Sport

Vilja tvöfalt lengra bann fyrir fall á lyfjaprófi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Wada, eða Alþjóðlega lyfjaeftirlitsstofnunin, hefur sett stefnu á að tvöfalt lengra bann vegna neyslu ólöglegra lyfja. Hámarksrefsing myndi því í framtíðinni vera fjögur ár í stað tveggja ára í dag.

Wada er búið að leggja grunninn að reglugerðinni sem tæki hugsanlega gildi árið 2015. „Það er mikill löngun innan okkar raða í að herða refsinguna," sagði John Fahey, forseti Wada.

Þeir íþróttamenn sem gerast sekir um alvarleg brot ættu því á hættu að fá fjögurra ára bann en það eru einkum þeir sem falla á lyfjaprófi vegna neyslu ólöglegra sterka eða vaxtarhormóna.

Það er samt ekkert á dagskránni að fall á lyfjaprófi á ferlinum útiloki íþróttamann frá þátttöku á Ólympíuleikunum svo framarlega sem hann sé búinn að taka út sitt bann.

Nýja reglugerðin verður til skoðunar fram í mars en það verður síðan kosið um hana á ársþinginu í nóvember á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×