Sport

Rooney í framlínunni með Owen

í fullu fjöri  Wayne Rooney er í góðu formi og stóð sig vel eftir að hann kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Trínidad.
í fullu fjöri Wayne Rooney er í góðu formi og stóð sig vel eftir að hann kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Trínidad. MYND/nordicphotos/afp

Sven-Göran Eriksson mun að öllum líkindum gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Svíum á morgun frá því í leiknum gegn Trínidad og Tóbagó. Líklegt er að allir leikmenn Liverpool í þeim leik byrji á bekknum.

Gary Neville kemur inn í liðið fyrir Jamie Carragher, Owen Hargreaves fyrir Steven Gerrard og Wayne Rooney fyrir Peter Crouch. Gerrard og Crouch skoruðu mörkin sem tryggðu Englandi sigur í leiknum gegn Trínidad.

Hargreaves er talinn líklegastur til að taka stöðu Gerrards en Michael Carrick kemur einnig til greina. Bæði Lampard og Gerrard, auk Crouch, hafa fengið gult spjald og lenda því í leikbanni fái þeir annað spjald.

Ef við þyrftum að vinna til að komast áfram myndi ég líklega hafa alla þrjá í byrjunarliðinu, en við þurfum þess ekki. Líklegra er því að ég muni hvíla einn eða tvo, sagði Eriksson sem mun að öllum líkindum byrja með Rooney frammi með Michael Owen.

Wayne lítur vel út. Ég talaði við hann og læknana og hann kenndi sér einskis mein eftir leikinn gegn Trínidad. Hann segir að hann sé tilbúinn til að spila í 90 mínútur en ég er ekki viss, ég verð að tala við læknana. Ef hann er tilbúinn til að spila í það minnsta í klukkutíma mun hann byrja leikinn en liðið er allt annað með Rooney innanborðs, sagði Eriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×