Íþróttir

Fréttamynd

NHL deilan er enn í hnút

Það eru ekki miklar líkur á því að deila eigenda og leikmannasamtaka í NHL-deildinni í íshokkí leysist á næstu vikum. Forsvarsmenn deildarinnar hafa frestað öllum leikjum sem voru á dagskrá í desember en alls er búið að aflýsa 422 leikjum og 104 leikir voru á dagskrá það sem eftir lifir af þessum mánuði.

Sport
Fréttamynd

NHL deilan er enn í hnút – keppnistímabilið í uppnámi

Keppnistímabilið í NHL íshokkídeildinni í Norður-Ameríku er enn í uppnámi en 422 leikjum hefur verið aflýst þar sem af er. Eigendur NHL liða og leikmannasamtök hafa enn ekki náð saman í launadeilu og sáttafundur sem fram fór í gær bar ekki árangur.

Sport
Fréttamynd

Matthildur og Jón Margeir íþróttakona og maður ársins hjá ÍF

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í dag útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki. Jón Margeir vann til gullverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London og Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki á sama móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Matthildur hlýtur þessa nafnbót en þriðja árið í röð hjá Jóni Margeiri.

Sport
Fréttamynd

Fimm bræður í sama leiknum

Stjarnan vann 3-0 sigur á Þrótti úr Neskaupsstað í Mikasadeild karla í blaki í gær en Stjarnan komst með sigrinum í toppsæti deildarinnar. Fimm bræður eru í þessum tveimur liðunum en þetta kemur fram á heimasíðu Blaksambandsins.

Sport
Fréttamynd

Íslenska sveitin úr leik á HM í karate

Íslenska landsliðið í karate féll úr keppni í gær á heimsmeistaramótinu sem fram fer í París í Frakklandi. Ísland keppti í hópkata en sveitina skipa þær Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir.

Sport
Fréttamynd

Bjóst ekki við að ná svona langt

Aðalheiður Rósa Harðardóttir náði glæsilegum árangri á HM í karate sem nú stendur yfir í París í Frakklandi. Aðalheiður Rósa varð í 9.-16. sæti í kata kvenna en alls var 51 keppandi skráður til leiks.

Sport
Fréttamynd

Þrjár íslenskar karatekonur á leið á HM í París

Ísland mun eiga þrjá keppendur á Heimsmeistaramótinu í karate sem fer fram 21. til 25.nóvember næstkomandi í París í Frakklandi. Þetta eru þær Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir en þær urðu saman Norðurlandameistarar í hópkata í apríl síðastliðnum.

Sport
Fréttamynd

Pistill frá Sigga Ragga: Hvað færðu fyrir 109 krónur?

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, skrifar pistil inn á heimasíðu sína í dag, www.siggiraggi.is, þar sem hann fer yfir árangur íslensk íþróttafólks miðað við það sem ríkið greiðir í afrekssjóð ÍSÍ.

Sport
Fréttamynd

Vilja tvöfalt lengra bann fyrir fall á lyfjaprófi

Wada, eða Alþjóðlega lyfjaeftirlitsstofnunin, hefur sett stefnu á að tvöfalt lengra bann vegna neyslu ólöglegra lyfja. Hámarksrefsing myndi því í framtíðinni vera fjögur ár í stað tveggja ára í dag.

Sport
Fréttamynd

Sama fyrirkomulag þrátt fyrir hneykslið

Ekki er gert ráð fyrir því að Alþjóðabadmintonsambandið muni breyta keppnisfyrirkomulagi sínu á Ólympíuleikum þrátt fyrir hneykslismálin sem skóku íþróttina á leikunum í London í sumar.

Sport
Fréttamynd

Enginn Íslendingur í undanúrslit

Kári Gunnarsson er úr leik í einliðaleik karla á Iceland International-mótinu í badminton. Hann tapaði fyrir Yim Jong Woo frá Suður-Kóreu og tapaði í tveimur lotum, 21-14 og 21-5.

