Erlent Hagnaður Ryanair jókst umfram væntingar Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, hagnaðist um 401,4 milljónir evra, jafnvirði 34,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta rekstrarári, sem lauk í enda mars á þessu ári. Þetta er 33 prósenta aukning á milli ára.Michael O'Leary, forstjóri flugfélagsins, gagnrýndi bresk stjórnvöld hins vegar harðlega vegna hárra stýrivaxta sem hafi komið harkalega við flugfélagið. Viðskipti erlent 5.6.2007 12:39 Hikk hikk húrra Margir Svíar eru ærir af gleði yfir því að Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að sænska ríkið hefði ekki heimild til þess að banna einstaklingum að kaupa áfengi á netinu. Einni klukkustund eftir að fregnirnar bárust höfðu yfir 13000 manns tekið þátt í skoðanakönnun sænska Aftenposten um hvort þetta væru góðar eða slæmar fréttir. Um 75 prósent sögðust mundu versla á netinu. Erlent 5.6.2007 11:14 Hlutabréf hækkuðu í Kína Gengi hlutabréfa á markaði í Sjanghæ í Kína hækkaði um 2,5 prósent við lok viðskipta í dag. Þykir ljóst að markaðurinn hafi hrist af sér rúmlega átta prósenta lækkun sem varð á hlutabréfamarkaði í landinu í gær. Viðskipti erlent 5.6.2007 11:06 Hristu kínverska hrunið af sér Bandarísku hlutabréfavísitölurnar Dow Jones og Standard & Poor's 500 hristu af sér lækkanir í fyrstu viðskiptum dagsins í Bandaríkjunum í kjölfar hruns á kínverska hlutabréfamarkaðnum og fór í methæðir við lokun markaða. Viðskipti erlent 4.6.2007 21:16 Ólíklegt að ákært verði Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. Erlent 4.6.2007 18:23 Miðar á Evrópu verði ekki hætt við Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. Erlent 4.6.2007 18:16 Konungsskipið bjargaði ungum Svíum Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að allt fór í háaloft í knattspyrnuleik Dana og Svía á föstudaginn, mátti sjá hina hliðina á samskiptum landanna. Danska konungsskipið Dannebrog bjargaði tveim ungum Svíum úr sjávarháska. Erlent 4.6.2007 16:51 Máli vísað frá í Gvantanamo Bandarískur yfirdómari herdómstóls í Gvantanamo fangabúðunum á Kúbu, hefur vísað frá öllum ákærum á hendur ungum Kanadamanni. Dómarinn sagði að Kanadamaðurinn, Omar Khadr félli ekki undir hans lögsögu. Erlent 4.6.2007 16:29 Íranar borga ekki kjarnorkuverið Rússar segja að Íranar hafi ekki borgað nema brot af því sem þeir eigi að inna af hendi fyrir aðstoð Rússa við smíði Bushehr kjarnorkuversins. Íranar neita þessu og segja að Rússar seinki verkinu vegna þrýstings frá Vesturlöndum. Erlent 4.6.2007 16:15 Farðu til Rómar og vertu skakkur Ef þú hefur einusinni komið til Rómar þá þráir þú að fara þangað aftur. Ítalskir vísindamenn hafa nú kannski uppgötvað ástæðuna fyrir því að Róm verður vanabindandi. Þeir voru að mæla loftmengun með nýjum og fullkomnum tækjum. Auðvitað fundu þeir merki um útblástur frá bílum, í andrúmsloftinu. En þeir fundu líka kókaín, nikótín, koffín og hass. Erlent 4.6.2007 14:38 Tugthúsmyndin af París Þegar fólk er sett í tugthús er venjan að taka af því ljósmyndir fyrir fangaskrána. Það var auðvitað gert þegar París Hilton kom í fangelsið í dag til þess að afplána 23 daga fangelsisvist í dag. Og líklega er þetta flottasta fangaportrett sem lengi hefur verið tekið af nýjum fanga í Lynwood fangelsinu í Kaliforníu. Smellið á "meira" til þess að sjá myndina af París. Erlent 4.6.2007 14:17 Blair setti sjö lög á dag Sjö ný lög hafa verið samþykkt á breska þinginu á hverjum einasta degi frá því Tony Blair tók við völdum fyrir tíu árum. Að meðaltali 2.685 lög voru samþykkt á ári í valdatíð hans. Það var 22 prósent aukning frá áratugnum á undan, þegar Íhaldsflokkurinn fór með völd. Þetta er til viðbótarl lögum sem hefur þurft að samþykkja Erlent 4.6.2007 14:02 Olíuverð sveiflaðist í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu sveiflaðist nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og liggur verð á Brent Norðursjávarolíu við 69 dölum á tunnu. Ástæðan fyrir hækkuninni var samdráttur á olíuframleiðslu í Nígeríu. Tímasetningin þykir afar óþægileg enda mikil eftirspurn eftir eldsneyti hjá ökutækjaeigendum víða um heim nú þegar sumarið er gengið í garð. Viðskipti erlent 4.6.2007 13:37 Efnaverksmiðja í björtu báli Efnaverksmiðja í Crewe í Englandi stendur í björtu báli eftir að þar varð mikil sprenging fyrir stundu. Verið er að rýma næsta nágrenni verksmiðjunnar en reykjarbólstrar standa mörghundruð metra í loft upp. Sjónarvottar segja að eldurinn sé að breiðast út. Ekki er á þessari stundu vitað um manntjón í verksmiðjunni. Erlent 4.6.2007 13:12 Hótar hefndaraðgerðum Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Erlent 4.6.2007 12:05 Fótboltabullan fær tugmilljóna króna sektarkröfur Erlent 4.6.2007 11:49 Gúmmíkúlur á hjúkrunarkonur Lögreglan í Jóhannesarborg í Suður-Afríku skaut í dag gúmmíkúlum á hjúkrunarkonur sem sem taka þátt í allsherjarverkfalli opinberra starfsmanna. Nokkrar hjúkrunarkvennanna slösuðust. Tuttugu starfssystur þeirra voru handteknar í mótmælaaðgerðum í borginni Durban. Erlent 4.6.2007 11:19 Það verður svart -ef ekkert verður hvítt Ef jöklar á Suðurskautinu bráðna mun yfirborð sjávar hækka um 60 metra. Grænlandsjökull myndi hækka yfirborðið um sjö metra. Bráðnandi jöklar munu á næstu áratugum hafa áhrif á líf hundruða milljóna manna um allan heim. Þetta segir í nýrri skýrslu 70 manna sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 4.6.2007 10:02 Kínastjórn kælir markaðinn á ný Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. Viðskipti erlent 4.6.2007 09:46 Þúsundir mótmæla Chavez í Caracas Þúsundir stjórnarandstæðinga helltust út á götur Caracas í Venesúela í dag til þess að mótmæla þeirr ákvörðun forseta landsins, Hugo Chavez, að loka á sjónvarpsstöð. Mótmælendurnir fóru til skrifstofu verjanda fólksins, sem sér um að mannréttindum sé viðhaldið í landinu, og las þar upp skjal um að chavez hefti fjáningarfresli landsmanna með því að banna sjónvarpsstöðina. Erlent 3.6.2007 20:21 Vilja fara í mál á Íslandi Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. Erlent 3.6.2007 18:07 Fimm Danir í haldi sjóræningja Sjóræningjar hafa nú á valdi sínu danska flutningaskipið Donica White sem þeir tóku yfir undan strönd Sómalíu seint á föstudaginn. Fimm danskir skipherrar voru um borð og eru þeir allir í haldi sjóræningjanna. Yfirvöld í Kenýa segjast eiga von á hárri lausnargjaldskröfu. Erlent 3.6.2007 18:13 Kennir al-Kaída um árásina Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að al-Kaída hefði verið á bak við árásina á heimili hans. Sjö manns létust þegar að jeppi hlaðinn sprengiefnum braust í gegnum varðstöðvar og keyrði á vegg í húsi Gedi. Erlent 3.6.2007 17:58 Átök brjótast út í suðurhluta Líbanon Átök brutust út í öðrum flóttamannabúðum í Líbanon í dag, nú í suðurhluta landsins í Ain al-Hilweh búðunum. Þar berjast Jund al-Sham vígamenn við stjórnarherinn. Tveir hafa slasast í átökunum hingað til. Ekki er vitað hvort að átökin tengist þeim í norðurhluta landsins í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum. Erlent 3.6.2007 17:15 Reynt að ráða forsætisráðherra Sómalíu af dögum Sjálfsmorðssprengjumaður keyrði í gegnum vegartálma að húsi forsætisráðherra Sómalíu og spregndi sig í loft upp. Sex manns létu lífið í sprengingunni. Forsætisráðherran sakaði ekki í árásinni og hefur hann nú farið á tryggari stað. Þetta er þriðja morðtilraunin við Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra Sómalíu, síðan hann tók við völdum. Erlent 3.6.2007 16:20 Hustler leitar fanga