Framtíðarskólar í mótun Skúli Helgason skrifar 11. september 2019 07:00 Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggingu nýrra skóla í Vogabyggð og Skerjafirði. Byggðar verða 1.100-1.200 íbúðir og skólar fyrir um 600 börn í hvoru hverfi. Þar verður byggt á kostum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur, sem fléttar saman formlegt og óformlegt nám, með sterkri áherslu á hæfniþættina fimm í forgangi stefnunnar: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði. Hreyft hefur verið hugmyndum um að nýju skólarnir í Vogabyggð og jafnvel Skerjafirði verði samþættir leik- og grunnskólar með frístundastarfi fyrir annars vegar 1-9 ára börn og hins vegar nemendur á aldrinum 10-15 ára með fjölbreyttu vali, félagsstarfi og viðfangsefnum sem hæfa styrkleikum og áhuga hvers og eins. Framtíðarskólinn getur orðið öflug eining sem nýtir styrkleika leikskóla, grunnskóla og frístundar. Styrkur leikskólans hefur m.a. legið í frjálsa leiknum og sveigjanleika. Leikskólastarf í borginni er á heimsmælikvarða og 95% foreldra eru ánægð með starfið sem þar fer fram samkvæmt nýjustu mælingum. Styrkur frístundaheimila hefur verið að bjóða yngstu grunnskólabörnunum upp á óformlegt nám í hvetjandi umhverfi þar sem frumkvæði og sköpunargleði ráða för. Félagsmiðstöðvarnar hafa byggt á sams konar styrkleikum fyrir eldri börn og ungmenni ekki síst með áherslu á að byggja upp félagsfærni og sjálfstraust. Styrkur grunnskólans liggurekki síst í fjölda fagmenntaðs starfsfólks og markvissri vinnu á ólíkum námssviðum. Til dæmis er mikil fagþekking í grunnskólum á máli og læsi sem mikilvægt er að nýta sem best m.a. í þágu barna með annað móðurmál en íslensku. Ný samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara óháð skólastigi skapa tækifæri fyrir aukið samstarf leik- og grunnskólakennara sem við hljótum að skoða vandlega í góðu samstarfi við samtök kennara. Framsækinn skóli sem fléttar saman það besta úr menningu leikskóla, grunnskóla og frístundar er spennandi hugmynd sem við viljum þróa áfram í samtali við menntasamfélagið nú þegar við leggjum grunn að framtíðinni í nýjum og eldri hverfum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggingu nýrra skóla í Vogabyggð og Skerjafirði. Byggðar verða 1.100-1.200 íbúðir og skólar fyrir um 600 börn í hvoru hverfi. Þar verður byggt á kostum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur, sem fléttar saman formlegt og óformlegt nám, með sterkri áherslu á hæfniþættina fimm í forgangi stefnunnar: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði. Hreyft hefur verið hugmyndum um að nýju skólarnir í Vogabyggð og jafnvel Skerjafirði verði samþættir leik- og grunnskólar með frístundastarfi fyrir annars vegar 1-9 ára börn og hins vegar nemendur á aldrinum 10-15 ára með fjölbreyttu vali, félagsstarfi og viðfangsefnum sem hæfa styrkleikum og áhuga hvers og eins. Framtíðarskólinn getur orðið öflug eining sem nýtir styrkleika leikskóla, grunnskóla og frístundar. Styrkur leikskólans hefur m.a. legið í frjálsa leiknum og sveigjanleika. Leikskólastarf í borginni er á heimsmælikvarða og 95% foreldra eru ánægð með starfið sem þar fer fram samkvæmt nýjustu mælingum. Styrkur frístundaheimila hefur verið að bjóða yngstu grunnskólabörnunum upp á óformlegt nám í hvetjandi umhverfi þar sem frumkvæði og sköpunargleði ráða för. Félagsmiðstöðvarnar hafa byggt á sams konar styrkleikum fyrir eldri börn og ungmenni ekki síst með áherslu á að byggja upp félagsfærni og sjálfstraust. Styrkur grunnskólans liggurekki síst í fjölda fagmenntaðs starfsfólks og markvissri vinnu á ólíkum námssviðum. Til dæmis er mikil fagþekking í grunnskólum á máli og læsi sem mikilvægt er að nýta sem best m.a. í þágu barna með annað móðurmál en íslensku. Ný samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara óháð skólastigi skapa tækifæri fyrir aukið samstarf leik- og grunnskólakennara sem við hljótum að skoða vandlega í góðu samstarfi við samtök kennara. Framsækinn skóli sem fléttar saman það besta úr menningu leikskóla, grunnskóla og frístundar er spennandi hugmynd sem við viljum þróa áfram í samtali við menntasamfélagið nú þegar við leggjum grunn að framtíðinni í nýjum og eldri hverfum borgarinnar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun