Vinstri græn

Fréttamynd

Líklega fundað fram á nótt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili

Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Síðustu dagar kjörtímabilsins að renna upp á Alþingi

Síðustu dagar þingstarfa á yfirstandandi kjörtímabili eru framundan í vikunni og setja svip sinn á Víglínuna á Stöð 2 í dag. Eldhúsdagsumræður fara fram á morgun og samkvæmt starfsáæltun á þingstörfum á vorþingi að ljúka næst komandi fimmtudag hinn 10. júní.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi og Una leiða lista VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun leiða lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Una Hildardóttir, varaþingmaður of forseti LUF, situr í öðru sæti á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Hvað getum við gert fyrir ykkur?

Núna rétt í þessu var listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykktur. Í efstu fimm sætunum eru fjórar konur og einn karl. Við vorum kosnar, þrjár konur, í efstu sæti listans sem er ákveðið kall kjósenda á breytingar og sýnir vilja fólks til að koma konum að.

Skoðun
Fréttamynd

Út­rýmum kyn­ferðis­of­beldi á Ís­landi

Kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi er dýrt. Það kostar þjóðfélagið milljarða á hverju ári í fjarvistum brotaþola frá vinnu, rekstri ýmissa úrræða eins og Neyðarmóttöku, Stígamóta og fleiri, töfum eða brottfalli úr námi og langvinnum veikindum brotaþola sem jafnvel enda í örorku sem aftur stuðlar að fátækt, bæði brotaþola og barna þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Í höndum Kol­beins hvort hann sitji út kjör­tíma­bilið

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn ekki hafa boðvald yfir sínum þingmönnum um hvað þeir gera. Mál sem varðaði hegðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna, var tilkynnt til fagráðs flokksins en þingflokkurinn hafði ekki vitneskju um það fyrr en hann sjálfur greindi frá því. Kolbeinn dró framboð sitt í forvali flokksins til baka í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn.

Innlent
Fréttamynd

Gerir ekki kröfu um að Kolbeinn segi af sér eða fari í leyfi

Formaður Vinstri grænna telur að Kolbeinn Óttarsson Proppé hafi tekið rétta ákvörðun með því að draga til baka framboð sitt í prófkjöri flokksins eftir að kvartað var undan hegðun hans til fagráðs flokksins. Hún telur þó ekki ástæðu til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynntu mál Kolbeins ekki til lögreglu

Mál sem tilkynnt var til fagráðs Vinstri grænna vegna hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns var ekki tilkynnt til lögreglu. Fagráðið mat það svo að málið væri ekki þess eðlis.

Innlent
Fréttamynd

Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kol­beins í gær

Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær.

Innlent
Fréttamynd

VG vill leiða næstu ríkisstjórn

Í stjórnmálaályktun Landsfundar Vinstri grænna sem hófst í dag er lögð áhersla á að flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn að loknum kosningum í lok semptember. Þrátt fyrir umdeilt stjórnarsamstarf í upphafi þessa kjörtímabils sé málefnalegur árangur flokksins í samstarfinu óumdeildur.

Innlent
Fréttamynd

Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn

Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju.

Innlent
Fréttamynd

Tólf berjast um átta sæti

Samtals verða tólf í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem verður dagana 16. til 19. maí. Sex bjóða sig fram í annað sætið.

Innlent
Fréttamynd

Lilja Rafney tapar oddvitasætinu

Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, er nýr oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann felldi þar með fyrrverandi oddvita og eina þingmann VG í kjördæminu, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. 

Innlent
Fréttamynd

Elva Hrönn vill annað sæti á lista VG í Reykjavík

Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR, er í hópi þeirra sem sækjast eftir öðru sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Elva Hrönn er 37 ára, frá Akureyri en hefur búið í Reykjavík síðastliðin tólf ár. Þetta kemur fram í tilkynningu um framboð Elvu Hrannar.

Innlent
Fréttamynd

Kolbeinn hyggst ekki þiggja fjórða sætið í Suðurkjördæmi

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að þiggja ekki sæti á lista í Suðurkjördæmi. Kolbeinn sóttist eftir því að leiða lista Vinstri grænna í kjördæminu í næstu kosningum en lenti í fjórða sæti í forvalinu á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Telja 1. júní ekki raunhæfa dagsetningu

Dagsetningin 1. júní varð samkvæmt vísindamönnum ranglega að viðmiði um betri tíma í huga margra eftir að ríkisstjórnin sýndi glæru á blaðamannafundi í vikunni, þar sem á stóð að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna hefði verið „varinn“ með fyrri skammt af bóluefni.

Innlent
Fréttamynd

Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík

Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt.

Innlent
Fréttamynd

Hverjar verða breytingarnar við landamærin?

Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi leiðir VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun leiða lista Vinstri grænna í Suðurvesturkjördæmi. Rafrænu forvali flokksins lauk nú síðdegis og varð Guðmundur Ingi þar hlutskarpastur með 483 atkvæði, en hann hefur verið utanþingsráðherra frá stjórnarmyndun.

Innlent