Rasismi á Íslandi Magnús Davíð Norðdahl skrifar 29. apríl 2022 11:15 Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu daga undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu tveimur árum. Sigríður Björk á heiður skilinn fyrir að hafa fjölgað lögreglukonum á sínum starfstíma og það þarf enginn að efast um það að hún er fullfær um að auka fjölbreytileika þeirra sem sinna lögreglustörfum ekki síst þegar kemur að innflytjendum. Eina sem þarf er einlægur vilji. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og ljóst að þar er á ferð góður lögreglumaður sem einlæglega vill brúa bilið milli lögreglu og almennings og ekki síst íbúa af erlendum uppruna. Hann er óhræddur við að viðurkenna að til staðar sé vandamál sem þarf að leysa. Það er óskandi að hann sé enn starfandi sem lögreglumaður. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Höfundur er mannréttindalögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Lögreglan Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Sjá meira
Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu daga undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu tveimur árum. Sigríður Björk á heiður skilinn fyrir að hafa fjölgað lögreglukonum á sínum starfstíma og það þarf enginn að efast um það að hún er fullfær um að auka fjölbreytileika þeirra sem sinna lögreglustörfum ekki síst þegar kemur að innflytjendum. Eina sem þarf er einlægur vilji. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og ljóst að þar er á ferð góður lögreglumaður sem einlæglega vill brúa bilið milli lögreglu og almennings og ekki síst íbúa af erlendum uppruna. Hann er óhræddur við að viðurkenna að til staðar sé vandamál sem þarf að leysa. Það er óskandi að hann sé enn starfandi sem lögreglumaður. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Höfundur er mannréttindalögmaður.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun