Erlent

Þúsundir mótmæla Chavez í Caracas

Jónas Haraldsson skrifar
Fólk sést hér mótmæla Chavez og krefjast þess að fá að njóta tjáningarfrelsis.
Fólk sést hér mótmæla Chavez og krefjast þess að fá að njóta tjáningarfrelsis. MYND/AFP

Þúsundir stjórnarandstæðinga helltust út á götur Caracas í Venesúela í dag til þess að mótmæla þeirr ákvörðun forseta landsins, Hugo Chavez, að loka á sjónvarpsstöð. Mótmælendurnir fóru til skrifstofu verjanda fólksins, sem sér um að mannréttindum sé viðhaldið í landinu, og las þar upp skjal um að chavez hefti fjáningarfresli landsmanna með því að banna sjónvarpsstöðina.

Hundruð lögreglumann í óeirðabúningum voru á staðnum ef til átaka kæmi. Á öðrum stað í bænum mótmæltu stuðningsmenn Chavez sjónvarpsstöðinni sem var tekin úr loftinu nýverið.

Alþjóðasamfélagið hefur áhyggjur af þessari þróun mála þar sem þó svo margar stöðvar séu á móti Chavez þá var sú sem hann tók úr loftinu sú eina sem náði til allra landsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×