Íþróttir

Fréttamynd

Halldór komst ekki áfram

Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Li Na vann Sharapovu og mætir Azarenku í úrslitunum

Kínverska tenniskonan Li Na er komin í úrslit á opna ástralska mótinu eftir frábæran sigur á Maria Sharapova frá Rússlandi í undanúrslitaviðureign þeirra í morgun. Þetta eru óvænt úrslit enda Sharapova röðuð númer tvö inn í mótið.

Sport
Fréttamynd

Tennis-tvíburararnir skrefi nær enn einum sigrinum

Bandarísku tvíburarnir Bob og Mike Bryan tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitunum í tvíliðaleik á opna ástralska mótinu í tennis. Þeir unnu Daniele Bracciali og Lukas Dlouhy í tveimur settum í átta manna úrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Gunnar fær nýjan andstæðing

Gunnar Nelson mun mæta Jorge "The Sandman" Santiago í UFC-keppninni á Wembley þann 16. febrúar næstkomandi en ekki Justin "Fast Eddy" Edwards eins og til stóð. Ástæðan er sú að Edwards er meiddur.

Sport
Fréttamynd

Federer í undanúrslitin á móti Andy Murray

Svisslendingurinn Roger Federer tryggði sér sæti í undanúrslitum á opna ástralska mótinu í tennis í dag þegar hann vann Jo-Wilfried Tsonga í oddasetti. Federer hefur unnið þetta mót fjórum sinnum á ferlinum síðast fyrir þremur árum.

Sport
Fréttamynd

Táningsstelpa sló út Serenu Williams

Serena Williams, fimmfaldur meistari á opna ástralska tennismótinu, er úr leik eftir tap á móti 19 ára stelpu í átta manna úrslitunum í nótt. Sloane Stephens vann tvö síðustu settin og tryggði sér sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Íslenskir tvíburar danskir bikarmeistarar í blaki

Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir, tvíburabræður frá Hveragerði, urðu um helgina bikarmeistarar í blaki í Danmörku með liði sínu Marienlyst en þetta er annað árið í röð sem landsliðsmennirnir vinna danska bikarinn.

Sport
Fréttamynd

Stelpurnar fá að verja Evrópumeistaratitilinn á heimavelli

Fimleikasamband Íslands hefur fengið það verkefni að halda Evrópumótið í Hópfimleikum á Íslandi árið 2014 en þetta verður tíunda Evrópumótið. Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið gullið á síðustu tveimur Evrópumótum og fær því tækifæri til að ná þrennunni á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Fyrri keppnishelgi Reykjavíkurleikanna heppnaðist vel

Fyrri keppnishelgi Reykjavíkurleikanna 2013 fór fram um helgina og endaði með sundlaugapartý og uppskeruhátíð í Laugardalslaug. Keppendur á Reykjavíkurleikunum 2013 eru tæplega 2.500 talsins en þar af eru 362 erlendir. Mörg met voru slegin og góður árangur náðist í öllum mótshlutum um helgina en mótinu lýkur síðan um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Lance Armstrong í viðtali hjá Opruh

Hjólreiðakappinn Lance Armstrong mun í fyrsta sinn tjá sig opinberlega um ásakanir um lyfjamisnotkun í ítarlegu viðtali hjá bandarísku sjónvarpskonunni Oprah Winfrey í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Hryssa valin Íþróttakona ársins í Ástralíu

Blaðamenn Sydney Daily Telegraph fór afar óvenjulega leið þegar þeir völdu bestu Íþróttakonu ársins 2012 í Ástralíu og það þrátt fyrir að tvær þeirra, grindarhlauparinn Sally Pearson og hjólakonan Anne Meares hafi unnið Ólympíugull í London.

Sport
Fréttamynd

Hjörtur og Gummi Ben opinberuðu sína topplista í Boltanum

Hjörtur Júlíus Hjartarson og Guðmundur Benediktsson opinberuðu lista sína í kjörinu á Íþróttamanni ársins í þættinum Boltanum á X-inu í dag. Hjörtur setti Jón Margeir Sverrisson í efsta sætið og Guðmundur var með Aron Pálmarsson í fyrsta sætinu á sínum lista.

