Innlendar

Fréttamynd

Þór/KA áfrýjar til ÍSÍ

Enn liggur ekki fyrir hvort það verður Þór/KA eða ÍR sem tekur sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta tímabili eftir að forráðamenn kvennaliðs Þórs/KA áfrýjuðu í dag niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, þar sem endanlegrar niðurstöðu er að vænta eftir um það bil 10 daga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigur gegn Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann í kvöld þriðja leik sinn á æfingamótinu sem haldið er í Hollandi þegar liðið skellti Portúgal 33-26 eftir að hafa verið yfir 16-13 í hálfleik. Þetta var annar sigur íslenska liðsins á mótinu og annar sigur þess í röð eftir tap gegn heimamönnum í fyrsta leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Þrír leikir í kvöld

Tveir leikir fara fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Hamar tekur á móti Tindastóli í Hveragerði og Fjölnir tekur á móti Skallagrími í Grafarvogi. Í kvennaflokki mætast Breiðablik og ÍR í Kópavogi og verður sá leikur sýndur beint á netinu á heimasíðu Blika. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Valur semur við fjóra leikmenn

Valsmenn héldu blaðamannafund í hádeginu þar sem kynntir voru fjórir nýjir leikmenn sem spila munu með liðinu í Landsbankadeildinni næsta sumar. Þetta eru þeir Hafþór Ægir Vilhjálmsson úr ÍA, Daníel Hjaltason úr Víkingi, Jóhann Helgason frá Grindavík og Gunnar Einarsson sem áður lék með KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birgir Leifur í 7. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í 7. sæti á 2. stigi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina þegar leiknir hafa verið tveir hringir á Sherry vellinum á Spáni. Birgir lék á tveimur höggum undir pari í dag eins og í gær og er því í ágætri stöðu til að vinna sér sæti á lokaúrtökumótinu sem fram fer eftir viku.

Golf
Fréttamynd

Ísland lagði Austurríki

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld 30-26 sigur á því austurríska á æfingamóti sem haldið er í Hollandi. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 9 mörk fyrir íslenska liðið, þar af 5 úr vítum, Sólveig Kjærnested skoraði 7 mörk og Guðbjörg Guðmannsdóttir skoraði 5 mörk. Íris Símonardóttir varði 24 skot í markinu. Íslenska liðið mætir Portúgal á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Stórleikur í Njarðvík í kvöld

Fjórir leikir eru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15 að venju. Stórleikur kvöldsins er viðureign grannliðanna Njarðvíkur og Grindavíkur í Njarðvík, en hvorugt liðanna hefur tapað leik til þessa í deildarkeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjarnan lagði Hauka

Stjarnan lagði Hauka 33-29 á útivelli í leik kvöldsins í DHL deild karla í handbolta og náði með þessum mikilvæga sigri að rétta sinn hlut nokkuð í deildinni eftir slæma byrjun. Bæði lið eru með 4 stig eftir 5 umferðir í deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Tap fyrir Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir heimamönnum Hollendingum 32-27 í kvöld í fyrsta leik sínum á sex liða móti þar í landi. Hrafnhildur Skúladóttir og Hildigunnur Einarsdóttir skoruðu 5 mörk hvor í íslenska liðinu sem mætir Austurríki á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Pétur Marteinsson í KR

Landsliðsmaðurinn Pétur Marteinsson sem leikið hefur með Hammarby í Svíþjóð síðustu ár hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og ætlar að ganga í raðir KR. Pétur mun einnig starfa með Akademíu KR þar sem hann mun vinna með ungum knattspyrnumönnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dregið í 32 liða úrslitin í dag

Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 32 liða úrslitum bikarkeppni Lýsingar í körfubolta í karlaflokki. Þrjár úrvalsdeildarviðureignir líta dagsins ljós strax í þessari umferð, þar sem UMFG mætir Snæfelli, KR mætir Haukum og þá eigast við ÍR og Njarðvík. Leikirnir fara fram dagana 24.-26. nóvember.

Körfubolti
Fréttamynd

Tveir stórleikir í 16 liða úrslitunum

Í dag var dregið í 16 liða úrslit karla í ss bikarnum í karlaflokki og þar verða tveir stórleikir á dagskrá. Íslandsmeistarar Fram mæta Fylki og Haukar taka á móti Valsmönnum, en leikirnir verða spilaðir 15. nóvember.

Handbolti
Fréttamynd

Alveg bannað að svindla

Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Nemanja Sovic bestur í 3. umferð

Framherjinn Nemanja Sovic hjá Fjölni var í dag útnefndur leikmaður 3. umferðar í úrvalsdeild karla í körfubolta samkvæmt frammistöðuformúlu á tölfræðivef KKÍ. Sovic fékk 44 stig fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík á dögunum þar sem hann skoraði 35 stig, hirti 11 fráköst og hitti mjög vel úr skotum sínum í sigri Fjölnis.

