Sport

Djokovic og Ennis besta íþróttafólk ársins í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jessica Ennis.
Jessica Ennis. Mynd/AFP
Breska sjöþrautarkonan Jessica Ennis og serbneski tennisspilarinn Novak Djokovic voru kosin besta íþróttafólk ársins í Evrópu af meðlimum AIPS-samtakanna sem eru Alþjóðleg samtök íþróttafréttamanna.

Þetta er annað árið í röð sem hinn 25 ára gamli Djokovic fær þennan heiður en hin 26 ára gamla Jessica Ennis var að fá þessa útnefningu í fyrsta sinn.

Jessica Ennis vann yfirburðarsigur en hún fékk alls 62 atkvæði. Í öðru sæti varð norska skíðagöngukonan Marit Bjoergen með 23 atkvæði og hvít-rússneska tenniskonan Viktoria Azarenka varð síðan í 3. sæti með 17 atkvæði.

Novak Djokovic fékk 39 atkvæði í kjörinu eða tíu fleiri atkvæði en breski millivegahlauparinn Mo Farah en þýski formúluökumaðurinn Sebastian Vettel varð síðan í þriðja sæti.

Tenniskarlar hafa verið áberandi í þessu kjöri undanfarin ár því þessi verðlaun hafa átta sinnum farið til þeirra á undanförnum níu árum. Sex frjálsíþróttakonur hafa hlotið þessi verðlaun á sama tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×