Sport

Skoruðu átta mörk gegn Dunfermline

Leikmenn Celtic fagna.
Leikmenn Celtic fagna. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

Celtic vann í dag stærsta sigur í sögu Skosku úrvalsdeildarinnar þegar þeir skoruðu átta mörk gegn Dunfermline á útivelli. Yfirburðir Celtic voru ótrúlegir en leikmenn Dunfermline voru heillum horfnir í leiknum.

Maciej Zurawski skoraði fjögur mörk í leiknum en Stilian Petrov gerði það fyrsta strax á þriðju mínútu áður en heimamenn náðu að jafna í 1-1 á 14. mínútu. John Hartson kom Celtic í 2-1 á þeirri 24. og Zurawski gerði svo þrennu, skoraði á 32, 40 og 56. mínútu.

Shaun Maloney breytti stöðunni í 6-1 með glæsilegu marki og Neil Lennon skoraði svo en það á hann ekki oft til. Zurawski setti svo síðasta naglann í áttavillta leikmenn Dunfermline sem vilja eflaust gleyma útreiðinni sem allra fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×