermenn og nítján skæruliðar hafi fallið í átökunum. Hitt voru óbreyttir borgarar. Yfirvöld segja að Fatah al-Islam beri ábyrgð á mörgum hryðjuverkum í landinu.

Þau eru einnig sökuð um að vera höll undir Sýrlendinga, og að vilja koma í veg fyrir að settur verði á stofn rannsóknardómstóll vegna morðsins á Rafik al-Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×