Sport
Fréttamynd

Hef alltaf verið hreinn

Auðunn Jónsson varð á dögunum heimsmeistari í réttstöðulyftu. Hann hlaut því uppreisn æru eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á HM árið 2006. Hann er enn ósáttur við þá niðurstöðu og segist aldrei hafa neytt ólöglegra lyfja.

Sport
Fréttamynd

Kári kominn í átta manna úrslit

Kári Gunnarsson er kominn í átta manna úrslit á Iceland International mótinu í badminton eftir sigur á Park Sung Min sem var raðað inn á mótið í sjöunda sæti. Kári sigraði í hörku leik 14 – 21, 21 – 19 og 21 – 17.

Sport
Fréttamynd

Hjólreiðakappinn Wiggins varð fyrir bíl

Bradley Wiggins, margfaldur Ólympíumeistari og sigurvegari Tour de France, varð í gær fyrir bíl þegar hann var að hjóla nálægt heimili sínu í Lancashire í Bretlandi.

Sport
Fréttamynd

Auðunn heimsmeistari í réttstöðulyftu

Auðunn Jónsson úr Breiðabliki varð í kvöld heimsmeistari í réttstöðulyftu á síðasta degi HM í kraftlyftingum í Púertó Ríkó en hann varð jafnframt áttundi í samanlögðu eftir harða keppni.

Sport
Fréttamynd

Heiðar með gull, silfur og þrjú brons í Gautaborg

Heiðar Benediktsson átti frábæran dag á sterku karatemóti í Svíþjóð og kemur heim með fimm verðlaun. Heiðar vann þá gull, silfur og þrjú brons á Gautaborg Open en um 650 keppendur frá 8 löndum tóku þátt.

Sport
Fréttamynd

Lindsey Vonn má ekki keppa við strákana

Alþjóða skíðasambandið, FIS, hefur hafnað beiðni bestu skíðakonu heims, Lindsey Vonn, um að fá að taka þátt í heimsbikarmóti hjá körlunum. Lindsey Vonn vildi fá að keppa í bruni karla í Lake Louise í Kanada 24. nóvember næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Kristján tók silfrið á opna finnska mótinu

Kristján Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur, tryggði sér í morgun silfurverðlaunin í -81 kílóa flokki á opna finnska meistaramótinu í júdó. Kristján tapaði fyrir heimamanni í úrslitaglímunni.

Sport
Fréttamynd

María setti þrjú ný Íslandsmet á HM

María Guðsteinsdóttir úr Ármanni setti þrjú ný íslandsmet á HM í kraftlyftingum í Puerto Rico í gær en hún er að keppa á sínu sjötta heimsmeistaramóti og endaði í ellefta sæti.

Sport
Fréttamynd

Risarnir meistarar eftir 178 leiki á 213 dögum

San Francisco Giants tryggði sér meistaratitilinn í bandaríska hafnarboltanum í nótt þegar liðið vann fjórða leikinn í röð á móti Detroit Tigers. Giants vann lokaleikinn 4-3 og þar með úrslitaeinvígið 4-0.

Sport
Fréttamynd

Birkir og Hjördís Rósa unnu örugglega

Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar unnu Babolat 4.Stórmót TSÍ á dögunum. Birkir vann einnig tvíliðaleikinn og Hjördís Rósa vann einnig í flokki 16 ára og yngri.

Sport
Fréttamynd

Katrín Tanja Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum

Ármenningurinn Katrín Tanja Davíðsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum á Norðurlandamót unglinga sem fór fram í Parkano í Finnlandi. Lilja Lind Helgadóttir fékk ennfremur silfur í sínum flokki. Katrín Tanja hefur náð glæsilegum árangri í krossfit en er farinn á fullt í ólympískar lyftingar með frábærum árangri.

Sport
Fréttamynd

Fékk stjörnur í augun fyrir tveimur árum

Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Fríða Rún: Draumur sem allar stelpur vilja upplifa

Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag.

Sport