Sport
Fréttamynd

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá AFP

Að venju var nóg um að vera í íþróttasviðinu víðsvegar um heiminn í síðustu viku. Ljósmyndarar á vegum AFP voru á gríðarlega mörgum viðburðum og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta.

Sport
Fréttamynd

Haukar heiðruðu íþróttafólk ársins

Körfuknattleikskonan Guðrún Ásmundsdóttir var valin íþróttakona ársins 2012 hjá Haukum og handknattleiksmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson íþróttamaður félagsins á árinu 2012.

Sport
Fréttamynd

Mest lesnu íþróttafréttir ársins 2012

Lesendur Vísis kunna vel að meta afreksmanninn Gunnar Nelson en frétt af bardaga hans gegn Alexander Butenko í febrúar á þessu ári er mest lesna íþróttafréttina á Vísi árið 2012. Fréttir af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru einnig ofarlega í huga lesenda Vísis en bein lýsing frá leikjum sem fram fóru þann 29. september er næst mest lesna íþróttafrétt ársins.

Sport
Fréttamynd

23 bestu blakkonur landsins

Matthías Haraldsson, nýr þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki hefur valið fyrsta æfingahóp sinn en þessi fyrsti hópur hans er fyrir komandi verkefni vorið 2013. Hópurinn samanstendur af eldri og reyndari leikmönnum í bland við unga og efnilega en þetta kemur fram á heimasíðu Blaksambands Íslands.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Nelson keppir á Wembley í febrúar

Íslenski bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson úr Mjölni mun berjast við Bandaríkjamanninn Justin "Fast Eddy" Edwards í UFC keppninni í MMA (blönduðum bardagalistum) en keppnin fer frá í Wembley Arena í London þann 16. febrúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Haraldi Dean Nelson, föður og umboðsmnni Gunnars.

Sport
Fréttamynd

Hákon og Birna þríþrautarfólk ársins

Hákon Hrafn Sigurðsson og Birna Björnsdóttir eru þríþrautarkarl – og kona ársins. Það er þríþrautarnefnd ÍSÍ sem stendur að kjörinu. Hákon og Birna keppa bæði fyrir 3SH.

Sport
Fréttamynd

Uppátæki Wozniacki í Brasilíu er umdeilt

Caroline Wozniacki vakti athygli á dögunum þegar hún hermdi eftir Serenu Williams í sýningarleik sem fram fór í Brasilíu. Þar tróð danska tenniskonan handklæðum inn á sig til þess að líkja eftir vaxtarlagi Williams og var þetta gert í samráði við bandarísku tennisstjörnuna. Wozniacki hefur verið gagnrýnd á ýmsum samfélagsmiðlum fyrir uppátækið og þar er hún m.a. sökuð um að hafa sýnt kynþáttafordóma með uppátæki sínu.

Sport
Fréttamynd

Pistorius hafði betur í kappahlaupi við hestinn Maserati

Oscar Pistorius frjálsíþróttamaður frá Suður-Afríku hefur vakið gríðarlega athygli fyrir árangur sinn á undanförnum misserum. Pistorius tók þátt á ÓL í London og einnig á ólympíumóti fatlaðra á þessu ári en hann keppti nýverið í kapphlaupi við veðhlaupahest sem ber nafnið Maserati en keppt var í Doha. Og hinn 25 ára gamli Pistorius, sem oft er kallaður "Blade Runner" sigraði í þessari óvenjulegu keppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Federer með fótboltatakta á tennisvelli í Brasilíu - myndband

Roger Federer, sem verið hefur í fremstu röð í tennisíþróttinni í mörg ár, er á ferð um Brasilíu þar sem verið er að kynna tennis. Brasilía verður gestgjafi næstu ólympíuleika sem fram fara í Rio de Janero eftir fjögur ár og er kynningarherferðinni ætlað að vekja áhuga almennings í Brasilíu á leikunum og tennisíþróttinni.

Sport