Lögreglan

Fréttamynd

Lög­reglan, traust minni­hluta­hópa og tjáning

Óhjákvæmilega breytist margt í samfélaginu þegar fjölbreytileiki verður meiri. Fleiri innflytjendur og fólk með erlendan bakgrunn, sterkari staða ýmissa minnihlutahópa og fólk með alls kyns sýnileg trúartákn eru hluti af því að búa í fjölbreyttu samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu

Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu.

Erlent
Fréttamynd

Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma

Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér.

Innlent
Fréttamynd

Lita­kóðarnir kynntir innan tveggja vikna

Yfirvöld hafa hafið innleiðingarferli við að koma á sérstöku litakóðakerfi sem ætlað er að gefa upplýsingar um hættuna vegna kórónuveirunnar á hverjum tíma. Er þar horft til litakóða sem eigi að gefa til kynna hættustig.

Innlent
Fréttamynd

Nýir Volvo lögreglubílar fyrir 200 milljónir

Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna.

Bílar
Fréttamynd

Vill Víði áfram í íþróttamálum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ætla að óska eftir því við Víði Reynisson yfirlögregluþjón að hann haldi áfram hlutverki sínu í samskiptum og ákvarðanatöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Víðir sé ómetanlegur í þeirri vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf

Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða.

Innlent
Fréttamynd

Ófremdarástand hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal

Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við óviðeigandi aðstöðu á lögreglustöðinni í þorpinu þar sem lögreglumenn þurfa að deila salerni og kaffiaðstöðu með öðrum. Þá eru ekki fangaklefar á stöðinni og ekki bílskúr fyrir lögreglubílana.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan hefði þurft frekari styrkingu

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að ljóst sé að lögreglan hefði þurft á frekari styrkingu að halda en þeim fjórum stöðugildum sem bætast við eftir að ákvörðun var tekin um að loka fangelsinu á Akureyri.

Innlent