hjá þingmönnum Tímaritið Hustler hefur ákveðið að verða sér út um góða sögu í Washington D.C. og er tilbúið að borga eina milljón dollara fyrir hana. Sagan þarf þó að vera kynlífssaga og að tengjast einhverjum háttsettum sem vinnur í eða við bandaríska þingið. Innlent 3.6.2007 16:06 300 slösuðust í jarðskjálfta í Kína 300 manns slösuðust í jarðskjálfta í suðvesturhluta Kína í dag. 4 létu lífið. Borgin Púer hristist og skalf snemma morguns og fólk var enn í rekkju. Alls hefur þurft að flytja 120.000 manns frá borginni vegna eftirskjálftana. Lokað var fyrir rafmagn til borgarinnar og aðeins var hægt að hafa samband í Farsíma. Í Púer er framleitt te með sama nafni. Algengt er að jarðskjálftar verði á þessu svæði . Erlent 3.6.2007 15:47 Tengdapabbinn vann með berklabakteríur í mörg ár Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að einhver tengsl séu á milli Andrew Speaker, mannsins sem fékk fjölónæma berkla, og tengdaföður hans, sem vinnur hjá berkladeild Sjúkdómastjórnar í Denver. Það á eftir að taka marga mánuði og jafnvel ár að losa Speaker við bakteríuna. Erlent 3.6.2007 15:02 Harry æfir fyrir Afganistan Harry prins er víst kominn í þjálfunarbúðir breska hersins stutt fyrir utan Calgary í Kanada. Þar er verið að undirbúa hann fyrir hugsanlega ferð hans til Afganistan. Æðstu yfirmenn hersins komu í veg fyrir að Harry gæti farið til Íraks en talið var að nærvera hans gæti sett félaga hans í hættu. Erlent 3.6.2007 14:38 Keyrði á 35 manns Kona í Washington D.C. í Bandaríkjunum keyrði bílinn sinn í gegnum götuhátíð í gærkvöldi og særði 35 manns. Lögregla sagði að 7 af fórnarlömbum hennar hefðu meiðst alvarlega. Hún var með sjö ára dóttur sína með sér í bílnum. Konan, Tonya Bell, 30 ára, var síðan handtekin. Enn hefur ekki tekist að komast að því hvers vegna konan gerði þetta en beðið er eftir niðurstöðum úr blóðrannsóknum. Erlent 3.6.2007 14:20 « ‹ 98 99 100 101 102 103 104 105 106 … 334 ›
Hagnaður Ryanair jókst umfram væntingar Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, hagnaðist um 401,4 milljónir evra, jafnvirði 34,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta rekstrarári, sem lauk í enda mars á þessu ári. Þetta er 33 prósenta aukning á milli ára.Michael O'Leary, forstjóri flugfélagsins, gagnrýndi bresk stjórnvöld hins vegar harðlega vegna hárra stýrivaxta sem hafi komið harkalega við flugfélagið. Viðskipti erlent 5.6.2007 12:39
Hikk hikk húrra Margir Svíar eru ærir af gleði yfir því að Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að sænska ríkið hefði ekki heimild til þess að banna einstaklingum að kaupa áfengi á netinu. Einni klukkustund eftir að fregnirnar bárust höfðu yfir 13000 manns tekið þátt í skoðanakönnun sænska Aftenposten um hvort þetta væru góðar eða slæmar fréttir. Um 75 prósent sögðust mundu versla á netinu. Erlent 5.6.2007 11:14
Hlutabréf hækkuðu í Kína Gengi hlutabréfa á markaði í Sjanghæ í Kína hækkaði um 2,5 prósent við lok viðskipta í dag. Þykir ljóst að markaðurinn hafi hrist af sér rúmlega átta prósenta lækkun sem varð á hlutabréfamarkaði í landinu í gær. Viðskipti erlent 5.6.2007 11:06
Hristu kínverska hrunið af sér Bandarísku hlutabréfavísitölurnar Dow Jones og Standard & Poor's 500 hristu af sér lækkanir í fyrstu viðskiptum dagsins í Bandaríkjunum í kjölfar hruns á kínverska hlutabréfamarkaðnum og fór í methæðir við lokun markaða. Viðskipti erlent 4.6.2007 21:16
Ólíklegt að ákært verði Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. Erlent 4.6.2007 18:23
Miðar á Evrópu verði ekki hætt við Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. Erlent 4.6.2007 18:16
Konungsskipið bjargaði ungum Svíum Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að allt fór í háaloft í knattspyrnuleik Dana og Svía á föstudaginn, mátti sjá hina hliðina á samskiptum landanna. Danska konungsskipið Dannebrog bjargaði tveim ungum Svíum úr sjávarháska. Erlent 4.6.2007 16:51
Máli vísað frá í Gvantanamo Bandarískur yfirdómari herdómstóls í Gvantanamo fangabúðunum á Kúbu, hefur vísað frá öllum ákærum á hendur ungum Kanadamanni. Dómarinn sagði að Kanadamaðurinn, Omar Khadr félli ekki undir hans lögsögu. Erlent 4.6.2007 16:29
Íranar borga ekki kjarnorkuverið Rússar segja að Íranar hafi ekki borgað nema brot af því sem þeir eigi að inna af hendi fyrir aðstoð Rússa við smíði Bushehr kjarnorkuversins. Íranar neita þessu og segja að Rússar seinki verkinu vegna þrýstings frá Vesturlöndum. Erlent 4.6.2007 16:15
Farðu til Rómar og vertu skakkur Ef þú hefur einusinni komið til Rómar þá þráir þú að fara þangað aftur. Ítalskir vísindamenn hafa nú kannski uppgötvað ástæðuna fyrir því að Róm verður vanabindandi. Þeir voru að mæla loftmengun með nýjum og fullkomnum tækjum. Auðvitað fundu þeir merki um útblástur frá bílum, í andrúmsloftinu. En þeir fundu líka kókaín, nikótín, koffín og hass. Erlent 4.6.2007 14:38
Tugthúsmyndin af París Þegar fólk er sett í tugthús er venjan að taka af því ljósmyndir fyrir fangaskrána. Það var auðvitað gert þegar París Hilton kom í fangelsið í dag til þess að afplána 23 daga fangelsisvist í dag. Og líklega er þetta flottasta fangaportrett sem lengi hefur verið tekið af nýjum fanga í Lynwood fangelsinu í Kaliforníu. Smellið á "meira" til þess að sjá myndina af París. Erlent 4.6.2007 14:17
Blair setti sjö lög á dag Sjö ný lög hafa verið samþykkt á breska þinginu á hverjum einasta degi frá því Tony Blair tók við völdum fyrir tíu árum. Að meðaltali 2.685 lög voru samþykkt á ári í valdatíð hans. Það var 22 prósent aukning frá áratugnum á undan, þegar Íhaldsflokkurinn fór með völd. Þetta er til viðbótarl lögum sem hefur þurft að samþykkja Erlent 4.6.2007 14:02
Olíuverð sveiflaðist í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu sveiflaðist nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og liggur verð á Brent Norðursjávarolíu við 69 dölum á tunnu. Ástæðan fyrir hækkuninni var samdráttur á olíuframleiðslu í Nígeríu. Tímasetningin þykir afar óþægileg enda mikil eftirspurn eftir eldsneyti hjá ökutækjaeigendum víða um heim nú þegar sumarið er gengið í garð. Viðskipti erlent 4.6.2007 13:37
Efnaverksmiðja í björtu báli Efnaverksmiðja í Crewe í Englandi stendur í björtu báli eftir að þar varð mikil sprenging fyrir stundu. Verið er að rýma næsta nágrenni verksmiðjunnar en reykjarbólstrar standa mörghundruð metra í loft upp. Sjónarvottar segja að eldurinn sé að breiðast út. Ekki er á þessari stundu vitað um manntjón í verksmiðjunni. Erlent 4.6.2007 13:12
Hótar hefndaraðgerðum Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Erlent 4.6.2007 12:05
Gúmmíkúlur á hjúkrunarkonur Lögreglan í Jóhannesarborg í Suður-Afríku skaut í dag gúmmíkúlum á hjúkrunarkonur sem sem taka þátt í allsherjarverkfalli opinberra starfsmanna. Nokkrar hjúkrunarkvennanna slösuðust. Tuttugu starfssystur þeirra voru handteknar í mótmælaaðgerðum í borginni Durban. Erlent 4.6.2007 11:19
Það verður svart -ef ekkert verður hvítt Ef jöklar á Suðurskautinu bráðna mun yfirborð sjávar hækka um 60 metra. Grænlandsjökull myndi hækka yfirborðið um sjö metra. Bráðnandi jöklar munu á næstu áratugum hafa áhrif á líf hundruða milljóna manna um allan heim. Þetta segir í nýrri skýrslu 70 manna sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 4.6.2007 10:02
Kínastjórn kælir markaðinn á ný Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. Viðskipti erlent 4.6.2007 09:46
