Erlent

Máli vísað frá í Gvantanamo

Óli Tynes skrifar
Gvantanamo fangabúðirnar á Kúbu.
Gvantanamo fangabúðirnar á Kúbu. MYND/AP

Bandarískur yfirdómari herdómstóls í Gvantanamo fangabúðunum á Kúbu, hefur vísað frá öllum ákærum á hendur ungum Kanadamanni. Dómarinn sagði að Kanadamaðurinn, Omar Khadr félli ekki undir hans lögsögu.

Árið 2006 voru sett ný lög í Bandaríkjunum sem heimila að réttað sé yfir meintum erlendum hryðjuverkamönnum í Gvantanamo.

Dómarinn sagði að Omar Khadr félli ekki undir skilgreiningu hinna nýju laga. Óljóst er hvort Khadr verður sleppt úr haldi eða hvort hann verður ákærður á nýjan leik.

Í bandarískum lögum sem ná til almennra ríkisborgara er ekki hægt að rétta tvisvar yfir manni fyrir sama brot. Herdómstólar eru hinsvegar um margt öðruvísi en almennir dómstólar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×