Thuram býður heimilislausum á völlinn 6. september 2006 15:02 Lilian Thuram hefur gagnrýnt stjórnmálamenn í Frakklandi harðlega fyrir hægrisinnuð vinnubrögð í málum innflytjenda NordicPhotos/GettyImages Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. Þetta uppátæki Thuram hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og vakti að sama skapi litla hrifningu hægrisinnaðra stjórnmálamanna þar í landi, en mörgum er enn í fersku minni óeirðirnar sem áttu sér stað í Frakklandi í fyrra og áttu rót að rekja til heimilislausra innflytjenda. Einn innflytjendanna sem Thuram hefur boðið á leikinn í kvöld sagði þetta senda sterk skilaboð um það að franska landsliðið kærði sig kollótt um þjóðerni eða húðlit íbúa í landinu. Það þótti bera vott um hræsni í sumar þegar aðstandendur franska landsliðsins rómuðu fjölþjóðasveitina sem spilaði fyrir hönd þjóðarinnar, en á meðan væri upplausn í málum innflytjenda í landinu. Talsmaður hægrimanna í frönskum stjórnmálum tók uppátæki Thuram illa og sagði hlutverk knattspyrnumanna vera að spila fótbolta og benti á að á meðan fjöldi Frakka væri á biðlista eftir húsnæði, væru stjórnvöld að eyða púðri í að hýsa ólöglega innflytjendur í landinu. Íþróttamálaráðherra Frakka segir hinsvegar að landsliðsmönnunum sé frjálst að bjóða hverjum sem þeir vilja á leiki landsliðsins, en ættu þó að fara varlega í þeim efnum og gæta þess að misnota ekki nafn landsliðsins. Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakka, hefur lofað að herða reglur um ólöglega innflytjendur í landinu til muna eftir óeirðirnar í fyrra og stefnir að því að vísa þúsundum þeirra úr landi á árinu. Thuram hefur gagnrýnt ráðherrann harðlega og því fer uppátæki hans í dag væntanlega illa í ráðherrann. Tæpar 5 milljónir innflytjenda eru sagðar búa í Frakklandi í dag og talið er að á milli 200-400.000 þeirra séu ólöglegir innflytjendur. Lilian Thuram og Thierry Henry í franska landsliðinu eiga ættir að rekja til Vestur Indía og þá eru leikmenn eins og Claude Makelele og Patrick Vieira ættaðir frá Afríku. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira
Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. Þetta uppátæki Thuram hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og vakti að sama skapi litla hrifningu hægrisinnaðra stjórnmálamanna þar í landi, en mörgum er enn í fersku minni óeirðirnar sem áttu sér stað í Frakklandi í fyrra og áttu rót að rekja til heimilislausra innflytjenda. Einn innflytjendanna sem Thuram hefur boðið á leikinn í kvöld sagði þetta senda sterk skilaboð um það að franska landsliðið kærði sig kollótt um þjóðerni eða húðlit íbúa í landinu. Það þótti bera vott um hræsni í sumar þegar aðstandendur franska landsliðsins rómuðu fjölþjóðasveitina sem spilaði fyrir hönd þjóðarinnar, en á meðan væri upplausn í málum innflytjenda í landinu. Talsmaður hægrimanna í frönskum stjórnmálum tók uppátæki Thuram illa og sagði hlutverk knattspyrnumanna vera að spila fótbolta og benti á að á meðan fjöldi Frakka væri á biðlista eftir húsnæði, væru stjórnvöld að eyða púðri í að hýsa ólöglega innflytjendur í landinu. Íþróttamálaráðherra Frakka segir hinsvegar að landsliðsmönnunum sé frjálst að bjóða hverjum sem þeir vilja á leiki landsliðsins, en ættu þó að fara varlega í þeim efnum og gæta þess að misnota ekki nafn landsliðsins. Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakka, hefur lofað að herða reglur um ólöglega innflytjendur í landinu til muna eftir óeirðirnar í fyrra og stefnir að því að vísa þúsundum þeirra úr landi á árinu. Thuram hefur gagnrýnt ráðherrann harðlega og því fer uppátæki hans í dag væntanlega illa í ráðherrann. Tæpar 5 milljónir innflytjenda eru sagðar búa í Frakklandi í dag og talið er að á milli 200-400.000 þeirra séu ólöglegir innflytjendur. Lilian Thuram og Thierry Henry í franska landsliðinu eiga ættir að rekja til Vestur Indía og þá eru leikmenn eins og Claude Makelele og Patrick Vieira ættaðir frá Afríku.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira