Íþróttir

Fréttamynd

Tryggvi og Marel skoruðu báðir þrennu

Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu fyrir FH sem burstaði Þróttara 6-0 í Deildabikar KSÍ í dag og slíkt hið sama gerði Marel Baldvinsson fyrir Breiðablik sem vann ÍBV 3-1. Þá unnu Víkingar 1-0 sigur á Fram.

Sport
Fréttamynd

City og Villa þurfa að mætast aftur

Aston Villa og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum FA bikarkeppninnar eftir dramatískan leik liðanna í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en leikmenn City jöfnuðu metin þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma.

Sport
Fréttamynd

Haukastúlkur aftur á toppinn

Haukastúlkur komust aftur í toppsæti DHL-deildar kvenna með 31-30 sigri á Fram á Ásvöllum í kvöld. Haukar eru því jafnir Val á toppnum með 22 stig en ÍBV er í þriðja sæti með 21 stig.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Minden og Flensburg

Fjórir leikir fóru fram í Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en íslendingarnir létu frekar lítið að sér kveða í dag, nema þá Snorri Steinn Guðjónsson sem skoraði sex mörk fyrir Minden, þar af fjögur úr vítaköstum.

Sport
Fréttamynd

Ég er stoltur af mínum mönnum

Phil Parkinsson stjóri Colchester var mjög stoltur af sínum mönnum sem gerðu Englandsmeisturum Chelsea lífið leitt í ensku bikarkeppninni í dag. Chelsea vann leikinn 3-1 en lokatölurnar segja ekki alla sólarsöguna.

Sport
Fréttamynd

Dagur bikarmeistari með Bregenz

Dagur Sigurðsson stýrði í dag liði sínu Bregenz til sigurs í Austurrísku bikarkeppninni en liðið lagði AON Fivers með eins marka mun í úrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Chelsea komst áfram

Chelsea tókst að landa sigrinum gegn Colchester í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Englandsmeisturunum tókst verkið ekki þrautarlaust. Colchester menn geta svo sannarlega borið höfuðið hátt eftir leikinn á Stamford Bridge í dag.

Sport
Fréttamynd

Chelsea tókst að jafna

Staðan í hálfleik hjá Chelsea og Colchester er 1-1 en neðrideildarliðið hefur verið betri aðilinn í leiknum sem fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Skoruðu átta mörk gegn Dunfermline

Celtic vann í dag stærsta sigur í sögu Skosku úrvalsdeildarinnar þegar þeir skoruðu átta mörk gegn Dunfermline á útivelli. Yfirburðir Celtic voru ótrúlegir en leikmenn Dunfermline voru heillum horfnir í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Colchester komið yfir gegn Chelsea

Neðrideildarliðið Colchester er komið yfir gegn Englandsmeisturum Chelsea í ensku bikarkeppninni. Ricardo Carvalho skoraði sjálfsmark en rétt áður höfðu Colchester mennátt skot í stöngina. Forysta liðsins er verðskulduð með meiru en Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í liði Chelsea í dag sem leikur á sínum eigin heimavelli, Stamford Bridge.

Sport
Fréttamynd

Robinson sýndi bestu tilþrifin

Nate Robinson, nýliði New York Knicks, sigraði í troðslukeppni NBA sem haldin er árlega í kringum Stjörnuleikinn sem fer fram í Houston í nótt. Leikurinn hefst klukkan 1.30 og verður í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Gæti spilað í átta ár til viðbótar

Cafu leikmaður AC Milan á Ítalíu er sem endurfæddur eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir nýverið. Cafu er 34 ára gamall en spilar enn meðal þeirra allra bestu enda í gríðarlega góðu formi og er almennt talinn vera einn allra fremsti hægri bakvörður í heimi.

Sport
Fréttamynd

18 ára gutti sló Roddick út

Átján ára gamall piltur frá Skotlandi gerði sér lítið fyrir og lagði besta tenniskappa heims, Andy Roddick í SAP mótinu í San Jose í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Standa ekki í vegi fyrir McClaren

Middlesbrough munu ekki standa í vegi fyrir Steve McClaren stjóra liðsins verði honum boðið að taka við enska landsliðinu. McClaren er talinn líklegur artaki Sven Göran Eriksson sem hættir með landsliðið eftir HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Keppni frestað hjá Dagnýju

Keppni í risasvigi á Ólympíuleikunum í Tórínó hefur verið frestað til morguns vegna aðstæðna. Skyggni er mjög slæmt og óveður í fjallinu. Dagný Linda Kristjánsdóttir keppir í risasviginu en verður að bíða til morguns með að renna sér í brautinni.

Sport
Fréttamynd

Alan Smith mun jafna sig

David O´Leary fyrrum stjóri Alan Smith hjá Leeds segir að hann muni komast í gegnum þau skelfilegu meiðsli sem hann hlaut í gær. Smith fer í aðgerð í dag en hann fótbrotnaði í leiknum gegn Liverpool sem United tapaði 1-0.

Sport
Fréttamynd

Paletta mun ná langt

Rafael Benítez stjóri Liverpool segir að Argentínski varnaraðurinn Gabriel Paletta, sem kemur til Evrópumeistaranna í sumar, muni slá í gegn á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Barcelona burstaði Betis

Spánarmeistarar Barcelona unnu stórsigur á Real Betis í kvöld og tryggðu stöðu sína á toppi La Liga deildarinnar. Real Madrid vann einnig öruggan sigur, þeir lögðu Alaves 3-0 á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Haukar unnu ÍBV

Haukar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í DHL-deild karla í handbolta í dag og unnu heimamenn 34-32 og komust þar með í efsta sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Newcastle komst áfram

Newcastle er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar en liðið lagði Southampton í dag. Kyeron Dyer skoraði eina mark leiksins.

Sport
Fréttamynd

Leicester og Leeds skildu jöfn

Leceister og Leeds gerðu 1-1 jafntefli í ensku 1. deildinni í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði allan leikinn með Leceister en Gylfi Einarsson var ónotaður varamaður hjá Leeds.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan vann HK

Stjörnustúlkur lögðu HK í DHL-deild kvenna í handbolta í dag en leikið var í Ásgarði í Garðabæ. Þá vann ÍBV Víking og KA/Þór bar sigurorð af Gróttu.

Sport
Fréttamynd

Charlton áfram

Charlton er komið í átta liða úrslit FA bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á 1. deildarliðinu Brentford en Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Charlton. Bolton og West Ham þurfa að mætast aftur eftir markalaust jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Mjög sérstakt að skora sigurmarkið

Peter Crouch framherji Liverpool var í skýjunum eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Manchester United í FA bikarkeppninni í dag. Crouch skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu með góðum skalla sem dugði til sigurs.

Sport
Fréttamynd

ÍS bikarmeistari

ÍS varð nú rétt í þessu bikarmeistari kvenna í körfuknattleik eftir frækinn 88-73 sigur á Grindavík í spennandi og skemmtilegum úrslitaleik í Laugardalshöll. Bikarúrslitaleikur karla á milli Keflavík og Grindavík hefst svo klukkan 16.

Sport
Fréttamynd

ÍS einu stigi yfir í hálfleik

Stúdínur hafa 35-34 yfir í hálfleik í bikarúrslitaleik kvenna en leikurinn hófst klukkan 14 í Laugardalshöll. Signý Hermannsdóttir er stigahæst í liði ÍS með níu stig en Jessica Watson hefur skorað tólf stig fyrir Grindavík. Leikurinn er gífurlega jafn og spennandi og verður spennandi að sjá hvort liðið stendur uppi sem sigurvegari.

Sport
Fréttamynd

Liverpool sigraði 1-0

Liverpool vann Manchester United í fyrsta skipti í 85 ár í FA bikarkeppninni en Peter Crouch skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu. Alan Smith meiddist illa í leiknum og er líklegt að hann verði mjög lengi frá vegna meiðslanna.

Sport
Fréttamynd

Andre Iguodala sló í gegn

Andre Iguodala leikmaður Philadelpia 76ers fór á kostum í Nýliðaeinvíginu sem fram fór í nótt en leikurinn fór fram í Houston. Stjörnuleikurinn fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Vill enga aðstoð á HM

Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga vill ekki sjá neinn með sér á Heimsmeistaramótinu í sumar en vangaveltur eru uppi um að sá sem tekur við Eriksson eftir mótið fái að aðstoða hann í sumar.

Sport
Fréttamynd

Tvísýnt með brunkeppnina

Slæmt veður er þessa stundina í Tórínó á Ítalíu þar sem Vetrarólympíuleikarnir fara fram. Dagný Linda Kristjánsdóttir á að vera meðal keppenda í dag en tvísýnt er með keppnina í bruni, sem er síðari hluti af alpatvíkeppninni.

Sport