Sport

Stálheppinn íshokkíleikmaður - sauma þurfti 29 spor til að loka sárinu

Craig Peacock, leikmaður breska íshokkíliðsins Belfast Giants, varð fyrir alvarlegum meiðslum í leik gegn Fife Flyers á laugardaginn.
Craig Peacock, leikmaður breska íshokkíliðsins Belfast Giants, varð fyrir alvarlegum meiðslum í leik gegn Fife Flyers á laugardaginn. Twitter
Craig Peacock, leikmaður breska íshokkíliðsins Belfast Giants, varð fyrir alvarlegum meiðslum í leik gegn Fife Flyers á laugardaginn. Og er óhætt að segja að Peacock hafi haft heppnina með sér að slasast ekki enn meira miðað við þessar myndir sem hann birti á Twitter.

Greint er frá þessu á Daily Mail.





Hefði getað farið verr
Peacock fékk skauta frá mótherja í andlitið og skarst hann mjög illa rétt fyrir ofan efri vörina. Sauma þurfti 29 spor til þess að loka sárinu. Peacock segir í viðtali að hann hafi ekki gert sér grein fyrir hve alvarlegur skurðurinn var fyrr en hann kom inn í búningsherbergi liðsins. Hann hafði nefbrotnað nokkrum dögum fyrr og hann taldi að nefið hefði gefið sig.

„Þegar ég leit í spegil og sá sárið þá brá mér aðeins. En þetta hefði getað farið verr, ég var heppinn að fá ekki skautann í augað eða í hálsinn," sagði Peacock.

Þess ber að geta að Peacock og félagar hans töpuðu leiknum 5-1. Samkvæmt fréttum frá Belfast er Peacock klár í næsta leik liðsins sem fer fram á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×