Ástin og lífið

Fréttamynd

Dóra fór á skeljarnar í miðri sýningu

Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans er trúlofuð. Dóra bað Egils Egilssonar kærasta síns óvænt á spunasýningu Improv Ísland. Parið skráði sig í samband á Facebook nú í sumar eins og fram kom hér á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér

Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans.

Lífið
Fréttamynd

Unnur Eggerts og Tra­vis eiga von á barni

Leikkonan og kosningastjóri Vinstri grænna, Unnur Eggertsdóttir á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Travis. Hún deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. 

Lífið
Fréttamynd

Gríma og Skúli eignuðust son

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhúshönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen eignuðust son í gær. Fyrir eiga þau soninn Jaka sem fæddist í maí á síðasta ári og svo á Skúli þrjú börn frá fyrra hjónabandi. 

Lífið
Fréttamynd

Pör ástfangnari sem hamast og svitna saman

Í ástarsambandi skiptir miklu máli að eiga gæðastund með makanum. Á sama tíma er einnig mikilvægt að sinna sjálfum sér og gera hluti í sitthvoru lagi. En hvað með líkamsræktina? 

Makamál
Fréttamynd

Bennifer saman á rauða dreglinum á ný

Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur.

Lífið
Fréttamynd

„Maður ræður ekki hve­nær ástin bankar upp á“

Ástarsaga þeirra Þorgerðar Katrínar og Kristjáns spannar nærri því fjörutíu ár og má segja að þau eigi handboltanum það að þakka. Foreldrum Þorgerðar fannst hún þó heldur ung þegar þau fóru að vera saman en hún segir að maður hafi enga stjórn á því hvenær ástin bankar upp á.

Lífið
Fréttamynd

Tvö börn á rúmlega ári og aldrei eins ástfangin

„Fyrir mér hefur faraldurinn aðallega haft góð áhrif á fæðingarorlofið en til dæmis voru engar heimsóknir leyfðar upp á deild eftir fæðingu. Persónulega finnst mér það frábært þar sem þetta er svo rosalega viðkvæmur sem og dýrmætur tími fyrir foreldra og barn að kynnast.“ Þetta segir Helga Jóhannsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál.

Makamál