Körfubolti
Fréttamynd

Valsstúlkur á toppinn

Kvennalið Vals skellti sér á toppinn í DHL deild kvenna í dag með sigri á Akureyri 27-20 í Laugardalshöll. Markahæst í liði Vals var Hildigunnur Einarsdóttir með 10 mörk en Ester Óskarsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Akureyri. Valur er í toppsætinu með 11 stig en Stjarnan hefur 10 stig í öðru sætinu en á leik til góða.

Handbolti
Fréttamynd

Fimm leikir í kvöld

Fimm leikir eru á dagskrá í körfuboltanum hér heima í kvöld. Fjórir leikir eru hjá körlunum og einn í kvennaflokki þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti nýliðum Hamars/Selfoss. Sá leikur hefst klukkan 19:15 eins og raunar allir leikir kvöldsins.

Körfubolti
Fréttamynd

A-lið Íslands sigraði

A-lið Íslands hafði í dag sigur á fyrsta alþjóðlega glímumótinu sem haldið var hér á landi í dag í tilfefni af 100 ára afmæli Glímusambands Íslands. Alls tóku 60 glímumenn þátt í mótinu, þar af 20 erlendir, en keppt var í nýju íþróttahúsi Ármanns í Laugardalnum.

Sport
Fréttamynd

Jóhann og Freyja hlutskörpust

Mikil spenna var í karlaflokki þegar nýjir Íslandsmeistarar voru krýndir á Íslandsmótinu í Ice Fitnes sem fram fór í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Grótta lagði Hauka

Þrír leikir fóru fram í efstu deild kvenna í handbolta í dag. Grótta lagði Hauka örugglega 27-22, Natasja Damljamovic og Eva Kristinsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir Gróttu en Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sandra Stokovic skoruðu 7 hvor fyrir Hauka.

Handbolti
Fréttamynd

Aftur tap fyrir Ungverjum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði annan daginn í röð fyrir Ungverjum í æfingaleik ytra, nú 32-28 eftir að hafa verið undir 17-12 í hálfleik. Logi Geirsson var aftur markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörg og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu 4 mörk hvor.

Handbolti
Fréttamynd

Tindastóll lagði ÍR

Lið Tindastóls gerði góða ferð í Breiðholtið í kvöld og lagði ÍR 93-78 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Lamar Karim skoraði 29 stig og Svavar Birgisson 19 fyrir Stólana, en LaMar Owen skoraði 30 stig og Ólafur Sigurðsson 14 fyrir ÍR. Þetta var annar sigur nýliða Tindastóls í deildinni í þremur leikjum. Þá vann Fjölnir góðan sigur á Keflavík á heimavelli 110-108 eftir framlengdan leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Tindastóll yfir í Seljaskóla

Tindastóll hefur góða 54-41 forystu gegn ÍR þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni sem fram fer í Seljaskóla. Lamar Karim hefur skoraði 18 stig fyrir Tindastól og Svavar Birgisson 12, en hjá ÍR er LMar Owen kominn með 15 stig og Ólafur Sigurðsson 12. Í hinum leik kvöldsins höfðu Fjölnismenn yfir 33-24 forystu gegn Keflavík þegar síðast fréttist.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap fyrir Ungverjum í æfingaleik

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði 39-31 fyrir Ungverjum í æfingaleik ytra í dag. Mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins og fengu því nokkrir leikmenn sem ekki hafa verið mikið í sviðsljósinu með liðinu að spreyta sig í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Tveir leikir í kvöld

Tveir síðustu leikirnir í þriðju umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta fara fram í kvöld. Fjölnir tekur á móti Keflavík í Grafarvogi og ÍR tekur á móti Tindastól í Seljaskóla. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Körfubolti
Fréttamynd

George Byrd í Hamar

Miðherjinn George Byrd sem lék við góðan orðstír með Skallagrími í Borgarnesi á síðustu leiktíð, gengur í raðir Hamars/Selfoss um helgina. Þetta kemur fram á vefsíðunni Karfan.is í gærkvöld. Byrd verður Hamarsmönnum eflaust mikill styrkur, en hann fær það hlutverk að fylla skarð Lewis Monroe sem var látinn fara frá liðinu á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Skallagrímur lagði KR

Skallagrímur úr Borgarnesi gerði góða ferð í höfuðborgina í kvöld þegar liðið færði KR fyrsta tap sitt í úrvalsdeildinni með 88-81 sigri. Gestirnir höfðu undirtökin lengst af leik og unnu verðskuldaðan sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn leiðir Skallagrímur

Skallagrímur úr Borgarnesi hefur enn forystu gegn KR þegar þremur leikhlutum er lokið í aðalleik kvöldsins í úrvalsdeild karla. KR-ingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum, en góð rispa Borgnesinga tryggði þeim 63-55 forystu fyrir lokaleikhlutann.

Körfubolti
Fréttamynd

Skallagrímur yfir í hálfleik

Skallagrímsmenn hafa yfir 44-35 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í úrvalsdeild karla í DHL höllinni. Gestirnir hafa verið með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og þar er Darryl Flake atkvæðamestur með 14 stig.

Körfubolti