Lögreglan á Suðurnesjum snýr aftur á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 5. apríl 2022 14:48 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist vona að Facebook-síða embættisins fari aftur í loftið síðar í vikunni. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglan á Suðurnesjum hefur snúið aftur á Facebook, um þremur mánuðum eftir að embættið tilkynnti að ákvörðun hafi verið tekin að hætta á samfélagsmiðlinum vegna persónuverndarsjónarmiða. Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þetta sé nú gert að lokinni sérstakri öryggisúttekt. Úlfar segir að eftirleiðis geti aðrir en lögreglan á Suðurnesjum þó ekki birt þar skilaboð eða aðrar athugasemdir. Áfram muni embættið svo einnig nota heimasíðu sína til að birta fréttir og tilkynningar. Öflug persónuvernd embættinu kappsmál Athygli vakti í byrjun árs þegar lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti ákvörðun sína. Sagði í tilkynningu að öflug persónuvernd væri embættinu kappsmál og að það legði áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga væri í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Fram kom að Persónuvernd hefði gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. „Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring. Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þann 11. janúar. Lítið að frétta síðan í janúar Óhætt er að segja að veralega dró úr tilkynningum á heimasíðunni og skeytasendingum embættisins til fjölmiðla um verkefni sem hafa komið inn á borð lögreglunnar eftir að greint var frá því að embættið væri hætt á Facebook. Einu tilkynningarnar frá lögreglunni á Suðurnesjum sem birst hafa á heimasíðunni eru frá 12. janúar þar sem ökumenn eru hvattir til að aka gætilega á Reykjanesbraut í rigningartíðinni þá, og svo að lögreglan á Suðurnesjum hafi hlotið öryggisverðlaun Ferðamálastofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir framgöngu sína og störf í tengslum við viðbrögð vegna eldgossins í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Lögreglan Facebook Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þetta sé nú gert að lokinni sérstakri öryggisúttekt. Úlfar segir að eftirleiðis geti aðrir en lögreglan á Suðurnesjum þó ekki birt þar skilaboð eða aðrar athugasemdir. Áfram muni embættið svo einnig nota heimasíðu sína til að birta fréttir og tilkynningar. Öflug persónuvernd embættinu kappsmál Athygli vakti í byrjun árs þegar lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti ákvörðun sína. Sagði í tilkynningu að öflug persónuvernd væri embættinu kappsmál og að það legði áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga væri í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Fram kom að Persónuvernd hefði gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. „Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring. Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þann 11. janúar. Lítið að frétta síðan í janúar Óhætt er að segja að veralega dró úr tilkynningum á heimasíðunni og skeytasendingum embættisins til fjölmiðla um verkefni sem hafa komið inn á borð lögreglunnar eftir að greint var frá því að embættið væri hætt á Facebook. Einu tilkynningarnar frá lögreglunni á Suðurnesjum sem birst hafa á heimasíðunni eru frá 12. janúar þar sem ökumenn eru hvattir til að aka gætilega á Reykjanesbraut í rigningartíðinni þá, og svo að lögreglan á Suðurnesjum hafi hlotið öryggisverðlaun Ferðamálastofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir framgöngu sína og störf í tengslum við viðbrögð vegna eldgossins í Fagradalsfjalli á síðasta ári.
Lögreglan Facebook Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira