Sport

Gæti spilað í átta ár til viðbótar

Cafu á flugi.
Cafu á flugi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

Cafu leikmaður AC Milan á Ítalíu er sem endurfæddur eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir nýverið. Cafu er 34 ára gamall en spilar enn meðal þeirra allra bestu enda í gríðarlega góðu formi og er almennt talinn vera einn allra fremsti hægri bakvörður í heimi.

"Síðustu fjórir mánuðir hafa verið skelfilegir fyrir mig en þessi vandamál hafa gert mig enn sterkari fyrir vikið. Ég er að fara að spila á mínu fjórða Heimsmeistaramóti en hjarta mitt slær eins og þetta sé mitt fyrsta," sagði Cafu sem hefur verið meiddur lengi auk þess sem faðir hans berst við mikil veikindi.

AC Milan eru með sína eigin læknastöð fyrir leikmenn sína en Massimiliano Sala, aðal læknir liðsins sagði í síðustu viku að Cafu gæti spilað í átta ár til viðbótar þar sem hann væri í svo góðu formi. "Átta ár? Kannski tek ég tíu," sagði Cafu í léttum tón eftir tíðindin.

Hann gekkst undir aðgerð á hné í Rio De Janeiro en fór einnig í aðgerð á nefi og hálsi til að vuðelda honum með að anda. "Ég er eins og nýr maður og fljótlega mun ég algjörlega fljúga á fótboltavellinum," sagði Brasilíumaðurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×