Erlendar

Fréttamynd

Ófrísk seglbrettakona hætt við þátttöku

Fulltrúar Ólympíuhóps Portúgala gagnrýndu í dag Carolinu Borges, 33 ára seglbrettakonu, sem tilkynnti í tölvupósti að hún væri hætt við þátttöku á leikunum. Þá sökuðu þeir hana um að hafa haldið þeirri staðreynd leyndri að hún væri ólétt.

Sport
Fréttamynd

Modric látinn æfa með varaliði Tottenham

Króatinn, Luca Modric, miðjumaðurinn öflugi hjá enska úrvalsdeildarliði Tottenham, hefur verið skipað að mæta á æfingu hjá varaliði félagsins þar sem hann neitaði að ferðast með aðalliðinu í æfingaferð félagsins til Bandaríkjanna. Modric hefur beðið félagið afsökunar á því upphlaupi sem fjarvera hans hefur valdið en stendur hinsvegar ennþá fast á sínu að vilja fara frá félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tottenham réttlætir fjarveru Bale á ÓL

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur komið Gareth Bale, til varnar en Bale hefur verið gagnrýndur fyrir að draga sig út úr Ólympíulandsliði Breta vegna meiðsla. Bale lék engu að síður í 73 mínútur og skoraði eitt mark í æfingaleik Tottenham gegn LA Galaxy í gærkvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Annie Mist: Maður þorir aldrei að búast við því að vinna

Annie Mist Þórisdóttir segist hafa fundið fyrir meiri pressu að vinna Heimsleikana í Crossfit í ár en í fyrra. Hún segist þó aldrei hafa þorað að búast við sigri en viðurkennir að vonbrigðin hefðu orðið mikil hefði hún hafnað utan efstu þriggja sætanna.

Sport
Fréttamynd

Fær rúmlega sjö milljarða samning hjá LA Kings

Jonathan Quick, markvörður NHL-meistarana í Los Angeles Kings, var frábær í úrslitakeppninni og var að lokum valinn besti leikmaður hennar. Hann uppskar líka ríkulega fyrir frammistöðuna því Kings-liðið gerði í framhaldinu við hann nýjan risasamning.

Sport
Fréttamynd

Var skipt í annað lið í miðri giftingunni sinni

Íshokkíleikmaðurinn Jordan Staal mun örugglega ekki gleyma 22.júní 2012 eins lengi og hann lifir. Það er ekki nóg með að þetta hafi verið giftingardagurinn hans þá var honum skipt í annað NHL-lið í miðri giftingunni sinni.

Sport
Fréttamynd

Hulda bætti Íslandsmetið í kúluvarpi

Hulda Sigurjónsdóttir setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi í flokki F20 á Evrópumóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Stadskanaal í Hollandi. Hulda kastaði kúlunni 9,04 metra og bætti eigið Íslandsmet um fjóra sentimetra.

Sport
Fréttamynd

Heimsþekkt skíðastjarna kemur út úr skápnum

Anja Pärsson, fyrrum heimsmeistari og Ólympíumeistari á skíðum, kom út úr skápnum í sænskum útvarpsþætti um helgina og að auki tilkynnti Pärsson það að hún ætti von á barni með kærustu sinni.

Sport
Fréttamynd

Woods ekki lengur tekjuhæsti íþróttamaður heims

Kylfingurinn, Tiger Woods fellur niður um tvö sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn í heimi á ársgrundvelli, úr því fyrsta niður í það þriðja. Hnefaleikakapparnir, Floyd Mayweather og Manny Pacquiao skipa nú tvö efstu sætin á lista Forbes sem gefinn var út í morgun.Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að finna annan en Woods í efsta sæti listans.

Sport
Fréttamynd

45 ára bið Kónganna á enda

Los Angeles Kings tryggði sér í nótt Stanley-bikarinn í íshokkí eftir 6-1 sigur á New Jersey Devils í sjötta leik liðanna í Los Angeles í nótt.

Sport
Fréttamynd

Guðrún Gróa fékk silfur á EM

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir fékk silfurverðlaun í bekkpressu í -72 kg flokki á Evrópumóti unglinga í kraftflytingum en keppt er í Herning í Danmörku.

Sport
Fréttamynd

Sharapova í undanúrslit

Maria Sharapova frá Rússlandi tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis. Sharapova lagði hina eistnesku Kaiu Kanepi í tveimur settum, 6-2 og 6-3.

Sport
Fréttamynd

Stosur í undanúrslit eftir sigur á Cibulkovu

Samantha Stosur frá Ástralíu tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Dominiku Cibulkovu frá Slóvakíu í tveimur settum, 6-4 og 6-1.

Sport
Fréttamynd

Hleypur 50 maraþon á 50 dögum

Það er mikið afrek að hlaupa maraþon en hinn 25 ára gamli Ungverji, Norman Varga, ætlar að slá öll met með því að hlaupa 50 maraþon á 50 dögum.

Sport
Fréttamynd

Sonur Puff Daddy spilar ruðning á skólastyrk

Mo money, mo problems söng rapparinn moldríki, Sean "Diddy" Combs einnig þekktur sem Puff Daddy eða jafnvel Diddy, á sínum tíma. Einmitt vegna þess að hann er auðugur gremst mörgum að sonur hans sé á skólastyrk hjá UCLA-háskólanum.

Sport
Fréttamynd

Maraþonmaðurinn tapaði eftir 22 oddalotur

Bandaríkjamaðurinn John Isner mátti sætta sig við tap gegn heimamanninum Paul-Henri Mathieu eftir 22 oddalotur í fimmta setti kappanna í 2. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis í gær.

Sport
Fréttamynd

Tveir sigrar í lokaleik TBR í Evrópukeppninni

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur vann tvo leiki í lokaviðureign sinni í B-riðli Evrópukeppni félagsliða gegn Hadju Gabona Debreceni frá Ungverjalandi. Viðureignin tapaðist þó 5-2.

Sport