Íþróttir Frakkar náðu fram hefndum Frakkar náðu í kvöld fram hefndum frá úrslitaleiknum á HM fyrir tveimur mánuðum, þegar þeir lögðu Ítala 3-1 á heimavelli í undankeppni EM. Sidney Govou skoraði tvö mörk Frakka og Thierry Henry eitt, en Alberto Gilardino svaraði fyrir Ítala og ekki hægt að segja að byrjunin sé glæsileg hjá Roberto Donadoni landsliðsþjálfara. Sport 6.9.2006 22:03 Finnar yfir eftir þrjá leikhluta Finnar hafa komist yfir í Evrópuleiknum gegn Íslendingum í Laugardalshöllinni og hafa 71-67 forystu þegar fjórði og síðasti leikhlutinn er að hefjast. Brenton Birmingham er stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. Körfubolti 6.9.2006 21:59 Þjóverjar niðurlægðu San Marino Þjóðverjar hreint út sagt niðurlægðu smálið San Marino í undankeppni EM í kvöld og sigruðu 13-0 á útivelli. Lukas Podolski skoraði fjögur mörk í leiknum, Miroslav Klose, Bastian Schweinsteiger og Thomas Hitzlsperger skoruðu tvö hver og þeir Michael Ballack, Arne Friedrich og Bernd Schneider gerðu eitt mark hver. Sport 6.9.2006 21:48 Frækinn sigur Norður-Íra Norður-Írar virðast hafa jafnað sig eftir áfallið á heimavelli gegn Íslendingum um síðustu helgi, en liðið skellti Spánverjum 3-2 í undankeppni EM í Belfast í kvöld. David Healy skoraði þrennu fyrir írska liðið, en þeir Xavi og David Villa skoruðu mörk Spánverja. Sport 6.9.2006 21:41 Ísland yfir í hálfleik Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur yfir 57-46 gegn Finnum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign þjóðanna í B-deild Evrópumótsins í körfuknattleik. Brenton Birmingham er stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig, Logi Gunnarsson er með 10 stig, Hlynur Bæringsson 9 stig og 7 fráköst og Páll Axel Vilbergsson hefur skorað 8 stig. Leikurinn er bráðfjörugur og spilast undir föstum takti Pumasveitarinnar frá Keflavík. Körfubolti 6.9.2006 21:26 Crouch bjargaði Englendingum Peter Crouch skoraði eina mark leiksins þegar Englendingar lögðu Makedóna 1-0 á útivelli í undankeppni EM í kvöld. Crouch hefur verið sjóðandi heitur upp á síðkastið, en þó enska liðið hafi vissulega fengið fleiri færi til að skora í kvöld, hefðu heimamenn að sama skapi geta tryggt sér stig með smá heppni. Englendingar eru því enn með fullt hús stiga eftir tvo leiki í riðlakeppninni. Sport 6.9.2006 21:18 Góð byrjun Íslendinga gegn Finnum Íslenska landsliðið í körfubolta byrjar vel gegn Finnum í viðureign þjóðanna í B-deild Evrópukeppninnar. Ísland hefur yfir 31-21 eftir fyrsta leikhlutann, þar sem Brenton Birmingham hefur skorað 9 stig fyrir íslenska liðið og þeir Logi Gunnarsson go Páll Axl Vilbergsson 8 hvor. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll, þar sem trommusveit Keflvíkinga fer fremst í flokki við að hvetja íslenska liðið. Körfubolti 6.9.2006 21:05 Danir númeri of stórir Íslenska landsliðið í knattspyrnu þurfti að sætta sig við 2-0 tap fyrir Dönum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM. Danska liðið hafði sterk tök á leiknum frá upphafi og eftir að þeir Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson höfðu komið liðinu í 2-0 eftir rúman hálftíma, var sigur Dana aldrei í hættu. Sport 6.9.2006 19:56 Danir númeri of stórir Íslenska landsliðið í knattspyrnu þurfti að sætta sig við 2-0 tap fyrir Dönum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM. Danska liðið hafði sterk tök á leiknum frá upphafi og eftir að þeir Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson höfðu komið liðinu í 2-0 eftir rúman hálftíma, var sigur Dana aldrei í hættu. Innlent 6.9.2006 20:03 Danir leiða í hálfleik Nú er búið að flauta til leikhlés í viðureign Íslendinga og Dana á Laugardalsvelli í undankeppni EM í knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að Danir hafa verið miklu betri í fyrri hálfleiknum og leiða verðskuldað 2-0. Það voru Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson sem skoruðu mörk danska liðsins á 5. og 33. mínútu. Sport 6.9.2006 18:54 2-0 fyrir Dani Danir eru komnir í 2-0 gegn Íslendingum eftir 33 mínútur á Laugardalsvelli. Það var Jon Dahl Tomasson sem skoraði markið eftir snarpa skyndisókn danska liðsins, en skömmu áður hafði Eiður Smári Guðjohnsen fengið dauðafæri á hinum enda vallarins. Sport 6.9.2006 18:42 Danir komnir yfir Það tók Dani ekki nema um fimm mínútur að ná forystu gegn Íslendingum í leik liðanna í undankeppni EM á Laugardalsvelli. Það var Dennis Rommendahl sem skoraði mark Dana eftir að hafa fengið langa sendingu inn fyrir íslensku vörnina. Nokkur rangstöðufnykur var af markinu, en línuvörðurinn sá ekki ástæðu til að flagga. Sport 6.9.2006 18:14 Lokaútkall á Ísland - Finnland Rétt er að minna enn og aftur á landsleik Íslendinga og Finna í körfubolta sem fram fer í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:30 og hefst hann svo að segja um leið og leik Dana og Íslendinga í knattspyrnunni lýkur. Finnska liðið er mjög sterkt og því er rétt að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í Höllina og styðja við bakið á íslensku strákunum. Körfubolti 6.9.2006 17:36 Tveir stórleikir í beinni í kvöld Það verða tveir frábærir leikir í beinni útsendingu á Sýn og Sýn Extra í undankeppni EM í kvöld. Á Sýn verður stórleikur liðanna sem mættust í úrslitaleik HM fyrir tveimur mánuðum þegar Frakkar og Ítalir mætast í París og þá verður leikur Makedóna og Englendinga í beinni á Sýn Extra. Leikirnir hefjast klukkan 18. Sport 6.9.2006 17:31 Hef lært mikið af Jose Mourinho John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, segir að Jose Mourinho hafi kennt sér mikið um það að vera fyrirliði þann tíma sem hann hefur verið hjá Chelsea og þessir hlutir hafi komið sér vel eftir að hann tók við fyrirliðabandinu hjá enska liðinu. Sport 6.9.2006 17:23 Hjálmar í byrjunarliðið Eyjólfur Sverrisson hefur gert eina breytingu á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld, en hann hefur kallað Hjálmar Jónsson inn í liðið í stað Hannesar Þ Sigurðssonar. Annars er byrjunarliðið það sama og lagði Norður-Íra um helgina. Sport 6.9.2006 16:38 Væri kominn með landsleik ef ég spilaði fyrir stórlið Kevin Nolan segist viss um að sú staðreynd að hann spili með smáliði Bolton hafi hindrað að hann fái tækifæri til að spreyta sig með enska landsliðinu. Nolan hefur oft verið rómaður fyrir frammistöðu sína með Bolton, en hann segist viss um ef hann spilaði með Liverpool eða Manchester United, hefði hann fengið að spila landsleik fyrir löngu. Sport 6.9.2006 15:25 300 aukamiðar til sölu á miði.is Knattspyrnusamband Íslands hefur nú boðið 300 aukamiða til sölu á leik Íslands og Danmerkur í undankeppni EM sem hefst klukkan 18:05 í kvöld og þar er á ferðinni kjörið tækifæri fyrir þá sem enn hafa ekki náð að tryggja sér miða á þennan stórleik. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Sport 6.9.2006 15:33 Thuram býður heimilislausum á völlinn Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. Sport 6.9.2006 15:02 Aaron Lennon bankar á dyrnar Steve McClaren hefur aðvarað byrjunarliðsmenn enska landsliðsins og segir að Aaron Lennon geri kröfur á að fá sæti í byrjunarliðinu með frábærum innkomum sínum í leiki liðsins. Lennon lagði upp mark gegn Andorra um helgina og McClaren segir bindur miklar vonir við þennan unga leikmann. Sport 6.9.2006 14:50 Tiger Woods kylfingur ársins hjá PGA Sigur Tiger Woods á Deutsche Bank mótinu um helgina tryggði það að hann vann sér nafnbótina kylfingur ársins á PGA enn eitt árið, en titilinn hlýtur sá kylfingur sem rakað hefur inn flestum stigum á mótum ársins. Þetta er í áttunda skipti á tíu árum Woods á mótaröðinni sem hann vinnur stigatitilinn, en aðeins þeir Mark O'Meara árið 1998 og Vijay Singh árið 2004 hafa náð að skáka snillingnum á þeim tíma. Golf 6.9.2006 14:11 Lisa Leslie verðmætasti leikmaðurinn Lisa Leslie var á sunnudag valin verðmætasti leikmaðurinn í amerísku kvennadeildinni í körfubolta í þriðja sinn á ferlinum. Leslie leikur með Los Angeles Sparks og var þetta í þriðja sinn á ferlinum sem hún vinnur þessi verðlaun, en aðeins Sheryl Swoopes hjá Houston Comets hefur unnið verðlaunin jafn oft. Leslie skoraði 20 stig að meðaltali í leik í sumar og leiddi deildina í stigum og fráköstum. Körfubolti 6.9.2006 14:01 Ég gæti notað mann eins og Giggs Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, var mjög hrifinn af Ryan Giggs í gærkvöldi þegar Brassar lögðu Wales í æfingaleik á White Hart Lane. Brassar höfðu 2-0 sigur, en Dunga þótti Ryan Giggs fara á kostum í þær 45 mínútur sem hann spilaði í gær. Sport 6.9.2006 13:09 Kovalainen leysir Alonso af hólmi Keppnislið Renault í Formúlu 1 tilkynnti í dag að finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen muni leysa Spánverjann Fernando Alonso af hólmi sem aðalökumaður liðsins á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn gengur í raðir McLaren. Giancarlo Fisichella verður áfram ökumaður hjá liðinu, en hann framlengdi samning sinn um eitt ár á dögunum. Formúla 1 6.9.2006 12:50 Raikkönnen klár í slaginn Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá McLaren hefur nú gefið það út að hann sé við hestaheilsu og búinn að jafna sig af bakmeiðslum sem höfðu verið að angra hann síðan hann lenti í óhappi í Tyrklandskappakstrinum á dögunum. Raikkönen segist í toppstandi og tilbúinn í Ítalíukappaksturinn á Monza um næstu helgi. Formúla 1 5.9.2006 21:04 Brassar lögðu Wales Brasilíumenn lögðu Wales 2-0 í æfingaleik þjóðanna á White Hart Lane í Lundúnum í kvöld, en leikurinn var sýndur beint á Sýn. Junior Marcelo skoraði fyrra mark Brassa á 60. mínútu með þrumuskoti og framherjinn Wagner Love gerði út um leikinn um stundarfjórðungi síðar með laglegu skallamarki. Sport 5.9.2006 20:56 Jafnt á White Hart Lane í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í vináttuleik Brasilíumanna og Walesverja sem fram fer á White Hart Lane í Lundúnum. Hvorugu liðinu hefur enn tekist að skora, en mark hefur verið dæmt af Brössum vegna rangstöðu og þá átti Robert Earnshaw dauðafæri fyrir Wales en náði ekki að nýta það. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Sport 5.9.2006 19:35 Við hlæjum að Chelsea Raymond Domenech hefur nú komið landsliðsmanninum William Gallas til varnar og segir leikmenn franska landsliðsins hlæja að yfirlýsingu sem enska úrvalsdeildarliðið Chelsea gaf út í gær, þar sem því var haldið fram að Gallas hefði hótað að skora sjálfsmark ef hann yrði látinn spila með liði Chelsea. Sport 5.9.2006 19:02 Brasilía - Wales að hefjast Vináttuleikur Brasilíumanna og Walesverja er nú að hefjast í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Leikurinn átti að hefjast klukkan 18:30 en hefur verið seinkað til klukkan 18:45. Leikurinn fer fram á White Hart Lane í Lundúnum, heimavelli Tottenham Hotspur. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan. Sport 5.9.2006 18:28 Ræður sálfræðing til að stappa stálinu í liðið Steve McClaren hefur ráðið sálfræðing til að stappa stálinu í leikmenn enska landsliðsins. Sálfræðingurinn er fyrrum körfuboltaþjálfari og fyrirlesari og starfaði áður með McClaren hjá Manchester United og Middlesbrough. Honum er ætlað að efla sálrænan styrk enska liðsins, sem frægt er orðið fyrir að missa niður um sig buxurnar á mikilvægum augnablikum - enda hefur liðið til að mynda tapað fimm af sex síðustu vítakeppnum sínum á stórmótum frá árinu 1990. Sport 5.9.2006 17:05 « ‹ 147 148 149 150 151 152 153 154 155 … 334 ›
Frakkar náðu fram hefndum Frakkar náðu í kvöld fram hefndum frá úrslitaleiknum á HM fyrir tveimur mánuðum, þegar þeir lögðu Ítala 3-1 á heimavelli í undankeppni EM. Sidney Govou skoraði tvö mörk Frakka og Thierry Henry eitt, en Alberto Gilardino svaraði fyrir Ítala og ekki hægt að segja að byrjunin sé glæsileg hjá Roberto Donadoni landsliðsþjálfara. Sport 6.9.2006 22:03
Finnar yfir eftir þrjá leikhluta Finnar hafa komist yfir í Evrópuleiknum gegn Íslendingum í Laugardalshöllinni og hafa 71-67 forystu þegar fjórði og síðasti leikhlutinn er að hefjast. Brenton Birmingham er stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. Körfubolti 6.9.2006 21:59
Þjóverjar niðurlægðu San Marino Þjóðverjar hreint út sagt niðurlægðu smálið San Marino í undankeppni EM í kvöld og sigruðu 13-0 á útivelli. Lukas Podolski skoraði fjögur mörk í leiknum, Miroslav Klose, Bastian Schweinsteiger og Thomas Hitzlsperger skoruðu tvö hver og þeir Michael Ballack, Arne Friedrich og Bernd Schneider gerðu eitt mark hver. Sport 6.9.2006 21:48
Frækinn sigur Norður-Íra Norður-Írar virðast hafa jafnað sig eftir áfallið á heimavelli gegn Íslendingum um síðustu helgi, en liðið skellti Spánverjum 3-2 í undankeppni EM í Belfast í kvöld. David Healy skoraði þrennu fyrir írska liðið, en þeir Xavi og David Villa skoruðu mörk Spánverja. Sport 6.9.2006 21:41
Ísland yfir í hálfleik Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur yfir 57-46 gegn Finnum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign þjóðanna í B-deild Evrópumótsins í körfuknattleik. Brenton Birmingham er stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig, Logi Gunnarsson er með 10 stig, Hlynur Bæringsson 9 stig og 7 fráköst og Páll Axel Vilbergsson hefur skorað 8 stig. Leikurinn er bráðfjörugur og spilast undir föstum takti Pumasveitarinnar frá Keflavík. Körfubolti 6.9.2006 21:26
Crouch bjargaði Englendingum Peter Crouch skoraði eina mark leiksins þegar Englendingar lögðu Makedóna 1-0 á útivelli í undankeppni EM í kvöld. Crouch hefur verið sjóðandi heitur upp á síðkastið, en þó enska liðið hafi vissulega fengið fleiri færi til að skora í kvöld, hefðu heimamenn að sama skapi geta tryggt sér stig með smá heppni. Englendingar eru því enn með fullt hús stiga eftir tvo leiki í riðlakeppninni. Sport 6.9.2006 21:18
Góð byrjun Íslendinga gegn Finnum Íslenska landsliðið í körfubolta byrjar vel gegn Finnum í viðureign þjóðanna í B-deild Evrópukeppninnar. Ísland hefur yfir 31-21 eftir fyrsta leikhlutann, þar sem Brenton Birmingham hefur skorað 9 stig fyrir íslenska liðið og þeir Logi Gunnarsson go Páll Axl Vilbergsson 8 hvor. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll, þar sem trommusveit Keflvíkinga fer fremst í flokki við að hvetja íslenska liðið. Körfubolti 6.9.2006 21:05
Danir númeri of stórir Íslenska landsliðið í knattspyrnu þurfti að sætta sig við 2-0 tap fyrir Dönum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM. Danska liðið hafði sterk tök á leiknum frá upphafi og eftir að þeir Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson höfðu komið liðinu í 2-0 eftir rúman hálftíma, var sigur Dana aldrei í hættu. Sport 6.9.2006 19:56
Danir númeri of stórir Íslenska landsliðið í knattspyrnu þurfti að sætta sig við 2-0 tap fyrir Dönum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM. Danska liðið hafði sterk tök á leiknum frá upphafi og eftir að þeir Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson höfðu komið liðinu í 2-0 eftir rúman hálftíma, var sigur Dana aldrei í hættu. Innlent 6.9.2006 20:03
Danir leiða í hálfleik Nú er búið að flauta til leikhlés í viðureign Íslendinga og Dana á Laugardalsvelli í undankeppni EM í knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að Danir hafa verið miklu betri í fyrri hálfleiknum og leiða verðskuldað 2-0. Það voru Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson sem skoruðu mörk danska liðsins á 5. og 33. mínútu. Sport 6.9.2006 18:54
2-0 fyrir Dani Danir eru komnir í 2-0 gegn Íslendingum eftir 33 mínútur á Laugardalsvelli. Það var Jon Dahl Tomasson sem skoraði markið eftir snarpa skyndisókn danska liðsins, en skömmu áður hafði Eiður Smári Guðjohnsen fengið dauðafæri á hinum enda vallarins. Sport 6.9.2006 18:42
Danir komnir yfir Það tók Dani ekki nema um fimm mínútur að ná forystu gegn Íslendingum í leik liðanna í undankeppni EM á Laugardalsvelli. Það var Dennis Rommendahl sem skoraði mark Dana eftir að hafa fengið langa sendingu inn fyrir íslensku vörnina. Nokkur rangstöðufnykur var af markinu, en línuvörðurinn sá ekki ástæðu til að flagga. Sport 6.9.2006 18:14
Lokaútkall á Ísland - Finnland Rétt er að minna enn og aftur á landsleik Íslendinga og Finna í körfubolta sem fram fer í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:30 og hefst hann svo að segja um leið og leik Dana og Íslendinga í knattspyrnunni lýkur. Finnska liðið er mjög sterkt og því er rétt að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í Höllina og styðja við bakið á íslensku strákunum. Körfubolti 6.9.2006 17:36
Tveir stórleikir í beinni í kvöld Það verða tveir frábærir leikir í beinni útsendingu á Sýn og Sýn Extra í undankeppni EM í kvöld. Á Sýn verður stórleikur liðanna sem mættust í úrslitaleik HM fyrir tveimur mánuðum þegar Frakkar og Ítalir mætast í París og þá verður leikur Makedóna og Englendinga í beinni á Sýn Extra. Leikirnir hefjast klukkan 18. Sport 6.9.2006 17:31
Hef lært mikið af Jose Mourinho John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, segir að Jose Mourinho hafi kennt sér mikið um það að vera fyrirliði þann tíma sem hann hefur verið hjá Chelsea og þessir hlutir hafi komið sér vel eftir að hann tók við fyrirliðabandinu hjá enska liðinu. Sport 6.9.2006 17:23
Hjálmar í byrjunarliðið Eyjólfur Sverrisson hefur gert eina breytingu á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld, en hann hefur kallað Hjálmar Jónsson inn í liðið í stað Hannesar Þ Sigurðssonar. Annars er byrjunarliðið það sama og lagði Norður-Íra um helgina. Sport 6.9.2006 16:38
Væri kominn með landsleik ef ég spilaði fyrir stórlið Kevin Nolan segist viss um að sú staðreynd að hann spili með smáliði Bolton hafi hindrað að hann fái tækifæri til að spreyta sig með enska landsliðinu. Nolan hefur oft verið rómaður fyrir frammistöðu sína með Bolton, en hann segist viss um ef hann spilaði með Liverpool eða Manchester United, hefði hann fengið að spila landsleik fyrir löngu. Sport 6.9.2006 15:25
300 aukamiðar til sölu á miði.is Knattspyrnusamband Íslands hefur nú boðið 300 aukamiða til sölu á leik Íslands og Danmerkur í undankeppni EM sem hefst klukkan 18:05 í kvöld og þar er á ferðinni kjörið tækifæri fyrir þá sem enn hafa ekki náð að tryggja sér miða á þennan stórleik. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Sport 6.9.2006 15:33
Thuram býður heimilislausum á völlinn Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. Sport 6.9.2006 15:02
Aaron Lennon bankar á dyrnar Steve McClaren hefur aðvarað byrjunarliðsmenn enska landsliðsins og segir að Aaron Lennon geri kröfur á að fá sæti í byrjunarliðinu með frábærum innkomum sínum í leiki liðsins. Lennon lagði upp mark gegn Andorra um helgina og McClaren segir bindur miklar vonir við þennan unga leikmann. Sport 6.9.2006 14:50
Tiger Woods kylfingur ársins hjá PGA Sigur Tiger Woods á Deutsche Bank mótinu um helgina tryggði það að hann vann sér nafnbótina kylfingur ársins á PGA enn eitt árið, en titilinn hlýtur sá kylfingur sem rakað hefur inn flestum stigum á mótum ársins. Þetta er í áttunda skipti á tíu árum Woods á mótaröðinni sem hann vinnur stigatitilinn, en aðeins þeir Mark O'Meara árið 1998 og Vijay Singh árið 2004 hafa náð að skáka snillingnum á þeim tíma. Golf 6.9.2006 14:11
Lisa Leslie verðmætasti leikmaðurinn Lisa Leslie var á sunnudag valin verðmætasti leikmaðurinn í amerísku kvennadeildinni í körfubolta í þriðja sinn á ferlinum. Leslie leikur með Los Angeles Sparks og var þetta í þriðja sinn á ferlinum sem hún vinnur þessi verðlaun, en aðeins Sheryl Swoopes hjá Houston Comets hefur unnið verðlaunin jafn oft. Leslie skoraði 20 stig að meðaltali í leik í sumar og leiddi deildina í stigum og fráköstum. Körfubolti 6.9.2006 14:01
Ég gæti notað mann eins og Giggs Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, var mjög hrifinn af Ryan Giggs í gærkvöldi þegar Brassar lögðu Wales í æfingaleik á White Hart Lane. Brassar höfðu 2-0 sigur, en Dunga þótti Ryan Giggs fara á kostum í þær 45 mínútur sem hann spilaði í gær. Sport 6.9.2006 13:09
Kovalainen leysir Alonso af hólmi Keppnislið Renault í Formúlu 1 tilkynnti í dag að finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen muni leysa Spánverjann Fernando Alonso af hólmi sem aðalökumaður liðsins á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn gengur í raðir McLaren. Giancarlo Fisichella verður áfram ökumaður hjá liðinu, en hann framlengdi samning sinn um eitt ár á dögunum. Formúla 1 6.9.2006 12:50
Raikkönnen klár í slaginn Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá McLaren hefur nú gefið það út að hann sé við hestaheilsu og búinn að jafna sig af bakmeiðslum sem höfðu verið að angra hann síðan hann lenti í óhappi í Tyrklandskappakstrinum á dögunum. Raikkönen segist í toppstandi og tilbúinn í Ítalíukappaksturinn á Monza um næstu helgi. Formúla 1 5.9.2006 21:04
Brassar lögðu Wales Brasilíumenn lögðu Wales 2-0 í æfingaleik þjóðanna á White Hart Lane í Lundúnum í kvöld, en leikurinn var sýndur beint á Sýn. Junior Marcelo skoraði fyrra mark Brassa á 60. mínútu með þrumuskoti og framherjinn Wagner Love gerði út um leikinn um stundarfjórðungi síðar með laglegu skallamarki. Sport 5.9.2006 20:56
Jafnt á White Hart Lane í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í vináttuleik Brasilíumanna og Walesverja sem fram fer á White Hart Lane í Lundúnum. Hvorugu liðinu hefur enn tekist að skora, en mark hefur verið dæmt af Brössum vegna rangstöðu og þá átti Robert Earnshaw dauðafæri fyrir Wales en náði ekki að nýta það. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Sport 5.9.2006 19:35
Við hlæjum að Chelsea Raymond Domenech hefur nú komið landsliðsmanninum William Gallas til varnar og segir leikmenn franska landsliðsins hlæja að yfirlýsingu sem enska úrvalsdeildarliðið Chelsea gaf út í gær, þar sem því var haldið fram að Gallas hefði hótað að skora sjálfsmark ef hann yrði látinn spila með liði Chelsea. Sport 5.9.2006 19:02
Brasilía - Wales að hefjast Vináttuleikur Brasilíumanna og Walesverja er nú að hefjast í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Leikurinn átti að hefjast klukkan 18:30 en hefur verið seinkað til klukkan 18:45. Leikurinn fer fram á White Hart Lane í Lundúnum, heimavelli Tottenham Hotspur. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan. Sport 5.9.2006 18:28
Ræður sálfræðing til að stappa stálinu í liðið Steve McClaren hefur ráðið sálfræðing til að stappa stálinu í leikmenn enska landsliðsins. Sálfræðingurinn er fyrrum körfuboltaþjálfari og fyrirlesari og starfaði áður með McClaren hjá Manchester United og Middlesbrough. Honum er ætlað að efla sálrænan styrk enska liðsins, sem frægt er orðið fyrir að missa niður um sig buxurnar á mikilvægum augnablikum - enda hefur liðið til að mynda tapað fimm af sex síðustu vítakeppnum sínum á stórmótum frá árinu 1990. Sport 5.9.2006 17:05