Framtíðarskólar í mótun Skúli Helgason skrifar 11. september 2019 07:00 Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggingu nýrra skóla í Vogabyggð og Skerjafirði. Byggðar verða 1.100-1.200 íbúðir og skólar fyrir um 600 börn í hvoru hverfi. Þar verður byggt á kostum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur, sem fléttar saman formlegt og óformlegt nám, með sterkri áherslu á hæfniþættina fimm í forgangi stefnunnar: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði. Hreyft hefur verið hugmyndum um að nýju skólarnir í Vogabyggð og jafnvel Skerjafirði verði samþættir leik- og grunnskólar með frístundastarfi fyrir annars vegar 1-9 ára börn og hins vegar nemendur á aldrinum 10-15 ára með fjölbreyttu vali, félagsstarfi og viðfangsefnum sem hæfa styrkleikum og áhuga hvers og eins. Framtíðarskólinn getur orðið öflug eining sem nýtir styrkleika leikskóla, grunnskóla og frístundar. Styrkur leikskólans hefur m.a. legið í frjálsa leiknum og sveigjanleika. Leikskólastarf í borginni er á heimsmælikvarða og 95% foreldra eru ánægð með starfið sem þar fer fram samkvæmt nýjustu mælingum. Styrkur frístundaheimila hefur verið að bjóða yngstu grunnskólabörnunum upp á óformlegt nám í hvetjandi umhverfi þar sem frumkvæði og sköpunargleði ráða för. Félagsmiðstöðvarnar hafa byggt á sams konar styrkleikum fyrir eldri börn og ungmenni ekki síst með áherslu á að byggja upp félagsfærni og sjálfstraust. Styrkur grunnskólans liggurekki síst í fjölda fagmenntaðs starfsfólks og markvissri vinnu á ólíkum námssviðum. Til dæmis er mikil fagþekking í grunnskólum á máli og læsi sem mikilvægt er að nýta sem best m.a. í þágu barna með annað móðurmál en íslensku. Ný samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara óháð skólastigi skapa tækifæri fyrir aukið samstarf leik- og grunnskólakennara sem við hljótum að skoða vandlega í góðu samstarfi við samtök kennara. Framsækinn skóli sem fléttar saman það besta úr menningu leikskóla, grunnskóla og frístundar er spennandi hugmynd sem við viljum þróa áfram í samtali við menntasamfélagið nú þegar við leggjum grunn að framtíðinni í nýjum og eldri hverfum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggingu nýrra skóla í Vogabyggð og Skerjafirði. Byggðar verða 1.100-1.200 íbúðir og skólar fyrir um 600 börn í hvoru hverfi. Þar verður byggt á kostum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur, sem fléttar saman formlegt og óformlegt nám, með sterkri áherslu á hæfniþættina fimm í forgangi stefnunnar: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði. Hreyft hefur verið hugmyndum um að nýju skólarnir í Vogabyggð og jafnvel Skerjafirði verði samþættir leik- og grunnskólar með frístundastarfi fyrir annars vegar 1-9 ára börn og hins vegar nemendur á aldrinum 10-15 ára með fjölbreyttu vali, félagsstarfi og viðfangsefnum sem hæfa styrkleikum og áhuga hvers og eins. Framtíðarskólinn getur orðið öflug eining sem nýtir styrkleika leikskóla, grunnskóla og frístundar. Styrkur leikskólans hefur m.a. legið í frjálsa leiknum og sveigjanleika. Leikskólastarf í borginni er á heimsmælikvarða og 95% foreldra eru ánægð með starfið sem þar fer fram samkvæmt nýjustu mælingum. Styrkur frístundaheimila hefur verið að bjóða yngstu grunnskólabörnunum upp á óformlegt nám í hvetjandi umhverfi þar sem frumkvæði og sköpunargleði ráða för. Félagsmiðstöðvarnar hafa byggt á sams konar styrkleikum fyrir eldri börn og ungmenni ekki síst með áherslu á að byggja upp félagsfærni og sjálfstraust. Styrkur grunnskólans liggurekki síst í fjölda fagmenntaðs starfsfólks og markvissri vinnu á ólíkum námssviðum. Til dæmis er mikil fagþekking í grunnskólum á máli og læsi sem mikilvægt er að nýta sem best m.a. í þágu barna með annað móðurmál en íslensku. Ný samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara óháð skólastigi skapa tækifæri fyrir aukið samstarf leik- og grunnskólakennara sem við hljótum að skoða vandlega í góðu samstarfi við samtök kennara. Framsækinn skóli sem fléttar saman það besta úr menningu leikskóla, grunnskóla og frístundar er spennandi hugmynd sem við viljum þróa áfram í samtali við menntasamfélagið nú þegar við leggjum grunn að framtíðinni í nýjum og eldri hverfum borgarinnar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun