Sport

Uppátæki Wozniacki í Brasilíu er umdeilt

Caroline Wozniacki vakti athygli á dögunum þegar hún hermdi eftir Serenu Williams í sýningarleik sem fram fór í Brasilíu. Þar tróð danska tenniskonan handklæðum inn á sig til þess að líkja eftir vaxtarlagi Williams og var þetta gert í samráði við bandarísku tennisstjörnuna. Wozniacki hefur verið gagnrýnd á ýmsum samfélagsmiðlum fyrir uppátækið og þar er hún m.a. sökuð um að hafa sýnt kynþáttafordóma með uppátæki sínu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt er gert í sýningarleikjum í tennisíþróttinni. Novak Djokovic og Andy Roddick hafa ítrekað gert slíkt. Hin 22 ára gamla Wozniacki sagði við fréttamenn eftir sýningarleikinn gegn Mariu Sharapovu í Brasilíu að hún hafi einungis hermt eftir vinkonu sinni fyrir framan áhorfendur sem höfðu gaman af uppátæki hennar.

Roddick, sem á sínum tíma var í efsta sæti heimslistans, hefur einnig troðið handklæðum á viðeigandi staði, til þess að líka eftir líkamsvexti Serenu Williams.



Andy Roddick hermir eftir Serenu Williams


Novak Djokovic hermir eftir Serenu Williams


Serena Williams.Nordic Photos / Getty Images



Fleiri fréttir

Sjá meira


×