Þúsundir mótmæla Chavez í Caracas Þúsundir stjórnarandstæðinga helltust út á götur Caracas í Venesúela í dag til þess að mótmæla þeirr ákvörðun forseta landsins, Hugo Chavez, að loka á sjónvarpsstöð. Mótmælendurnir fóru til skrifstofu verjanda fólksins, sem sér um að mannréttindum sé viðhaldið í landinu, og las þar upp skjal um að chavez hefti fjáningarfresli landsmanna með því að banna sjónvarpsstöðina. Erlent 3.6.2007 20:21
Vilja fara í mál á Íslandi Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. Erlent 3.6.2007 18:07
Fimm Danir í haldi sjóræningja Sjóræningjar hafa nú á valdi sínu danska flutningaskipið Donica White sem þeir tóku yfir undan strönd Sómalíu seint á föstudaginn. Fimm danskir skipherrar voru um borð og eru þeir allir í haldi sjóræningjanna. Yfirvöld í Kenýa segjast eiga von á hárri lausnargjaldskröfu. Erlent 3.6.2007 18:13
Kennir al-Kaída um árásina Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að al-Kaída hefði verið á bak við árásina á heimili hans. Sjö manns létust þegar að jeppi hlaðinn sprengiefnum braust í gegnum varðstöðvar og keyrði á vegg í húsi Gedi. Erlent 3.6.2007 17:58
Átök brjótast út í suðurhluta Líbanon Átök brutust út í öðrum flóttamannabúðum í Líbanon í dag, nú í suðurhluta landsins í Ain al-Hilweh búðunum. Þar berjast Jund al-Sham vígamenn við stjórnarherinn. Tveir hafa slasast í átökunum hingað til. Ekki er vitað hvort að átökin tengist þeim í norðurhluta landsins í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum. Erlent 3.6.2007 17:15
Reynt að ráða forsætisráðherra Sómalíu af dögum Sjálfsmorðssprengjumaður keyrði í gegnum vegartálma að húsi forsætisráðherra Sómalíu og spregndi sig í loft upp. Sex manns létu lífið í sprengingunni. Forsætisráðherran sakaði ekki í árásinni og hefur hann nú farið á tryggari stað. Þetta er þriðja morðtilraunin við Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra Sómalíu, síðan hann tók við völdum. Erlent 3.6.2007 16:20
Hustler leitar fanga hjá þingmönnum Tímaritið Hustler hefur ákveðið að verða sér út um góða sögu í Washington D.C. og er tilbúið að borga eina milljón dollara fyrir hana. Sagan þarf þó að vera kynlífssaga og að tengjast einhverjum háttsettum sem vinnur í eða við bandaríska þingið. Innlent 3.6.2007 16:06
300 slösuðust í jarðskjálfta í Kína 300 manns slösuðust í jarðskjálfta í suðvesturhluta Kína í dag. 4 létu lífið. Borgin Púer hristist og skalf snemma morguns og fólk var enn í rekkju. Alls hefur þurft að flytja 120.000 manns frá borginni vegna eftirskjálftana. Lokað var fyrir rafmagn til borgarinnar og aðeins var hægt að hafa samband í Farsíma. Í Púer er framleitt te með sama nafni. Algengt er að jarðskjálftar verði á þessu svæði . Erlent 3.6.2007 15:47
Tengdapabbinn vann með berklabakteríur í mörg ár Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að einhver tengsl séu á milli Andrew Speaker, mannsins sem fékk fjölónæma berkla, og tengdaföður hans, sem vinnur hjá berkladeild Sjúkdómastjórnar í Denver. Það á eftir að taka marga mánuði og jafnvel ár að losa Speaker við bakteríuna. Erlent 3.6.2007 15:02
Harry æfir fyrir Afganistan Harry prins er víst kominn í þjálfunarbúðir breska hersins stutt fyrir utan Calgary í Kanada. Þar er verið að undirbúa hann fyrir hugsanlega ferð hans til Afganistan. Æðstu yfirmenn hersins komu í veg fyrir að Harry gæti farið til Íraks en talið var að nærvera hans gæti sett félaga hans í hættu. Erlent 3.6.2007 14:38
Keyrði á 35 manns Kona í Washington D.C. í Bandaríkjunum keyrði bílinn sinn í gegnum götuhátíð í gærkvöldi og særði 35 manns. Lögregla sagði að 7 af fórnarlömbum hennar hefðu meiðst alvarlega. Hún var með sjö ára dóttur sína með sér í bílnum. Konan, Tonya Bell, 30 ára, var síðan handtekin. Enn hefur ekki tekist að komast að því hvers vegna konan gerði þetta en beðið er eftir niðurstöðum úr blóðrannsóknum. Erlent 3.6.2007 14:20