Sport

Þrír badmintonstrákar keppa bæði með U17 og U19 í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Badmintonsamband Íslands
Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í badminton, hefur valið tvö yngri landslið sem eru á leiðinni til Evrópu í vor en bæði 17 ára og 19 ára landslið Íslands í badminton munu þá taka þátt í mótum á erlendri grundu.

Þrír badmintonstrákar munu keppa með bæði U17 og U19 en það eru þeir Daníel Jóhannesson, Kristófer Darri Finnsson og Stefán Ás Ingvarsson sem allir koma úr TBR. Þeir verða því erlendis frá 20. mars til 2. april.

Árni Þór valdi eftirtalda krakka til að keppa með U17 landsliði Íslands á Viktor OLVE mótinu í Antwerpen í Belgíu dagana 29. mars - 1. apríl næstkomandi: Daníel Jóhannesson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími, Jóna Kristín Hjartardóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Badmintonsamband Íslands hefur sent U17 landsliðið á þetta mót annað hvert ár, það ár sem ekki er Evrópukeppni.

Árni Þór valdi síðan eftirtalda krakka til að keppa með U19 landsliði Íslands í Evrópukeppni U19 landsliða í Ankara í Tyrklandi dagana 21. - 31. mars næstkomandi: Daníel Jóhannesson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Thomas Þór Thomsen TBR, Margrét Finnbogadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Keppnin er bæði landsliðskeppni og einstaklingskeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×