Sport

Heiðar með gull, silfur og þrjú brons í Gautaborg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Benediktsson með uppskeru helgarinnar.
Heiðar Benediktsson með uppskeru helgarinnar. Mynd/Karatesamband Íslands
Heiðar Benediktsson átti frábæran dag á sterku karatemóti í Svíþjóð og kemur heim með fimm verðlaun. Heiðar vann þá gull, silfur og þrjú brons á Gautaborg Open en um 650 keppendur frá 8 löndum tóku þátt.

Heiðar Benediktsson átti hreint út sagt frábæran dag og vann til verðlauna í öllum þeim flokkum sem hann keppti í. Heiðar sem er 17 ára, tók þátt í um 17 viðureignum. Heiðar sem er 17 ára, keppir bæði í unglingaflokki og í fullorðinsflokki og hefur gert síðustu tvö árin.

Í kata junior Dan þá mætti Heiðar félaga sínum Davíð Freyr Guðjónssyni í úrslitum eftir að þeir báðir höfðu unnið andstæðinga sína í undanúrslitum. Eftir harða og jafna baráttu stóð Heiðar uppi sem sigurvegari.

Heiðar keppti einnig í opnum flokki unglinga þar sem hann tapaði naumlega fyrir Joni Kolari frá Finnlandi og hlaut því silfur í þeim flokki, Davíð Freyr vann keppnina um þriðja sætið og hlaut því brons í sama flokki, en Davíð beið lægri hlut fyrir Joni í fyrri viðureign.

Eins og fram kom fyrr þá keppir Heiðar einnig í fullorðinsflokki og hlaut hann tvö brons þar, auk þess að fá brons í kumite unglinga -68kg. Heiðar hefur gengið vel á mótum á norðurlöndum en á síðasta Norðurlandameistaramóti hlaut hann brons í kata unglinga og brons í hópkata fullorðna.

Auk Heiðars og Davíð, þá stóðu Svana Katla Þorsteinsdóttir og Elías Snorrason sig vel og hlutu einnig bronsverðlaun, Svana í kata fullorðinna og Elías í kumite fullorðinna -75kg flokki.

Hér má svo sjá yfirlit yfir verðlaun hópsins:

Heiðar Benediktsson Gull Kata Junior Dan

Heiðar Benediktsson Silfur, Kata Junior Open

Heiðar Benediktsson Brons, Kata Senior Dan

Heiðar Benediktsson Brons, Kata senior Open

Heiðar Benediktsson Brons, Kumite -68kg

Davíð Freyr Guðjónsson Silfur Kata Junior Dan

Davíð Freyr Guðjónsson Brons Kata Junior Open

Svana Katla Þorsteinsdóttir Brons Kata Senior Dan

Elías Snorrason Brons Kumite Senior -75kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×