Íþróttir

Fréttamynd

Lætur Satan ekki gabba sig

Strangtrúaður rúgbý-leikmaður í Ástralíu, Israel Folau, fær ekki að spila íþrótt sína lengur eftir að hafa sagt að helvíti bíði samkynhneigðra.

Sport
Fréttamynd

Frábær frumraun í maraþoni

Fyrir skömmu hljóp Elín Edda Sigurðardóttir sitt fyrsta heila maraþon en þá voru tæp þrjú ár síðan hún hóf að æfa hlaup af fullum krafti. Hún náði næstbesta tíma íslenskrar konu í sínu fyrsta hlaupi í Hamborg.

Sport
Fréttamynd

Hilmar Örn vann sterkt mót í Bandaríkjunum

Hilmar Örn Jónsson, nýbakaður Íslandsmethafi í sleggjukasti, varð um helgina ACC-svæðismeistari í Bandaríkjunum. Hilmar Örn stundar nám og keppir fyrir University of Virginia. Hann hefur átt frábært keppnistímabil og í lok apríl bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet í sleggjukasti.

Sport
Fréttamynd

Fékk spjót í gegnum sig en lifði af

Spretthlauparinn Elija Godwin er einn heppnasti maður ársins en hann lifði á ótrúlegan hátt af svakalegt slys á frjálsíþróttavelli Georgia-háskólans.

Sport
Fréttamynd

Áhersla á öruggt umhverfi iðkenda

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær nýja íþróttastefnu fyrir tímabilið 2019-2030. Meðal þess sem áhersla er lögð á er aukið öryggi innan íþróttahreyfingarinnar, aðgengi iðkenda og fagmennska.

Innlent
Fréttamynd

HK kom í veg fyrir fögnuð KA

HK fór með sigur af hólmi í öðrum úrslitaleik KA og HK í blaki kvenna og kom þar með í veg fyrir að KA fagnaði Íslandsmeistaratitli.

Sport