Áhersla á öruggt umhverfi iðkenda Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. maí 2019 06:30 Lilja á kynningarfundinum í gær. Fréttablaðið/Ernir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær nýja íþróttastefnu fyrir tímabilið 2019-2030. Meðal þess sem áhersla er lögð á er aukið öryggi innan íþróttahreyfingarinnar, aðgengi iðkenda og fagmennska. „Við höfum séð það að börn með annað móðurmál en íslensku eru síður líkleg til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi og eitt af nýmælum stefnunnar er að hvetja til þátttöku þeirra á landsvísu,“ segir Lilja. Allar rannsóknir sýni að börnum, sem taka þátt í íþróttum, vegni betur í skóla og líf þeirra verði uppbyggilegra fyrir vikið. „Svo leggjum við sérstaka áherslu á að auka enn frekar menntun þjálfara því Ísland hefur náð miklum árangri hvað það varðar.“ Í stefnunni er lagt til að tillögur starfshóps um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni í tengslum við #metoo verði samþykktar og þeim framfylgt. Einnig er lögð til breyting á íþróttalögum varðandi ráðningar og upplýsingar úr sakaskrá. Lilja bendir á að stjórnvöld hafi aukið framlög til íþróttamála en þau hafi þrefaldast á síðustu níu árum. Á yfirstandandi ári nemi framlögin 967 milljónum til samninga og styrkja vegna íþróttamála. „Við höfum meðal annars verið að auka framlögin í Afrekssjóð og Ferðasjóð íþróttafélaganna. Þetta sýnir skýran vilja stjórnvalda í þessum efnum og hvað við teljum íþróttirnar mikilvægar.“ Þá er í stefnunni sett fram markmið um að fjölga tímum sem tengjast íþróttum og heilsueflingu í grunn- og framhaldsskólum. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Innflytjendamál Íþróttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær nýja íþróttastefnu fyrir tímabilið 2019-2030. Meðal þess sem áhersla er lögð á er aukið öryggi innan íþróttahreyfingarinnar, aðgengi iðkenda og fagmennska. „Við höfum séð það að börn með annað móðurmál en íslensku eru síður líkleg til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi og eitt af nýmælum stefnunnar er að hvetja til þátttöku þeirra á landsvísu,“ segir Lilja. Allar rannsóknir sýni að börnum, sem taka þátt í íþróttum, vegni betur í skóla og líf þeirra verði uppbyggilegra fyrir vikið. „Svo leggjum við sérstaka áherslu á að auka enn frekar menntun þjálfara því Ísland hefur náð miklum árangri hvað það varðar.“ Í stefnunni er lagt til að tillögur starfshóps um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni í tengslum við #metoo verði samþykktar og þeim framfylgt. Einnig er lögð til breyting á íþróttalögum varðandi ráðningar og upplýsingar úr sakaskrá. Lilja bendir á að stjórnvöld hafi aukið framlög til íþróttamála en þau hafi þrefaldast á síðustu níu árum. Á yfirstandandi ári nemi framlögin 967 milljónum til samninga og styrkja vegna íþróttamála. „Við höfum meðal annars verið að auka framlögin í Afrekssjóð og Ferðasjóð íþróttafélaganna. Þetta sýnir skýran vilja stjórnvalda í þessum efnum og hvað við teljum íþróttirnar mikilvægar.“ Þá er í stefnunni sett fram markmið um að fjölga tímum sem tengjast íþróttum og heilsueflingu í grunn- og framhaldsskólum.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Innflytjendamál Íþróttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira