Sport

Áhugamaður sló út fimmfaldan heimsmeistara

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronnie O'Sullivan er úr leik
Ronnie O'Sullivan er úr leik vísir/getty

Áhugamaðurinn James Cahill gerði sér lítið fyrir og sló út efsta mann heimslistans og fimmfaldan heimsmeistara Ronnie O'Sullivan í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í snóker.



Cahill vann rimmuna 10-8 eftir að hafa komist 8-5 yfir. O'Sullivan gerði hver önnur mistökin en náði sér á strik og kom með áhlaup undir lokinn og jafnaði 8-8. Cahill hélt þó út og landaði ótrúlegum sigri.



„Ég gat varla staðið í lappirnar í lokin,“ sagði hinn 23 ára Cahill sem er fyrsti áhugamaðurinn til þess að tryggja sér sæti á HM.



Hann var atvinnumaður á árunum 2013-2017 en missti þá atvinnumannastimpilinn og þurfti að fara í gegnum undankeppni til þess að komast á HM.



„Ég trúi alltaf á sjálfan mig og að ég geti unnið hvern sem er á mínum degi.“



Cahill mætir Skotanum Stephen Maguire í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×