Oddvitaáskorunin: Stendur á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi Samúel Karl Ólason skrifar 1. maí 2022 09:01 Bjarki á glærum ís á Bjarnarvatni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í komandi kosningum. Ég er fæddur árið 1952 og hef búið nær alla ævi í Mosfellsdal. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hélt síðan til náms í Þýskalandi þar sem ég nam meðal annars íþróttafræði og latínu, síðar tók ég cand.mag. próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Ég kenndi mikið á árum áður, fyrst í grunnskólum, meðal annars í Grímsey, það var mjög eftirminnilegur vetur. Síðan sneri ég mér að kennslu í framhaldsskólum og kenndi aðallega íslensku. Ég hef skrifað 20-30 bækur af ýmsum toga ýmist einn eða í félagi við aðra. Þar á meðal eru bækur um sögu Mosfellsbæjar og sögu Ungmennafélagsins Aftureldingar sem ég skrifaði ásamt Magnúsi Guðmundssyni. Síðastliðin átta ár hef ég setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sem fulltrúi VG, þar af hef ég verið forseti bæjarstjórnar í fimm ár. Á vettvangi bæjarmála vil ég meðal annars vinna að því að í Mosfellsbæ blómstri fjölskylduvænt, umhverfisvænt og réttlátt samfélag og að bærinn haldi áfram sínu náttúrulega og sögutengda yfirbragði. Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarki Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraungjárnar á Þingvöllum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni að láta ekkert fara í taugarnar á mér – sem breytir því ekki að ýmislegt má laga í Mosfellsbæ. Bjarki ásamt Vilborgu dóttur sinni á tónleikum með Robert Plant og fleirum í Laugardalnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að standa á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stöðvaður á Ferguson-dráttarvél 16 ára gamall og laganna þjónn spurði: Gæti ég fengið að sjá ökuskírteinið yðar? Hvað færðu þér á pizzu? Sveppir og pepparoni. Hvaða lag peppar þig mest? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Gönguskokk. Uppáhalds brandari? Að lesa þessa spurningu. Bjarki og Gluggavarðan á Mosfellsheiði. Hvað er þitt draumafríi? Að ferðast um Ísland með Þóru konunni minni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvort öðru betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ian Anderson í hljómsveitinni Jethro Tull sem stendur á öðrum fæti og leikur um leið Bach á flautu af mikilli list. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar mig dreymdi að ég vekti sjálfan mig um miðja nótt og æpti: Þú ert ég! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sveppi. Hefur þú verið í verbúð? Já, á Seyðisfirði árið 1975. Áhrifamesta kvikmyndin? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, sprenghlægileg gamanmynd eftir Óskar Gíslason frá árinu 1951. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég á svo góða granna í raunheimum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín aldrei fyrir að hlusta á tónlist, hvort sem það er þungarokk eða þýskar óperur. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í komandi kosningum. Ég er fæddur árið 1952 og hef búið nær alla ævi í Mosfellsdal. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hélt síðan til náms í Þýskalandi þar sem ég nam meðal annars íþróttafræði og latínu, síðar tók ég cand.mag. próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Ég kenndi mikið á árum áður, fyrst í grunnskólum, meðal annars í Grímsey, það var mjög eftirminnilegur vetur. Síðan sneri ég mér að kennslu í framhaldsskólum og kenndi aðallega íslensku. Ég hef skrifað 20-30 bækur af ýmsum toga ýmist einn eða í félagi við aðra. Þar á meðal eru bækur um sögu Mosfellsbæjar og sögu Ungmennafélagsins Aftureldingar sem ég skrifaði ásamt Magnúsi Guðmundssyni. Síðastliðin átta ár hef ég setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sem fulltrúi VG, þar af hef ég verið forseti bæjarstjórnar í fimm ár. Á vettvangi bæjarmála vil ég meðal annars vinna að því að í Mosfellsbæ blómstri fjölskylduvænt, umhverfisvænt og réttlátt samfélag og að bærinn haldi áfram sínu náttúrulega og sögutengda yfirbragði. Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarki Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraungjárnar á Þingvöllum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni að láta ekkert fara í taugarnar á mér – sem breytir því ekki að ýmislegt má laga í Mosfellsbæ. Bjarki ásamt Vilborgu dóttur sinni á tónleikum með Robert Plant og fleirum í Laugardalnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að standa á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stöðvaður á Ferguson-dráttarvél 16 ára gamall og laganna þjónn spurði: Gæti ég fengið að sjá ökuskírteinið yðar? Hvað færðu þér á pizzu? Sveppir og pepparoni. Hvaða lag peppar þig mest? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Gönguskokk. Uppáhalds brandari? Að lesa þessa spurningu. Bjarki og Gluggavarðan á Mosfellsheiði. Hvað er þitt draumafríi? Að ferðast um Ísland með Þóru konunni minni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvort öðru betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ian Anderson í hljómsveitinni Jethro Tull sem stendur á öðrum fæti og leikur um leið Bach á flautu af mikilli list. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar mig dreymdi að ég vekti sjálfan mig um miðja nótt og æpti: Þú ert ég! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sveppi. Hefur þú verið í verbúð? Já, á Seyðisfirði árið 1975. Áhrifamesta kvikmyndin? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, sprenghlægileg gamanmynd eftir Óskar Gíslason frá árinu 1951. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég á svo góða granna í raunheimum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín aldrei fyrir að hlusta á tónlist, hvort sem það er þungarokk eða þýskar óperur. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira