Lögreglan á Suðurnesjum snýr aftur á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 5. apríl 2022 14:48 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist vona að Facebook-síða embættisins fari aftur í loftið síðar í vikunni. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglan á Suðurnesjum hefur snúið aftur á Facebook, um þremur mánuðum eftir að embættið tilkynnti að ákvörðun hafi verið tekin að hætta á samfélagsmiðlinum vegna persónuverndarsjónarmiða. Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þetta sé nú gert að lokinni sérstakri öryggisúttekt. Úlfar segir að eftirleiðis geti aðrir en lögreglan á Suðurnesjum þó ekki birt þar skilaboð eða aðrar athugasemdir. Áfram muni embættið svo einnig nota heimasíðu sína til að birta fréttir og tilkynningar. Öflug persónuvernd embættinu kappsmál Athygli vakti í byrjun árs þegar lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti ákvörðun sína. Sagði í tilkynningu að öflug persónuvernd væri embættinu kappsmál og að það legði áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga væri í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Fram kom að Persónuvernd hefði gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. „Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring. Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þann 11. janúar. Lítið að frétta síðan í janúar Óhætt er að segja að veralega dró úr tilkynningum á heimasíðunni og skeytasendingum embættisins til fjölmiðla um verkefni sem hafa komið inn á borð lögreglunnar eftir að greint var frá því að embættið væri hætt á Facebook. Einu tilkynningarnar frá lögreglunni á Suðurnesjum sem birst hafa á heimasíðunni eru frá 12. janúar þar sem ökumenn eru hvattir til að aka gætilega á Reykjanesbraut í rigningartíðinni þá, og svo að lögreglan á Suðurnesjum hafi hlotið öryggisverðlaun Ferðamálastofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir framgöngu sína og störf í tengslum við viðbrögð vegna eldgossins í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Lögreglan Facebook Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þetta sé nú gert að lokinni sérstakri öryggisúttekt. Úlfar segir að eftirleiðis geti aðrir en lögreglan á Suðurnesjum þó ekki birt þar skilaboð eða aðrar athugasemdir. Áfram muni embættið svo einnig nota heimasíðu sína til að birta fréttir og tilkynningar. Öflug persónuvernd embættinu kappsmál Athygli vakti í byrjun árs þegar lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti ákvörðun sína. Sagði í tilkynningu að öflug persónuvernd væri embættinu kappsmál og að það legði áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga væri í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Fram kom að Persónuvernd hefði gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. „Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring. Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þann 11. janúar. Lítið að frétta síðan í janúar Óhætt er að segja að veralega dró úr tilkynningum á heimasíðunni og skeytasendingum embættisins til fjölmiðla um verkefni sem hafa komið inn á borð lögreglunnar eftir að greint var frá því að embættið væri hætt á Facebook. Einu tilkynningarnar frá lögreglunni á Suðurnesjum sem birst hafa á heimasíðunni eru frá 12. janúar þar sem ökumenn eru hvattir til að aka gætilega á Reykjanesbraut í rigningartíðinni þá, og svo að lögreglan á Suðurnesjum hafi hlotið öryggisverðlaun Ferðamálastofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir framgöngu sína og störf í tengslum við viðbrögð vegna eldgossins í Fagradalsfjalli á síðasta ári.
Lögreglan Facebook Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira