Erlent

Fimm Danir í haldi sjóræningja

Guðjón Helgason skrifar

Sjóræningjar hafa nú á valdi sínu danska flutningaskipið Donica White sem þeir tóku yfir undan strönd Sómalíu seint á föstudaginn. Fimm danskir skipherrar voru um borð og eru þeir allir í haldi sjóræningjanna.

GRAFÍK/SÆS

Skipið lagði úr höfn í Dúbaí í síðustu viku til Mombasa í Kenýa með byggingarefni. Sjórán eru tíð á þessum slóðum. Yfirvöld í Kenýa segjast eiga von á að krafa um lausnargjald fyrir skipherrana verði lögð fram á næstu dögum og hún verði há þar sem ekki sé algengt að sjóræningjar á svæðinu nái vesturlandabúum á sitt vald.

Fjögur skip frá Indlandi, Tævan og Tansaníu eru þessa stundina á valdi sómalskra sjóræningja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×