Virðingarvert framtak í spilasjúku samfélagi Ögmundur Jónasson skrifar 20. mars 2020 14:00 Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Þetta eru samtök fólks sem haldið er spilafíkn, aðstandendur spilafíkla og annað áhugafólk um að kveða niður þá vá sem stafar af spilkössum, hvort sem er í sjoppum eða sérhönnuðum spílavítum. Þau síðastnefndu eru rekin af Háskóla Íslands undir heitum á borð við Háspenna eða Spennistöðin. Sjoppukassana reka Rauði kross Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Nú bregður svo við að Samtök áhugafólks um spilafíkn fá forseta ASÍ, formenn VR og Neytendasamtaka Íslands til að sameinast um að senda fyerrnefndum rekstraraðilum formlegt erindi þar sem skorað er á þá í ljósi COVID-19 að loka fyrir spilakassa tímabundið „og draga þar með úr smitleiðum á meðan hættuástand varir samkvæmt Embætti landlæknis“. Dómsmálaráðherra (sem eftirlitsaðili þessarar starfsemi) og menntamálaráðherra (sem Háskóli Íslands heyrir undir) var einnig send áskorunin. Menntamálaráðuneytið svaraði og benti á að málið heyrði undir dómsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti hefur hins vegar engu svarað. Áður höfðu Samtök áhugafólks um spilafíkn fengið birt í Morgunblaðinu opið bréf til dómsmálaráðherra með spurningum varðandi ábyrgð á rekstri spilakassa. Ráðherra hefur engu svarað og ekki hafa fjölmiðlar gengið eftir svörum. Þá gripu Samtök áhugafólks um spilafíkn til þess ráðs að senda alþjóða Rauða krossinum áskorun að koma til hjálpar. Beðið er viðbragða. Allt þetta hafa íslenskir fjölmiðlar verið upplýstir um en þess sér lítil sem engin merki í umfjöllun þeirra. Í öllum maraþonumræðuþáttunum er rækilega um þetta þagað. Í fyrnefndu opnu bréfi til dómsmálaráðherra kom fram að hreinar tekjur til reksturs Háskóla Íslands af rekstri spilakassa er árlega 1,1 milljarður og hreinar tekjur Íslandsspila sf til eigenda sinna 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Íslandi 510 milljónir, Slysavarnafélagið Landsbjörg 210 milljónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, 76 milljónir. Til umboðsaðila renna árlega 845 milljónir og til erlendra aðila fyrir kaup og leigu á kössum 675 milljónir. Eru þarna ef til vill komnir hinir eiginlegu spilafíklar, þeir sem telja sig ekki geta lifað án spilavíta? Þegar ég kom inn á Alþingi árið 1995 ákvað ég að taka upp merki Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, til varnar fólki haldið spilafíkn. Ég hélt að ég myndi eiga marga bandamenn í þingsal. Þeir voru vissulega til staðar en miklu færrri en ég ætlaði. Yfirleitt tæmdist þingsalurinn þegar umræðan hófst. Enginn vildi styggja hinar elskuðu stofnanir sem nutu góðs af þessari starfsemi! Og áhugi fjölmiðla reyndist takmarkaður – með virðingarverðum undantekningum. Á því hefur orðið lítil breyting. Nú þykir mér hins vegar keyra um þverbak.Spilað er sem aldrei fyrr en frést hefur að í spilasölum sé mælst til þess að spilað sé á öðrum hverjum kassa og að menn spritti sig! ... áður en ránið hefst. Er þetta framferði sæmandi?Og hvað með þögnina – er hún sæmandi? Spyr sá sem veit að svo er ekki! Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Ögmundur Jónasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Þetta eru samtök fólks sem haldið er spilafíkn, aðstandendur spilafíkla og annað áhugafólk um að kveða niður þá vá sem stafar af spilkössum, hvort sem er í sjoppum eða sérhönnuðum spílavítum. Þau síðastnefndu eru rekin af Háskóla Íslands undir heitum á borð við Háspenna eða Spennistöðin. Sjoppukassana reka Rauði kross Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Nú bregður svo við að Samtök áhugafólks um spilafíkn fá forseta ASÍ, formenn VR og Neytendasamtaka Íslands til að sameinast um að senda fyerrnefndum rekstraraðilum formlegt erindi þar sem skorað er á þá í ljósi COVID-19 að loka fyrir spilakassa tímabundið „og draga þar með úr smitleiðum á meðan hættuástand varir samkvæmt Embætti landlæknis“. Dómsmálaráðherra (sem eftirlitsaðili þessarar starfsemi) og menntamálaráðherra (sem Háskóli Íslands heyrir undir) var einnig send áskorunin. Menntamálaráðuneytið svaraði og benti á að málið heyrði undir dómsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti hefur hins vegar engu svarað. Áður höfðu Samtök áhugafólks um spilafíkn fengið birt í Morgunblaðinu opið bréf til dómsmálaráðherra með spurningum varðandi ábyrgð á rekstri spilakassa. Ráðherra hefur engu svarað og ekki hafa fjölmiðlar gengið eftir svörum. Þá gripu Samtök áhugafólks um spilafíkn til þess ráðs að senda alþjóða Rauða krossinum áskorun að koma til hjálpar. Beðið er viðbragða. Allt þetta hafa íslenskir fjölmiðlar verið upplýstir um en þess sér lítil sem engin merki í umfjöllun þeirra. Í öllum maraþonumræðuþáttunum er rækilega um þetta þagað. Í fyrnefndu opnu bréfi til dómsmálaráðherra kom fram að hreinar tekjur til reksturs Háskóla Íslands af rekstri spilakassa er árlega 1,1 milljarður og hreinar tekjur Íslandsspila sf til eigenda sinna 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Íslandi 510 milljónir, Slysavarnafélagið Landsbjörg 210 milljónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, 76 milljónir. Til umboðsaðila renna árlega 845 milljónir og til erlendra aðila fyrir kaup og leigu á kössum 675 milljónir. Eru þarna ef til vill komnir hinir eiginlegu spilafíklar, þeir sem telja sig ekki geta lifað án spilavíta? Þegar ég kom inn á Alþingi árið 1995 ákvað ég að taka upp merki Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, til varnar fólki haldið spilafíkn. Ég hélt að ég myndi eiga marga bandamenn í þingsal. Þeir voru vissulega til staðar en miklu færrri en ég ætlaði. Yfirleitt tæmdist þingsalurinn þegar umræðan hófst. Enginn vildi styggja hinar elskuðu stofnanir sem nutu góðs af þessari starfsemi! Og áhugi fjölmiðla reyndist takmarkaður – með virðingarverðum undantekningum. Á því hefur orðið lítil breyting. Nú þykir mér hins vegar keyra um þverbak.Spilað er sem aldrei fyrr en frést hefur að í spilasölum sé mælst til þess að spilað sé á öðrum hverjum kassa og að menn spritti sig! ... áður en ránið hefst. Er þetta framferði sæmandi?Og hvað með þögnina – er hún sæmandi? Spyr sá sem veit að svo er ekki! Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun