Íþróttir Ótrúlegt mark Joe Cole Englendingar hafa náð 1-0 forystu gegn Svíum á 34. mínútu með ótrúlegu marki frá Joe Cole, sem hefur verið besti maður enska liðsins í kvöld. Boltinn barst til Cole sem þrumaði honum að marki langt fyrir utan vítateig og Isaksson náði aðeins að slá knöttinn í stöngina og inn. Stórkostlegt mark. Sport 20.6.2006 19:33 Owen líklega úr leik Englendingar hafa orðið fyrir áfalli strax í upphafi leiks gegn Svíum, en framherjinn Michael Owen hné niður meiddur á vellinum eftir um tvær mínútur. Owen virtist snúa upp á hnéð á sér og var borinn af velli. Peter Crouch tók stöðu hans í liðinu og nú standa Englendingar væntanlega á öndinni á meðan þeir bíða fregna af Owen, en ekki er hægt að segja að útlitið sé gott fyrir hann. Sport 20.6.2006 19:06 England - Svíþjóð að hefjast Stórleikur Englendinga og Svía um efsta sætið í B-riðli er nú að hefjast og er í beinni á Sýn. Leikur Trínídad og Paragvæ er í beinni á Sýn Extra. Marcus Allback kemur inn í framlínu Svía í stað Zlatan Ibrahimovic og Wayne Rooney tekur stöðu Peter Crouch í enska liðinu. Byrjunarliðin eru hér fyrir neðan. Sport 20.6.2006 18:58 Tíu gul spjöld í leik Kosta Ríka og Pólverja Dómarinn Samsul Maidin frá Singapúr var óspar á gulu spjöldin í leik Kosta Ríka og Pólverja í dag. Hann veifaði gula spjaldinu alls tíu sinnum í leiknum og aðeins þrisvar hefur spjaldinu verið veifað oftar í leik í sögu HM. Sport 20.6.2006 18:18 Óttast snilli Wayne Rooney Lars Lagerback viðurkennir að hann sé mjög smeykur við framherjann Wayne Rooney fyrir leik Svía og Englendinga um efsta sætið í B-riðli í kvöld klukkan 19. Rooney verður væntanlega í byrjunarliði Englendinga í kvöld í fyrsta skipti síðan hann meiddist fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan. Sport 20.6.2006 17:05 Langt á milli sigra hjá Sádum og Túnisum Túnisar og Sádí Arabar hafa ekki verið sérlega sigursælir í sögu HM og eru báðar þjóðir nú að þokast upp listann yfir flesta leiki spilaða í röð á HM án sigurs. Túnisar hafa spilað 10 leiki í röð án sigurs og Sádar 9 leiki. Sport 20.6.2006 16:52 Kristján Örn lenti í slagsmálum á æfingu Kristján Örn Sigurðsson og félagar í norska liðinu Brann mættu á sína fyrstu æfingu eftir sumarfrí í dag og ekki vildi betur til en svo að Kristján Örn lenti í áflogum við framherjann Robbie Winters eftir að þeir lentu í samstuði. Leikmennirnir sættust eftir uppákomuna, en greinilegt er að ekkert verður gefið eftir í baráttunni í herbúðum Brann á komandi leiktíð. Fótbolti 20.6.2006 16:18 Sannfærandi sigur Þjóðverja Þjóðverjar tryggðu sér toppsætið í A-riðlinum á HM í dag með öruggum 3-0 sigri á Ekvador. Miroslav Klose skoraði tvö mörk fyrir þýska liðið og Lukas Podolski eitt og var sigur heimamanna aldrei í hættu í Berlín í dag. Pólverjar luku keppni með sæmd og lögðu Kosta Ríka 2-1, þar sem Boratosz Bosacki skoraði tvívegis. Sport 20.6.2006 15:49 Geta slegið met Ítala á fimmtudag Brasilíska landsliðið hefur alla tíð verið þekktast fyrir frábæran sóknarleik, en fari svo að liðið haldi hreinu í lokaleik sínum í riðlakeppninni á fimmtudag, getur það slegið met ítalska landsliðsins síðan árið 1990. Sport 20.6.2006 15:07 Klose í stuði Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem standa yfir í A-riðli. Gestgjafarnir Þjóðverjar eru í essinu sínu gegn Ekvador og hafa yfir 2-0. Miroslav Klose er orðinn markahæsti leikmaður HM til þessa eftir að hann skoraði bæði mörk Þjóðverja á 4. og 42. mínútu og er nú kominn með 4 mörk á mótinu. Staðan í leik Kosta Ríka og Póllands er jöfn 1-1. Ronald Gomez kom Kosta Ríka yfir á 24. mínútu en Boratozs Bosacki jafnaði metin skömmu síðar. Sport 20.6.2006 14:45 Zlatan verður með á æfingu í dag Framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá sænska landsliðinu mun taka þátt í lokaæfingu liðsins í dag, en hann hefur verið meiddur síðan fyrir helgi. Svíar mæta Englendingum klukkan 19 í kvöld þar sem efsta sætið í B-riðli verður í húfi, en fastlega er þó reiknað með því að Zlatan verði hvíldur og Marcus Allback verði í framlínunni í hans stað. Sport 20.6.2006 14:38 Við höfum efni á Nistelrooy Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen eru enn að gera hosur sínar grænar fyrir hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United og í dag fullyrti yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern að félagið hefði vel efni á að kaupa Nistelrooy. Fótbolti 20.6.2006 14:22 Fótboltabullur handteknar í Köln Fjórir stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta voru handteknir fyrir skrílslæti í Köln í nótt, þegar eftirvænting þeirra eftir leik Englendinga gegn Svíþjóð fór úr böndunum. Sextán lögreglumenn slösuðust í átökunum og þurfti einn að leggjast inn á sjúkrahús. Erlent 20.6.2006 10:36 Henry telur Frakka geta spjarað sig án Zidane Thierry Henry leikmaður Arsenal og franska landsliðsins telur að Frakkar muni vinna þrátt fyrir að Zinidine Zidane verði í leikbanni í seinasta leik þeirra á móti Tógó á föstudag. Fótbolti 19.6.2006 17:15 Neville enn meiddur Gary Neville er enn meiddur og verður því ekki í byrjunarliðinu gegn Svíum á morgun. Wayne Rooney og Owen Hargreaves koma inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn á mótinu og verða þar í staðinn fyrir Peter Crouch og Steven Gerrard sem eru báðir einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fótbolti 19.6.2006 17:11 Ætluðu ekki að spila gegn Svisslendingum FIFA þurfti að hafa afskipti af leikmönnum Tógó sem ætluðu sér ekki að mæta í leikinn gegn Sviss í G-riðli HM í dag. Leikmenn liðsins eiga í deilum við knattspyrnusamband landsins vegna greiðslu fyrir að spila á mótinu og á meðan deilan stendur gátu þeir ekki hugsað sér að spila. "Þeir vildu ekki spila leikinn," sagði talsmaður FIFA sem talaði leikmenn Tógó til í gær. Sport 18.6.2006 21:14 Tiger Woods olli miklum vonbrigðum Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. Sport 18.6.2006 21:14 Við erum klassanum ofar en Portúgalarnir Landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson segir að íslenska liðið eigi mikið inni þrátt fyrir öruggan sigur gegn Portúgal í gær. Sport 18.6.2006 21:14 Sænskur handbolti á tímamótum í annað sinn á tveimur árum Svekkelsi Svía leyndi sér ekki í Laugardalshöllinni á laugardag enda er þetta í fyrsta sinn síðan 1938 sem þessi mikla handboltaþjóð missir af heimsmeistarakeppni. Sænskur handbolti stendur á tímamótum um þessar mundir þar sem Svíar taka ekki þátt á HM, eiga litla von um sæti á ÓL 2008 og nokkrir lykilmenn liðsins eru á síðasta snúningi. Sport 18.6.2006 21:14 Birmingham hyggst kæra Wigan Forrráðamenn Birmingham, hafa í hyggju að kæra Wigan til FA fyrir að beita ekki réttum aðferðum við að reyna að fá Emile Heskey til sín. Wigan hefur undanfarið lýst yfir áhuga að fá kappann. Forráðamenn Birmingham eru ósáttir við vinnubrögð Wigan manna. Sport 19.6.2006 11:12 Öruggur sigur í Laugardal Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 3-0 sigur á andstæðingum sínum frá Portúgal í 100. kvennalandsleik frá upphafi á Laugardalsvelli í gær. Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum fyrir undankeppni HM árið 2007. Sport 18.6.2006 21:14 Er alveg sama um tölfræðina Lionel Messi varð á dögunum sjötti yngsti markaskorari HM frá upphafi þegar hann rak síðasta naglann í kistu Serbíu-Svartfellinga í 6-0 sigri Argentínu á liðinu. Messi verður nítján ára 24. júní en sigurinn kom Argentínu áfram í næstu umferð. Sport 18.6.2006 21:14 Rooney í framlínunni með Owen Sven-Göran Eriksson mun að öllum líkindum gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Svíum á morgun frá því í leiknum gegn Trínidad og Tóbagó. Líklegt er að allir leikmenn Liverpool í þeim leik byrji á bekknum. Sport 18.6.2006 21:14 Af fótboltafári og fyrirtækjum Á fjögurra ára fresti, eða þegar HM í fótbolta fer fram, fer af stað umræðan um hið svokallaða fótboltafár eða "football fever" eins og það nefnist á ensku. Eftir að hafa dvalist í Köln í einn dag hef ég loksins öðlast skilning á þessu fyrirbæri. Sport 18.6.2006 21:14 Keflvíkingar komnir í bílstjórasætið Sport 17.6.2006 21:20 Gert að læra katalónsku Sport 17.6.2006 21:20 Fimm heimsklassaleikmenn berjast um þrjár stöður í liði Barcelona Sport 17.6.2006 21:20 Fer að láni til Real Zaragoza Sport 17.6.2006 21:20 Hef lengi verið aðdáandi Eiðs Johan Cruyff er goðsögn hjá Barcelona en hann lék með liðinu á árunum 1973 til 1978. Hann var kjörinn besti leikmaður Evrópu árin 1971, 1973 og 1974. Cruyff tók síðan við liðinu árið 1988 og stýrði liðinu til fjögurra Spánarmeistaratitla auk fyrsta Evrópubikars félagsins árið 1992. Sport 17.6.2006 21:20 Íslenski hópurinn er einstaklega samheldinn Íslenska kvennalandsliðið leikur gegn Portúgal á Laugardalsvellinum í dag. Þetta verður hundraðasti A-landsleikur Íslands í kvennaflokki frá upphafi. Sport 17.6.2006 21:20 « ‹ 190 191 192 193 194 195 196 197 198 … 334 ›
Ótrúlegt mark Joe Cole Englendingar hafa náð 1-0 forystu gegn Svíum á 34. mínútu með ótrúlegu marki frá Joe Cole, sem hefur verið besti maður enska liðsins í kvöld. Boltinn barst til Cole sem þrumaði honum að marki langt fyrir utan vítateig og Isaksson náði aðeins að slá knöttinn í stöngina og inn. Stórkostlegt mark. Sport 20.6.2006 19:33
Owen líklega úr leik Englendingar hafa orðið fyrir áfalli strax í upphafi leiks gegn Svíum, en framherjinn Michael Owen hné niður meiddur á vellinum eftir um tvær mínútur. Owen virtist snúa upp á hnéð á sér og var borinn af velli. Peter Crouch tók stöðu hans í liðinu og nú standa Englendingar væntanlega á öndinni á meðan þeir bíða fregna af Owen, en ekki er hægt að segja að útlitið sé gott fyrir hann. Sport 20.6.2006 19:06
England - Svíþjóð að hefjast Stórleikur Englendinga og Svía um efsta sætið í B-riðli er nú að hefjast og er í beinni á Sýn. Leikur Trínídad og Paragvæ er í beinni á Sýn Extra. Marcus Allback kemur inn í framlínu Svía í stað Zlatan Ibrahimovic og Wayne Rooney tekur stöðu Peter Crouch í enska liðinu. Byrjunarliðin eru hér fyrir neðan. Sport 20.6.2006 18:58
Tíu gul spjöld í leik Kosta Ríka og Pólverja Dómarinn Samsul Maidin frá Singapúr var óspar á gulu spjöldin í leik Kosta Ríka og Pólverja í dag. Hann veifaði gula spjaldinu alls tíu sinnum í leiknum og aðeins þrisvar hefur spjaldinu verið veifað oftar í leik í sögu HM. Sport 20.6.2006 18:18
Óttast snilli Wayne Rooney Lars Lagerback viðurkennir að hann sé mjög smeykur við framherjann Wayne Rooney fyrir leik Svía og Englendinga um efsta sætið í B-riðli í kvöld klukkan 19. Rooney verður væntanlega í byrjunarliði Englendinga í kvöld í fyrsta skipti síðan hann meiddist fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan. Sport 20.6.2006 17:05
Langt á milli sigra hjá Sádum og Túnisum Túnisar og Sádí Arabar hafa ekki verið sérlega sigursælir í sögu HM og eru báðar þjóðir nú að þokast upp listann yfir flesta leiki spilaða í röð á HM án sigurs. Túnisar hafa spilað 10 leiki í röð án sigurs og Sádar 9 leiki. Sport 20.6.2006 16:52
Kristján Örn lenti í slagsmálum á æfingu Kristján Örn Sigurðsson og félagar í norska liðinu Brann mættu á sína fyrstu æfingu eftir sumarfrí í dag og ekki vildi betur til en svo að Kristján Örn lenti í áflogum við framherjann Robbie Winters eftir að þeir lentu í samstuði. Leikmennirnir sættust eftir uppákomuna, en greinilegt er að ekkert verður gefið eftir í baráttunni í herbúðum Brann á komandi leiktíð. Fótbolti 20.6.2006 16:18
Sannfærandi sigur Þjóðverja Þjóðverjar tryggðu sér toppsætið í A-riðlinum á HM í dag með öruggum 3-0 sigri á Ekvador. Miroslav Klose skoraði tvö mörk fyrir þýska liðið og Lukas Podolski eitt og var sigur heimamanna aldrei í hættu í Berlín í dag. Pólverjar luku keppni með sæmd og lögðu Kosta Ríka 2-1, þar sem Boratosz Bosacki skoraði tvívegis. Sport 20.6.2006 15:49
Geta slegið met Ítala á fimmtudag Brasilíska landsliðið hefur alla tíð verið þekktast fyrir frábæran sóknarleik, en fari svo að liðið haldi hreinu í lokaleik sínum í riðlakeppninni á fimmtudag, getur það slegið met ítalska landsliðsins síðan árið 1990. Sport 20.6.2006 15:07
Klose í stuði Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem standa yfir í A-riðli. Gestgjafarnir Þjóðverjar eru í essinu sínu gegn Ekvador og hafa yfir 2-0. Miroslav Klose er orðinn markahæsti leikmaður HM til þessa eftir að hann skoraði bæði mörk Þjóðverja á 4. og 42. mínútu og er nú kominn með 4 mörk á mótinu. Staðan í leik Kosta Ríka og Póllands er jöfn 1-1. Ronald Gomez kom Kosta Ríka yfir á 24. mínútu en Boratozs Bosacki jafnaði metin skömmu síðar. Sport 20.6.2006 14:45
Zlatan verður með á æfingu í dag Framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá sænska landsliðinu mun taka þátt í lokaæfingu liðsins í dag, en hann hefur verið meiddur síðan fyrir helgi. Svíar mæta Englendingum klukkan 19 í kvöld þar sem efsta sætið í B-riðli verður í húfi, en fastlega er þó reiknað með því að Zlatan verði hvíldur og Marcus Allback verði í framlínunni í hans stað. Sport 20.6.2006 14:38
Við höfum efni á Nistelrooy Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen eru enn að gera hosur sínar grænar fyrir hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United og í dag fullyrti yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern að félagið hefði vel efni á að kaupa Nistelrooy. Fótbolti 20.6.2006 14:22
Fótboltabullur handteknar í Köln Fjórir stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta voru handteknir fyrir skrílslæti í Köln í nótt, þegar eftirvænting þeirra eftir leik Englendinga gegn Svíþjóð fór úr böndunum. Sextán lögreglumenn slösuðust í átökunum og þurfti einn að leggjast inn á sjúkrahús. Erlent 20.6.2006 10:36
Henry telur Frakka geta spjarað sig án Zidane Thierry Henry leikmaður Arsenal og franska landsliðsins telur að Frakkar muni vinna þrátt fyrir að Zinidine Zidane verði í leikbanni í seinasta leik þeirra á móti Tógó á föstudag. Fótbolti 19.6.2006 17:15
Neville enn meiddur Gary Neville er enn meiddur og verður því ekki í byrjunarliðinu gegn Svíum á morgun. Wayne Rooney og Owen Hargreaves koma inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn á mótinu og verða þar í staðinn fyrir Peter Crouch og Steven Gerrard sem eru báðir einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fótbolti 19.6.2006 17:11
Ætluðu ekki að spila gegn Svisslendingum FIFA þurfti að hafa afskipti af leikmönnum Tógó sem ætluðu sér ekki að mæta í leikinn gegn Sviss í G-riðli HM í dag. Leikmenn liðsins eiga í deilum við knattspyrnusamband landsins vegna greiðslu fyrir að spila á mótinu og á meðan deilan stendur gátu þeir ekki hugsað sér að spila. "Þeir vildu ekki spila leikinn," sagði talsmaður FIFA sem talaði leikmenn Tógó til í gær. Sport 18.6.2006 21:14
Tiger Woods olli miklum vonbrigðum Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. Sport 18.6.2006 21:14
Við erum klassanum ofar en Portúgalarnir Landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson segir að íslenska liðið eigi mikið inni þrátt fyrir öruggan sigur gegn Portúgal í gær. Sport 18.6.2006 21:14
Sænskur handbolti á tímamótum í annað sinn á tveimur árum Svekkelsi Svía leyndi sér ekki í Laugardalshöllinni á laugardag enda er þetta í fyrsta sinn síðan 1938 sem þessi mikla handboltaþjóð missir af heimsmeistarakeppni. Sænskur handbolti stendur á tímamótum um þessar mundir þar sem Svíar taka ekki þátt á HM, eiga litla von um sæti á ÓL 2008 og nokkrir lykilmenn liðsins eru á síðasta snúningi. Sport 18.6.2006 21:14
Birmingham hyggst kæra Wigan Forrráðamenn Birmingham, hafa í hyggju að kæra Wigan til FA fyrir að beita ekki réttum aðferðum við að reyna að fá Emile Heskey til sín. Wigan hefur undanfarið lýst yfir áhuga að fá kappann. Forráðamenn Birmingham eru ósáttir við vinnubrögð Wigan manna. Sport 19.6.2006 11:12
Öruggur sigur í Laugardal Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 3-0 sigur á andstæðingum sínum frá Portúgal í 100. kvennalandsleik frá upphafi á Laugardalsvelli í gær. Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum fyrir undankeppni HM árið 2007. Sport 18.6.2006 21:14
Er alveg sama um tölfræðina Lionel Messi varð á dögunum sjötti yngsti markaskorari HM frá upphafi þegar hann rak síðasta naglann í kistu Serbíu-Svartfellinga í 6-0 sigri Argentínu á liðinu. Messi verður nítján ára 24. júní en sigurinn kom Argentínu áfram í næstu umferð. Sport 18.6.2006 21:14
Rooney í framlínunni með Owen Sven-Göran Eriksson mun að öllum líkindum gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Svíum á morgun frá því í leiknum gegn Trínidad og Tóbagó. Líklegt er að allir leikmenn Liverpool í þeim leik byrji á bekknum. Sport 18.6.2006 21:14
Af fótboltafári og fyrirtækjum Á fjögurra ára fresti, eða þegar HM í fótbolta fer fram, fer af stað umræðan um hið svokallaða fótboltafár eða "football fever" eins og það nefnist á ensku. Eftir að hafa dvalist í Köln í einn dag hef ég loksins öðlast skilning á þessu fyrirbæri. Sport 18.6.2006 21:14
Hef lengi verið aðdáandi Eiðs Johan Cruyff er goðsögn hjá Barcelona en hann lék með liðinu á árunum 1973 til 1978. Hann var kjörinn besti leikmaður Evrópu árin 1971, 1973 og 1974. Cruyff tók síðan við liðinu árið 1988 og stýrði liðinu til fjögurra Spánarmeistaratitla auk fyrsta Evrópubikars félagsins árið 1992. Sport 17.6.2006 21:20
Íslenski hópurinn er einstaklega samheldinn Íslenska kvennalandsliðið leikur gegn Portúgal á Laugardalsvellinum í dag. Þetta verður hundraðasti A-landsleikur Íslands í kvennaflokki frá upphafi. Sport 17.6.2006 21:20